Forsvarsmenn Druslugöngunnar um ummæli Óttars: „Með ólíkindum að fagaðili vogi sér að tala með þessum hætti í fjölmiðlum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 08:16 Óttar Guðmundsson geðlæknir. Vísir/Ernir Ummæli Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, um að konur geti sjálfum sér um kennt ef að nektarmyndir sem þær sjálfar hafa sent til annars aðila fara í dreifingu á netinu hafa vakið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum eftir að hann lét þau falla í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Geðlæknirinn sagði meðal annars: „Það sem einkennir konur í samskipti við netið er þessi trúgirni.“ [...] „Að konurnar, þær eru að senda af sér nektarmyndir af brjóstum eða kynfærum til einhvers sem þær treysta — einhver elskhugi sem tekur myndina og svo þegar sambandið súrnar þá náttúrulega setur hann myndina á netið og þá er konan allt í einu orðin ægilegt fórnarlamb.“ [...] „[Hún] hefur verið svikin og þvíumlíkt. En hún getur engum um kennt nema sjálfri sér því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið sjálfir.” Fjallað var um orð Óttars á vef Nútímans í gærkvöldi og þá hafa margir gagnrýnt hann bæði á Twitter og Facebook.Jahá. Síðdegisútvarpið á RÚV með viðtal við Óttar Guðmundsson þar sem hann sagði þolendur hrellikláms geta sjálfum sér um kennt.— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) February 21, 2017 það er manni sjálfum að kenna ef einhver setur nektarmynd af manni á netið "því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið, sjálfir"— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) February 22, 2017 Það er einhver mesta ráðgáta þess heims að Óttar Guðmundsson ákvað að verða geðlæknir.— Rífa sig í gang (@thorhildurhlin) February 22, 2017 Ég var í sambandi með stelpu sem sendi mér nektarmyndir. Sambandið súrnaði EN ÉG EYDDI FOKKING MYNDUNUM ÞVÍ ÉG ER EKKI ÓTTAR GEÐLÆKNIR.— Atli Viðar (@atli_vidar) February 22, 2017 Þannig hafa forsvarsmenn Druslugöngunnar, sem haldin er ár hvert hér á landinu til að berjast gegn kynferðisofbeldi, sent frá sér yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Þar segir að Óttar hafi með orðum sínum dregið úr alvarleika stafræns kynferðisofbeldis og viðhaft meiðandi orðræðu í garð þolenda: „Okkur finnst með ólíkindum að fagaðili vogi sér að tala með þessum hætti í fjölmiðlum. Að dreifa kynferðislegu efni án samþykkis er ofbeldi og það er mikilvægt að talað sé um það sem slíkt. Þegar einstaklingur deilir efni í trúnaði með annarri manneskju í gegnum netið jafngildir það því ekki að deila efninu með öllum sem nota internetið. Það að samskiptin fari fram á netinu veitir ekki afsökun til að beita ofbeldi. Stafrænt kynferðisofbeldi er alvarlegur glæpur sem hefur sambærilegar afleiðingar fyrir þolendur þess og annað kynferðisofbeldi. Rétt eins og í tengslum við annað kynferðisofbeldi er þolendasmánun (e. victim-blaming) mjög algeng í umræðu um þessi brot. Ein birtingarmynd þolendasmánunar er að varpa ábyrgð yfir á þolendur með því að gefa til kynna að þeir hafi á einhvern hátt kallað ofbeldið yfir sig. Orðræða af þessu tagi er ekki einungis meiðandi í garð þolenda heldur líka til þess fallinn að draga úr alvarleika þess að beita ofbeldi og viðhalda ranghugmyndum gerenda um að hægt sé að réttlæta brotið,“ segir í yfirlýsingu forsvarsmanna Druslugöngunnar.Mikilvægt að ekki sé talað um stafrænt kynferðisofbeldi sem sjálfsagðan hlut Þá segir þar jafnframt að ef uppræta á þetta form af ofbeldi, stafrænt kynferðisofbeldi, þá sé mikilvægt að ekki sé talað um það eins og sjálfsagðan hlut og eitthvað sem er óhjákvæmilegt að gerist. „Myndir koma sér ekki sjálfar í dreifingu, það eru gerendur sem dreifa myndum. Tölum ekki um ofbeldi sem eitthvað sem þolandi gat gefið sér að myndi gerast, því ofbeldi er aldrei sjálfsagt. Trúgirni kemur þannig því að verða fyrir ofbeldi ekkert við. Í öllum kynferðislegum samskiptum erum við að sýna traust sem hægt er að misnota. Það að traustið sé brotið og misnotað er aldrei á ábyrgð þess sem verður fyrir því. Ofbeldi verður aldrei vegna mistaka þolanda og að verða fyrir ofbeldi er ekki eitthvað sem einstaklingur þarf að læra af. Kynferðisleg samskipti fólks, hvort sem þau fara fram með því að senda nektarmyndir eða með öðrum hætti orsakar né afsakar ekki að ofbeldi sé beitt.