Sjómenn samþykktu með naumindum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2017 05:00 Skipverjar á Ásbirni RE-50 voru í óðaönn að gera sig klára til að fara út þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. vísir/anton Sjómenn samþykktu í gær kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Það var mjótt á mununum en samningurinn var samþykktur með 52,4 prósent greiddra atkvæða. Það voru stressaðir fulltrúar útgerðarinnar sem biðu í húsakynnum ríkissáttasemjara meðan talning stóð yfir. Sjómenn felldu í tvígang fyrri samninga og hefur verkfall staðið yfir í rúma tvo mánuði frá því að það gerðist seinna skiptið. Það sló ekki á stressið þegar fyrir lá að kjörsókn var dræm eða um 53 prósent. Þungu fargi var létt af samningamönnum þegar niðurstaðan var kynnt. „Við erum mjög ánægð og þetta er mikill léttir. Það er stór kostur að sjómenn hafi samþykkt samning,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. „Brýnasta verkið er að koma skipunum út á sjó og ná þessari loðnu. Síðan taka við önnur mál sem hafa setið á hakanum meðan á þessu hefur staðið.“Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins.vísir/anton„Þetta var tæpt en það hafðist,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Nú tekur við vinna við samninginn og að koma honum í framkvæmd. Það er hellings vinna framundan í sambandi við fiskverðið og nýja kerfið þar.“ Þegar uppi er staðið telur Valmundur að skynsemin hafi ráðið för þegar menn greiddu atkvæði um samninginn. Hann þakkar þeim fjölmörgu sem komu að því að kynna samninginn og telur að það hafi tekist vel. Mörgum hafi snúist hugur við þá kynningu. Ýmsir voru neikvæðir í garð sjómannaforystunnar og létu þá skoðun sína í ljós. „Ég tók þá ákvörðun að láta það ekki á mig fá,“ segir Valmundur um umræðuna. Þá hafi honum sjálfum borist skeyti en hann viti lítið um innihald þeirra. „Ég skoðaði þau ekki. Menn verða bara að eiga þetta við sjálfa sig.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar niðurstöðunni. Hún segir það mikilvægt fyrir sjávarútveginn að sjómenn og útvegsmenn hafi náð saman. Þorgerður vill ekki gefa upp hvort lög hefðu verið sett á verkfallið ef niðurstaðan hefði orðið önnur. Samningurinn hafi verið samþykktur og því óþarfi að velta öðru fyrir sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15 Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Sjómenn samþykktu í gær kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Það var mjótt á mununum en samningurinn var samþykktur með 52,4 prósent greiddra atkvæða. Það voru stressaðir fulltrúar útgerðarinnar sem biðu í húsakynnum ríkissáttasemjara meðan talning stóð yfir. Sjómenn felldu í tvígang fyrri samninga og hefur verkfall staðið yfir í rúma tvo mánuði frá því að það gerðist seinna skiptið. Það sló ekki á stressið þegar fyrir lá að kjörsókn var dræm eða um 53 prósent. Þungu fargi var létt af samningamönnum þegar niðurstaðan var kynnt. „Við erum mjög ánægð og þetta er mikill léttir. Það er stór kostur að sjómenn hafi samþykkt samning,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. „Brýnasta verkið er að koma skipunum út á sjó og ná þessari loðnu. Síðan taka við önnur mál sem hafa setið á hakanum meðan á þessu hefur staðið.“Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins.vísir/anton„Þetta var tæpt en það hafðist,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Nú tekur við vinna við samninginn og að koma honum í framkvæmd. Það er hellings vinna framundan í sambandi við fiskverðið og nýja kerfið þar.“ Þegar uppi er staðið telur Valmundur að skynsemin hafi ráðið för þegar menn greiddu atkvæði um samninginn. Hann þakkar þeim fjölmörgu sem komu að því að kynna samninginn og telur að það hafi tekist vel. Mörgum hafi snúist hugur við þá kynningu. Ýmsir voru neikvæðir í garð sjómannaforystunnar og létu þá skoðun sína í ljós. „Ég tók þá ákvörðun að láta það ekki á mig fá,“ segir Valmundur um umræðuna. Þá hafi honum sjálfum borist skeyti en hann viti lítið um innihald þeirra. „Ég skoðaði þau ekki. Menn verða bara að eiga þetta við sjálfa sig.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar niðurstöðunni. Hún segir það mikilvægt fyrir sjávarútveginn að sjómenn og útvegsmenn hafi náð saman. Þorgerður vill ekki gefa upp hvort lög hefðu verið sett á verkfallið ef niðurstaðan hefði orðið önnur. Samningurinn hafi verið samþykktur og því óþarfi að velta öðru fyrir sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15 Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15
Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15
„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34
Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08