Sjómenn samþykktu með naumindum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2017 05:00 Skipverjar á Ásbirni RE-50 voru í óðaönn að gera sig klára til að fara út þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. vísir/anton Sjómenn samþykktu í gær kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Það var mjótt á mununum en samningurinn var samþykktur með 52,4 prósent greiddra atkvæða. Það voru stressaðir fulltrúar útgerðarinnar sem biðu í húsakynnum ríkissáttasemjara meðan talning stóð yfir. Sjómenn felldu í tvígang fyrri samninga og hefur verkfall staðið yfir í rúma tvo mánuði frá því að það gerðist seinna skiptið. Það sló ekki á stressið þegar fyrir lá að kjörsókn var dræm eða um 53 prósent. Þungu fargi var létt af samningamönnum þegar niðurstaðan var kynnt. „Við erum mjög ánægð og þetta er mikill léttir. Það er stór kostur að sjómenn hafi samþykkt samning,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. „Brýnasta verkið er að koma skipunum út á sjó og ná þessari loðnu. Síðan taka við önnur mál sem hafa setið á hakanum meðan á þessu hefur staðið.“Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins.vísir/anton„Þetta var tæpt en það hafðist,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Nú tekur við vinna við samninginn og að koma honum í framkvæmd. Það er hellings vinna framundan í sambandi við fiskverðið og nýja kerfið þar.“ Þegar uppi er staðið telur Valmundur að skynsemin hafi ráðið för þegar menn greiddu atkvæði um samninginn. Hann þakkar þeim fjölmörgu sem komu að því að kynna samninginn og telur að það hafi tekist vel. Mörgum hafi snúist hugur við þá kynningu. Ýmsir voru neikvæðir í garð sjómannaforystunnar og létu þá skoðun sína í ljós. „Ég tók þá ákvörðun að láta það ekki á mig fá,“ segir Valmundur um umræðuna. Þá hafi honum sjálfum borist skeyti en hann viti lítið um innihald þeirra. „Ég skoðaði þau ekki. Menn verða bara að eiga þetta við sjálfa sig.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar niðurstöðunni. Hún segir það mikilvægt fyrir sjávarútveginn að sjómenn og útvegsmenn hafi náð saman. Þorgerður vill ekki gefa upp hvort lög hefðu verið sett á verkfallið ef niðurstaðan hefði orðið önnur. Samningurinn hafi verið samþykktur og því óþarfi að velta öðru fyrir sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15 Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Sjómenn samþykktu í gær kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Það var mjótt á mununum en samningurinn var samþykktur með 52,4 prósent greiddra atkvæða. Það voru stressaðir fulltrúar útgerðarinnar sem biðu í húsakynnum ríkissáttasemjara meðan talning stóð yfir. Sjómenn felldu í tvígang fyrri samninga og hefur verkfall staðið yfir í rúma tvo mánuði frá því að það gerðist seinna skiptið. Það sló ekki á stressið þegar fyrir lá að kjörsókn var dræm eða um 53 prósent. Þungu fargi var létt af samningamönnum þegar niðurstaðan var kynnt. „Við erum mjög ánægð og þetta er mikill léttir. Það er stór kostur að sjómenn hafi samþykkt samning,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. „Brýnasta verkið er að koma skipunum út á sjó og ná þessari loðnu. Síðan taka við önnur mál sem hafa setið á hakanum meðan á þessu hefur staðið.“Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins.vísir/anton„Þetta var tæpt en það hafðist,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Nú tekur við vinna við samninginn og að koma honum í framkvæmd. Það er hellings vinna framundan í sambandi við fiskverðið og nýja kerfið þar.“ Þegar uppi er staðið telur Valmundur að skynsemin hafi ráðið för þegar menn greiddu atkvæði um samninginn. Hann þakkar þeim fjölmörgu sem komu að því að kynna samninginn og telur að það hafi tekist vel. Mörgum hafi snúist hugur við þá kynningu. Ýmsir voru neikvæðir í garð sjómannaforystunnar og létu þá skoðun sína í ljós. „Ég tók þá ákvörðun að láta það ekki á mig fá,“ segir Valmundur um umræðuna. Þá hafi honum sjálfum borist skeyti en hann viti lítið um innihald þeirra. „Ég skoðaði þau ekki. Menn verða bara að eiga þetta við sjálfa sig.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar niðurstöðunni. Hún segir það mikilvægt fyrir sjávarútveginn að sjómenn og útvegsmenn hafi náð saman. Þorgerður vill ekki gefa upp hvort lög hefðu verið sett á verkfallið ef niðurstaðan hefði orðið önnur. Samningurinn hafi verið samþykktur og því óþarfi að velta öðru fyrir sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15 Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15
Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15
„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34
Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08