“Stafrænt ofbeldi ekki upprætt með þeim skilaboðum til þolenda að þeir þurfi að passa sig betur Í yfirlýsingunni kemur fram að stafrænt kynferðisofbeldi verði ekki upprætt „með því að senda þau skilaboð til þolenda að þeir verði að passa sig betur, ekki frekar en annað kynferðisofbeldi. Við trúum því hinsvegar að hægt sé að draga úr þessum brotum með fræðslu og bættri umræðu innan samfélagsins, í þágu þolenda. Þegar Óttar Guðmundsson kemur fram í fjölmiðlum með þessum hætti gerir hann það ekki sem Óttar Guðmundsson, heimilisfaðir með skoðanir. Hann er að koma fram sem Óttar Guðmundsson, geðlæknir og fagaðili. Með þessari þolendasmánun er hann að fæla þolendur stafræns kynferðisofbeldi frá því að leita til fagaðila og takast á við afleiðingar ofbeldis og jafnvel ýta undir að frekari vanlíðan og fleiri brot. Það er grafalvarlegt og tilefni til að fagaðilar í hans stétt bregðist við svo fólk veigri sér ekki við því að leita til þeirra verði það fyrir ofbeldi. Þolendur verða að vita að fagaðilar standa með þeim. Að lokum viljum við segja við alla þolendur sem sífellt þurfa að hlusta á svona kjaftæði: Við munum standa með þér.“ Hér að neðan má sjá yfirlýsingu forsvarsmanna Druslugöngunnar í heild sinni og hér má hlusta á viðtalið við Óttar Guðmundsson í Síðdegisútvarpinu í gær em það hefst þegar um 15 mínútur eru liðnar af þættinum. Hér má svo lesa pistil Maríu Rúnar Bjarndóttur, lögfræðings, þar sem hún svarar Óttari. Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ummæli Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, um að konur geti sjálfum sér um kennt ef að nektarmyndir sem þær sjálfar hafa sent til annars aðila fara í dreifingu á netinu hafa vakið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum eftir að hann lét þau falla í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Geðlæknirinn sagði meðal annars: „Það sem einkennir konur í samskipti við netið er þessi trúgirni.“ [...] „Að konurnar, þær eru að senda af sér nektarmyndir af brjóstum eða kynfærum til einhvers sem þær treysta — einhver elskhugi sem tekur myndina og svo þegar sambandið súrnar þá náttúrulega setur hann myndina á netið og þá er konan allt í einu orðin ægilegt fórnarlamb.“ [...] „[Hún] hefur verið svikin og þvíumlíkt. En hún getur engum um kennt nema sjálfri sér því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið sjálfir.” Fjallað var um orð Óttars á vef Nútímans í gærkvöldi og þá hafa margir gagnrýnt hann bæði á Twitter og Facebook.Jahá. Síðdegisútvarpið á RÚV með viðtal við Óttar Guðmundsson þar sem hann sagði þolendur hrellikláms geta sjálfum sér um kennt.— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) February 21, 2017 það er manni sjálfum að kenna ef einhver setur nektarmynd af manni á netið "því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið, sjálfir"— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) February 22, 2017 Það er einhver mesta ráðgáta þess heims að Óttar Guðmundsson ákvað að verða geðlæknir.— Rífa sig í gang (@thorhildurhlin) February 22, 2017 Ég var í sambandi með stelpu sem sendi mér nektarmyndir. Sambandið súrnaði EN ÉG EYDDI FOKKING MYNDUNUM ÞVÍ ÉG ER EKKI ÓTTAR GEÐLÆKNIR.— Atli Viðar (@atli_vidar) February 22, 2017 Þannig hafa forsvarsmenn Druslugöngunnar, sem haldin er ár hvert hér á landinu til að berjast gegn kynferðisofbeldi, sent frá sér yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Þar segir að Óttar hafi með orðum sínum dregið úr alvarleika stafræns kynferðisofbeldis og viðhaft meiðandi orðræðu í garð þolenda: „Okkur finnst með ólíkindum að fagaðili vogi sér að tala með þessum hætti í fjölmiðlum. Að dreifa kynferðislegu efni án samþykkis er ofbeldi og það er mikilvægt að talað sé um það sem slíkt. Þegar einstaklingur deilir efni í trúnaði með annarri manneskju í gegnum netið jafngildir það því ekki að deila efninu með öllum sem nota internetið. Það að samskiptin fari fram á netinu veitir ekki afsökun til að beita ofbeldi. Stafrænt kynferðisofbeldi er alvarlegur glæpur sem hefur sambærilegar afleiðingar fyrir þolendur þess og annað kynferðisofbeldi. Rétt eins og í tengslum við annað kynferðisofbeldi er þolendasmánun (e. victim-blaming) mjög algeng í umræðu um þessi brot. Ein birtingarmynd þolendasmánunar er að varpa ábyrgð yfir á þolendur með því að gefa til kynna að þeir hafi á einhvern hátt kallað ofbeldið yfir sig. Orðræða af þessu tagi er ekki einungis meiðandi í garð þolenda heldur líka til þess fallinn að draga úr alvarleika þess að beita ofbeldi og viðhalda ranghugmyndum gerenda um að hægt sé að réttlæta brotið,“ segir í yfirlýsingu forsvarsmanna Druslugöngunnar.Mikilvægt að ekki sé talað um stafrænt kynferðisofbeldi sem sjálfsagðan hlut Þá segir þar jafnframt að ef uppræta á þetta form af ofbeldi, stafrænt kynferðisofbeldi, þá sé mikilvægt að ekki sé talað um það eins og sjálfsagðan hlut og eitthvað sem er óhjákvæmilegt að gerist. „Myndir koma sér ekki sjálfar í dreifingu, það eru gerendur sem dreifa myndum. Tölum ekki um ofbeldi sem eitthvað sem þolandi gat gefið sér að myndi gerast, því ofbeldi er aldrei sjálfsagt. Trúgirni kemur þannig því að verða fyrir ofbeldi ekkert við. Í öllum kynferðislegum samskiptum erum við að sýna traust sem hægt er að misnota. Það að traustið sé brotið og misnotað er aldrei á ábyrgð þess sem verður fyrir því. Ofbeldi verður aldrei vegna mistaka þolanda og að verða fyrir ofbeldi er ekki eitthvað sem einstaklingur þarf að læra af. Kynferðisleg samskipti fólks, hvort sem þau fara fram með því að senda nektarmyndir eða með öðrum hætti orsakar né afsakar ekki að ofbeldi sé beitt.“Stafrænt ofbeldi ekki upprætt með þeim skilaboðum til þolenda að þeir þurfi að passa sig betur Í yfirlýsingunni kemur fram að stafrænt kynferðisofbeldi verði ekki upprætt „með því að senda þau skilaboð til þolenda að þeir verði að passa sig betur, ekki frekar en annað kynferðisofbeldi. Við trúum því hinsvegar að hægt sé að draga úr þessum brotum með fræðslu og bættri umræðu innan samfélagsins, í þágu þolenda. Þegar Óttar Guðmundsson kemur fram í fjölmiðlum með þessum hætti gerir hann það ekki sem Óttar Guðmundsson, heimilisfaðir með skoðanir. Hann er að koma fram sem Óttar Guðmundsson, geðlæknir og fagaðili. Með þessari þolendasmánun er hann að fæla þolendur stafræns kynferðisofbeldi frá því að leita til fagaðila og takast á við afleiðingar ofbeldis og jafnvel ýta undir að frekari vanlíðan og fleiri brot. Það er grafalvarlegt og tilefni til að fagaðilar í hans stétt bregðist við svo fólk veigri sér ekki við því að leita til þeirra verði það fyrir ofbeldi. Þolendur verða að vita að fagaðilar standa með þeim. Að lokum viljum við segja við alla þolendur sem sífellt þurfa að hlusta á svona kjaftæði: Við munum standa með þér.“ Hér að neðan má sjá yfirlýsingu forsvarsmanna Druslugöngunnar í heild sinni og hér má hlusta á viðtalið við Óttar Guðmundsson í Síðdegisútvarpinu í gær em það hefst þegar um 15 mínútur eru liðnar af þættinum. Hér má svo lesa pistil Maríu Rúnar Bjarndóttur, lögfræðings, þar sem hún svarar Óttari.
Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira