Taka þurfi ofbeldi í miðborginni fastari tökum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. mars 2017 17:40 Ofbeldi í miðborginni er viðvarandi, en óviðunandi, segir Helgi Gunnlaugsson. vísir/pjetur Ofbeldi í miðborginni hefur viðgengist lengi og mikilvægt er að taka ofbeldismál fastari tökum, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Tilkynnt var um alls 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári, en lögreglan hefur ekki fengið eins fáar tilkynningar frá árinu 2011 þegar brotin voru 261 talsins. „Borg sem er í alþjóðlegum mælingum friðsöm, og ekki með háa brotatíðni, þá er þetta auðvitað óviðunandi og okkur ber að taka þetta alvarlega og skoða raunverulega betur veruleikann bak við þessar tölur. Hvað þarna er raunverulega að baki, hvað er það sem tengist eins og heimilisofbeldismálum og þessu almannarými eins og miðborginni og skemmtanalífinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka föstum tökum,“ segir Helgi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður segir Helgi að ofbeldið sé líklega ekki með verra móti en áður, og að jafnvel séu hlutirnir að þróast í rétta átt. Til að mynda hafi ástandið verið mjög slæmt þegar bjórinn var leyfður fyrir tæplega þremur áratugum. „Íslendingar kunnu ekki alveg að fóta sig í þessu nýja umhverfi, þessu skemmtanalífi. Milli 1990 og 2000 vorum við að fá margvísleg ofbeldisverk en mér finnst í það heila að þetta sé að færast í rétta átt, en samt er þetta ekki orðið nógu gott hjá okkur.“ Þá segir hann að allir þurfi að taka þátt í að reyna að draga úr fjölda ofbeldisbrota. „Við þurfum að minna okkur á það sífellt að taka fast á þessu; borgararnir, lögregluyfirvöld og skemmtistaðir, að bera ábyrgð hvert á öðru. Það eru margir sem þurfa að koma þarna saman. [...] Þetta er of mikið og við eigum að taka þessu alvarlega og draga úr þessum fjölda – helst að koma í veg fyrir svona mál.“ Hlusta má á viðtalið við Helga í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Ofbeldi í miðborginni hefur viðgengist lengi og mikilvægt er að taka ofbeldismál fastari tökum, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Tilkynnt var um alls 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári, en lögreglan hefur ekki fengið eins fáar tilkynningar frá árinu 2011 þegar brotin voru 261 talsins. „Borg sem er í alþjóðlegum mælingum friðsöm, og ekki með háa brotatíðni, þá er þetta auðvitað óviðunandi og okkur ber að taka þetta alvarlega og skoða raunverulega betur veruleikann bak við þessar tölur. Hvað þarna er raunverulega að baki, hvað er það sem tengist eins og heimilisofbeldismálum og þessu almannarými eins og miðborginni og skemmtanalífinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka föstum tökum,“ segir Helgi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður segir Helgi að ofbeldið sé líklega ekki með verra móti en áður, og að jafnvel séu hlutirnir að þróast í rétta átt. Til að mynda hafi ástandið verið mjög slæmt þegar bjórinn var leyfður fyrir tæplega þremur áratugum. „Íslendingar kunnu ekki alveg að fóta sig í þessu nýja umhverfi, þessu skemmtanalífi. Milli 1990 og 2000 vorum við að fá margvísleg ofbeldisverk en mér finnst í það heila að þetta sé að færast í rétta átt, en samt er þetta ekki orðið nógu gott hjá okkur.“ Þá segir hann að allir þurfi að taka þátt í að reyna að draga úr fjölda ofbeldisbrota. „Við þurfum að minna okkur á það sífellt að taka fast á þessu; borgararnir, lögregluyfirvöld og skemmtistaðir, að bera ábyrgð hvert á öðru. Það eru margir sem þurfa að koma þarna saman. [...] Þetta er of mikið og við eigum að taka þessu alvarlega og draga úr þessum fjölda – helst að koma í veg fyrir svona mál.“ Hlusta má á viðtalið við Helga í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59