Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. mars 2017 18:30 "Þetta er kannski ekki framlag til listavikunnar en það er einhver sköpun í þessu,“ sagði Bjarni. „Það sem þið sjáið hér eru bleikar hendur. Það er ekki vegna þess að ég var að fjarlægja bleikt naglalakk, heldur vegna nokkurs sem ég hef gaman að gera – og gerði í gærkvöldi – sem er að baka kökur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins í New York í dag. Umræðustjórinn dró þá fram pakka sem innihélt bleika köku sem Bjarni hafði bakað, en kakan virðist hafa vakið mikla lukku í salnum. „Þetta er kannski ekki framlag til listavikunnar en það er einhver sköpun í þessu,“ sagði Bjarni, en hann birti eftirfarandi myndband af bakstrinum á Twitter-síðu sinni í dag.Last night I decorated a #HeForShe cake and was very happy to present it to @phumzileunwomen this morning! pic.twitter.com/oO7Lwxrv8O— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 8, 2017 Bjarni er einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti „HeForShe 10x10x10 Impact Champions“. Um er að ræða tíu þjóðarleiðtoga, tíu forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja og tíu háskólarektora. Bjarni ræddi stöðu jafnréttismála í pallborðsumræðum í dag. Þar sagði hann að sífellt þurfi að huga að jafnréttismálum og benti meðal annars á að búið sé að festa þau mál í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá sé unnið að frumvarpi um jafnlaunavottun hjá stærri fyrirtækjum. „Við erum kannski númer eitt í heiminum, en verkinu er ekki lokið,“ sagði Bjarni. Umræðurnar má sjá á 34 mínútu myndbandsins hér að neðan. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
„Það sem þið sjáið hér eru bleikar hendur. Það er ekki vegna þess að ég var að fjarlægja bleikt naglalakk, heldur vegna nokkurs sem ég hef gaman að gera – og gerði í gærkvöldi – sem er að baka kökur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins í New York í dag. Umræðustjórinn dró þá fram pakka sem innihélt bleika köku sem Bjarni hafði bakað, en kakan virðist hafa vakið mikla lukku í salnum. „Þetta er kannski ekki framlag til listavikunnar en það er einhver sköpun í þessu,“ sagði Bjarni, en hann birti eftirfarandi myndband af bakstrinum á Twitter-síðu sinni í dag.Last night I decorated a #HeForShe cake and was very happy to present it to @phumzileunwomen this morning! pic.twitter.com/oO7Lwxrv8O— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 8, 2017 Bjarni er einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti „HeForShe 10x10x10 Impact Champions“. Um er að ræða tíu þjóðarleiðtoga, tíu forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja og tíu háskólarektora. Bjarni ræddi stöðu jafnréttismála í pallborðsumræðum í dag. Þar sagði hann að sífellt þurfi að huga að jafnréttismálum og benti meðal annars á að búið sé að festa þau mál í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá sé unnið að frumvarpi um jafnlaunavottun hjá stærri fyrirtækjum. „Við erum kannski númer eitt í heiminum, en verkinu er ekki lokið,“ sagði Bjarni. Umræðurnar má sjá á 34 mínútu myndbandsins hér að neðan.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira