Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2017 21:03 Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. Samkvæmt frumvarpsdrögunum eru settar reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafrettum, eða rafsígarettum eins og fyrirbærið er kallað í drögunum. Óheimilit verður að nota rafrettur í þjónusturýmum stofnana og fyrirtækja, á veitinga- og skemmtistöðum, í skólum og víðar. Þá verður bannað að selja fólki yngra en átján ára rafrettur og sömuleiðis verður óheimilit að auglýsa þær. Með öðrum orðum verða rafrettur flokkaðar eins og sígarettur. „Ég fagna því að fólk geti hætt að reykja með rafrettum, en við þurfum að vernda aðra aðila. Núna sjáum við að ungmenni eru farin að nota rafrettur í auknum mæli, án þess að hafa nokkurn tíma reykt,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Viðar segir að kallað hafi verið eftir ramma utan um rafrettur, ekki síst úr skólasamfélaginu. Auk þess tryggi breytingarnar að tækin sjálf séu örugg og sömuleiðis vökvinn sem notaður er. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir segir að með frumvarpinu sé verið að takmarka aðgengi fólks að tæki sem hjálpað hafi milljónum reykingamanna um allan heim að hætta að reykja. „Við erum að missa af mjög hentugu skipulagi til að koma á skynsömum reglum, það er það sem við erum að missa af. Við erum að missa af tækifæri til þess að ráðleggja fólki að nota eitthvað það sem er mesta og besta tól sem ég hef séð síðan. Við erum að missa af því tækifæri,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir. Hann líkt og margir aðrir fagnar því að hér sé kominn vísir að skipulagi um notkun rafretta. „Ramma þurfum við, auvitað, en ekki þetta. Þetta er einfaldlega stórslys,“ segir Guðmundur. Heildarendurskoðun á tóbaksvarnarlögum stendur nú yfir. Þetta nýja frumvarp, sem lagt verður fram á núverandi þingi, er liður í því. Um er að ræða fyrstu drög og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Rafrettur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. Samkvæmt frumvarpsdrögunum eru settar reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafrettum, eða rafsígarettum eins og fyrirbærið er kallað í drögunum. Óheimilit verður að nota rafrettur í þjónusturýmum stofnana og fyrirtækja, á veitinga- og skemmtistöðum, í skólum og víðar. Þá verður bannað að selja fólki yngra en átján ára rafrettur og sömuleiðis verður óheimilit að auglýsa þær. Með öðrum orðum verða rafrettur flokkaðar eins og sígarettur. „Ég fagna því að fólk geti hætt að reykja með rafrettum, en við þurfum að vernda aðra aðila. Núna sjáum við að ungmenni eru farin að nota rafrettur í auknum mæli, án þess að hafa nokkurn tíma reykt,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Viðar segir að kallað hafi verið eftir ramma utan um rafrettur, ekki síst úr skólasamfélaginu. Auk þess tryggi breytingarnar að tækin sjálf séu örugg og sömuleiðis vökvinn sem notaður er. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir segir að með frumvarpinu sé verið að takmarka aðgengi fólks að tæki sem hjálpað hafi milljónum reykingamanna um allan heim að hætta að reykja. „Við erum að missa af mjög hentugu skipulagi til að koma á skynsömum reglum, það er það sem við erum að missa af. Við erum að missa af tækifæri til þess að ráðleggja fólki að nota eitthvað það sem er mesta og besta tól sem ég hef séð síðan. Við erum að missa af því tækifæri,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir. Hann líkt og margir aðrir fagnar því að hér sé kominn vísir að skipulagi um notkun rafretta. „Ramma þurfum við, auvitað, en ekki þetta. Þetta er einfaldlega stórslys,“ segir Guðmundur. Heildarendurskoðun á tóbaksvarnarlögum stendur nú yfir. Þetta nýja frumvarp, sem lagt verður fram á núverandi þingi, er liður í því. Um er að ræða fyrstu drög og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast.
Rafrettur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira