Sturlaðar staðreyndir um sigur Barcelona í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2017 11:30 Barcelona-menn fagna. Vísir/Getty Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni. Barcelona þurfti að vinna upp 4-0 tap fyrir Paris Saint Germain í fyrri leiknum og tókst það eftir ótrúlegan 6-1 sigur á Nou Camp í gærkvöldi þar sem þrjú markanna komu í blálokin. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og undir lokins var pressan ótrúleg. Leikmenn Parísarliðsins hrökkluðust hreinlega undan sóknarpressu Barcelona og Börsungum tókst hið ómögulega dyggilega studdir af blóðheitum stuðningsmönnum sínum. Twitter-síða Squawka Football er dugleg að birta allskonar tölulegar staðreyndir um alþjóðlega fótoboltann og starfsmenn síðunnar hafa verið í yfirvinnu eftir sigur Barcelona í gærkvöldi. Þar á meðal eru nokkrar sturlaðar staðreyndir. Önnur þeirra snýr að þriggja manna varnarlínu Barcelona-liðsins sem er vissulega vön því að spila framarlega á vellinum en þó sjaldan eins framarlega og í gær. Varnarlínan var skipuð þeim Gerard Piqué, Samuel Umtiti og Javier Mascherano og þessir þrír voru meira inn á vallarhelmingi Paris Saint Germain en inn á sínum eigin vallarhelmingi í leiknum í gær. Hitakortið hjá þeim er líkara framherjum heldur en varnarmönnum. Squawka tekur einnig saman magnaða tölfræði eftir 85. mínútu leiksins. Barcelona náði þá sex skotum, skoraði þrjú mörk og leikmenn Parísarliðsins náðu aðeins fjórum heppnuðum sendingum. Það sem gerir þessar fjórar sendingar enn ótrúlegri að þrjár þeirra voru upphafsspyrna eftir að Barcelona-liðið hafði skorað. Hér fyrir neðan má sjá þessar sturluðu staðreyndir um leikinn í gær en þessi sögulegu úrslit kalla svo sannarlega á öðruvísi tölfræði.HEATMAP: Barcelona's back-three spent more time in PSG's half their own tonight. In Barcelona's half (49%)In PSG's half (51%) pic.twitter.com/hd4mf9S0oW— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 After the 85th minute:Barcelona had 6 shots.Barcelona scored 3 goals.PSG completed 4 passes, 3 from kick off situations.Wow. pic.twitter.com/UN9f0Co2V8— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 PSG passes after the 85th minute mark:To Barcelona players (4)To PSG players (4)Out of touch (2) pic.twitter.com/S7iXo1rOM3— Squawka Football (@Squawka) March 9, 2017 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni. Barcelona þurfti að vinna upp 4-0 tap fyrir Paris Saint Germain í fyrri leiknum og tókst það eftir ótrúlegan 6-1 sigur á Nou Camp í gærkvöldi þar sem þrjú markanna komu í blálokin. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og undir lokins var pressan ótrúleg. Leikmenn Parísarliðsins hrökkluðust hreinlega undan sóknarpressu Barcelona og Börsungum tókst hið ómögulega dyggilega studdir af blóðheitum stuðningsmönnum sínum. Twitter-síða Squawka Football er dugleg að birta allskonar tölulegar staðreyndir um alþjóðlega fótoboltann og starfsmenn síðunnar hafa verið í yfirvinnu eftir sigur Barcelona í gærkvöldi. Þar á meðal eru nokkrar sturlaðar staðreyndir. Önnur þeirra snýr að þriggja manna varnarlínu Barcelona-liðsins sem er vissulega vön því að spila framarlega á vellinum en þó sjaldan eins framarlega og í gær. Varnarlínan var skipuð þeim Gerard Piqué, Samuel Umtiti og Javier Mascherano og þessir þrír voru meira inn á vallarhelmingi Paris Saint Germain en inn á sínum eigin vallarhelmingi í leiknum í gær. Hitakortið hjá þeim er líkara framherjum heldur en varnarmönnum. Squawka tekur einnig saman magnaða tölfræði eftir 85. mínútu leiksins. Barcelona náði þá sex skotum, skoraði þrjú mörk og leikmenn Parísarliðsins náðu aðeins fjórum heppnuðum sendingum. Það sem gerir þessar fjórar sendingar enn ótrúlegri að þrjár þeirra voru upphafsspyrna eftir að Barcelona-liðið hafði skorað. Hér fyrir neðan má sjá þessar sturluðu staðreyndir um leikinn í gær en þessi sögulegu úrslit kalla svo sannarlega á öðruvísi tölfræði.HEATMAP: Barcelona's back-three spent more time in PSG's half their own tonight. In Barcelona's half (49%)In PSG's half (51%) pic.twitter.com/hd4mf9S0oW— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 After the 85th minute:Barcelona had 6 shots.Barcelona scored 3 goals.PSG completed 4 passes, 3 from kick off situations.Wow. pic.twitter.com/UN9f0Co2V8— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 PSG passes after the 85th minute mark:To Barcelona players (4)To PSG players (4)Out of touch (2) pic.twitter.com/S7iXo1rOM3— Squawka Football (@Squawka) March 9, 2017
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira