Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Sveinn Arnarsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Staðan á vinnumarkaði verður mjög flókin ef samningar verða opnaðir að nýju. vísir/vilhelm Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman í gær til að ræða stöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mögulegan forsendubrest samninganna. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í fyrradag til að fara yfir forsendur samninganna en niðurstöðu viðræðna þeirra er að vænta í lok mánaðarins. Þrjár forsendur eru í samþykktum kjarasamningi frá vorinu 2015. Í fyrsta lagi um efndir um félagslegar íbúðir, aukið framboð húsnæðis, lækkun byggingarkostnaðar, stuðning við almennan leigumarkað og stuðning við kaup á fyrstu íbúð. Í annan stað um að launahækkanir samnings ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samninga og í þriðja lagi um aukinn kaupmátt á samningstímanum.Halldór Benjamín ÞorbergssonForseti og báðir varaforsetar Alþýðusambandsins hafa látið í veðri vaka að forsendur væru brostnar og samningar gætu opnast í byrjun mars. Hækkun kjararáðs á launum kjörinna fulltrúa hefur þar haft mikið að segja og farið þversum ofan í launþegahreyfinguna. Fjórir einstaklingar sitja í forsendunefnd ASÍ og SA, tveir frá hvorum aðila. Mun hópurinn samkvæmt kjarasamningnum hafa tíma til 28. febrúar til að svara því hvort forsendur samnings haldi eða ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ekki tímabært að ræða það hvað hafi komið út úr fundi forsendunefndar. „Við funduðum á þriðjudag um stöðu mála. Við munum síðan hafa tíma til loka mánaðarins til að senda frá okkur niðurstöðu. Á meðan svo er mun ég ekki tjá mig um efni fundarins,“ segir Halldór Benjamín. Samninganefnd ASÍ kom einnig saman í gær til að ræða þá stöðu sem er uppi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þungt hljóð í fulltrúum launþega. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, segir ekki tímabært að ræða við fjölmiðla eins og staðan er núna. „Nú hafa bæði forsendunefndin og samninganefnd ASÍ komið saman. Nú verðum við að ræða við fólkið okkar, baklandið, og heyra frá þeim hvernig þau líta á stöðuna,“ segir Björn. Þó að niðurstaðan verði sú að forsendur séu brostnar getur verið biðleikur að fresta samningsgerð um eitt ár. Margir launþegar hafi í verkfalli sjómanna þurft að taka á sig miklar skerðingar. Erfitt væri fyrir fólk í fiskvinnslu að fara í langt verkfall eftir það sem á undan hafi gengið. Einnig eru stórir hópar með opna samninga á árinu. Til að mynda kennarar, læknar og BHM. Að mati sumra innan Alþýðusambandsins gæti verið sniðugt að leyfa þessum hópum að byrja baráttuna. Því gæti Alþýðusambandið fylgt í kjölfarið í febrúar að ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman í gær til að ræða stöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mögulegan forsendubrest samninganna. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í fyrradag til að fara yfir forsendur samninganna en niðurstöðu viðræðna þeirra er að vænta í lok mánaðarins. Þrjár forsendur eru í samþykktum kjarasamningi frá vorinu 2015. Í fyrsta lagi um efndir um félagslegar íbúðir, aukið framboð húsnæðis, lækkun byggingarkostnaðar, stuðning við almennan leigumarkað og stuðning við kaup á fyrstu íbúð. Í annan stað um að launahækkanir samnings ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samninga og í þriðja lagi um aukinn kaupmátt á samningstímanum.Halldór Benjamín ÞorbergssonForseti og báðir varaforsetar Alþýðusambandsins hafa látið í veðri vaka að forsendur væru brostnar og samningar gætu opnast í byrjun mars. Hækkun kjararáðs á launum kjörinna fulltrúa hefur þar haft mikið að segja og farið þversum ofan í launþegahreyfinguna. Fjórir einstaklingar sitja í forsendunefnd ASÍ og SA, tveir frá hvorum aðila. Mun hópurinn samkvæmt kjarasamningnum hafa tíma til 28. febrúar til að svara því hvort forsendur samnings haldi eða ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ekki tímabært að ræða það hvað hafi komið út úr fundi forsendunefndar. „Við funduðum á þriðjudag um stöðu mála. Við munum síðan hafa tíma til loka mánaðarins til að senda frá okkur niðurstöðu. Á meðan svo er mun ég ekki tjá mig um efni fundarins,“ segir Halldór Benjamín. Samninganefnd ASÍ kom einnig saman í gær til að ræða þá stöðu sem er uppi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þungt hljóð í fulltrúum launþega. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, segir ekki tímabært að ræða við fjölmiðla eins og staðan er núna. „Nú hafa bæði forsendunefndin og samninganefnd ASÍ komið saman. Nú verðum við að ræða við fólkið okkar, baklandið, og heyra frá þeim hvernig þau líta á stöðuna,“ segir Björn. Þó að niðurstaðan verði sú að forsendur séu brostnar getur verið biðleikur að fresta samningsgerð um eitt ár. Margir launþegar hafi í verkfalli sjómanna þurft að taka á sig miklar skerðingar. Erfitt væri fyrir fólk í fiskvinnslu að fara í langt verkfall eftir það sem á undan hafi gengið. Einnig eru stórir hópar með opna samninga á árinu. Til að mynda kennarar, læknar og BHM. Að mati sumra innan Alþýðusambandsins gæti verið sniðugt að leyfa þessum hópum að byrja baráttuna. Því gæti Alþýðusambandið fylgt í kjölfarið í febrúar að ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira