Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Karlmaður lést í Silfru á sunnudaginn eftir að hann hafði verið að snorkla þar með hópi fólks. Þjóðgarðsvörður vill taka upp stífara eftirlit. vísir/gva Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur undir með starfsmönnum Þingvallaþjóðgarðs sem hafa bent á að skoða þurfi betur aukna stýringu í Silfru til að afstýra sem mest má hörmulegum slysum á borð við það sem varð um helgina þar sem ferðamaður á vegum ferðaþjónustufyrirtækis lét lífið. Þetta segir í svari Bjartar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.vísir/vilhelmBjört segir að þessi mál séu til skoðunar hjá Þingvallaþjóðgarði sem hafi unnið að frumvarpi um starfsemi innan garðsins. Þau frumvarpsdrög séu væntanleg til ráðuneytisins. „Brýnt er að skerpa á því hvernig ferðaþjónustuaðilar nýta sér svæði innan þjóðgarðsins með þeirri miklu aukningu á aðsókn sem verið hefur undanfarin misseri og áfram er útlit fyrir að verði,“ segir í svarinu. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, vill taka upp eftirlit við Silfru með öryggisvörðum sem stæðu vaktir þar. Til að standa undir kostnaði við slíkt eftirlit þyrfti þjóðgarðurinn að hækka gjald fyrir köfun úr 1.000 krónum í 1.500 krónur. „Öryggismálin snúa að Samgöngustofu og með því að hækka gjaldið um 500 krónur þá er hægt að fá laun fyrir tvo menn sem á vöktum gætu staðið þarna,“ segir Ólafur. Hann segist hafa átt marga góða fundi um þetta með Samgöngustofu og fleiri fundir verði haldnir á næstunni. Þjóðgarðurinn hafi fengið fyrirtæki sem heitir Lota til þess að gera úttekt á því hvernig staðið yrði að svona eftirliti með valdheimildum. Hann vilji leggja þá úttekt fram á næsta fundi með Samgöngustofu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir hins vegar að hinn stjórnsýslulegi eftirlitsþáttur Samgöngustofu nái ekki til þess að vera með eftirlitsmenn við ferðaþjónustufyrirtæki, enda væri það víðtækara en hlutverk Samgöngustofu í dag. „Þá þyrftum við að vera með eftirlit við Jökulsárlón og öll „river rafting“-fyrirtæki og á öllum bryggjum þar sem stundaðar eru hvalaskoðunarferðir eða útsýnissiglingar. Þetta væri þá orðið mjög víðtækt,“ segir Þórhildur Elín. Samgöngustofa heyrir undir samgönguráðherra. Jón Gunnarsson, ráðherra málaflokksins, segist vera að afla sér upplýsinga um málið úr ráðuneytinu og frá Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur undir með starfsmönnum Þingvallaþjóðgarðs sem hafa bent á að skoða þurfi betur aukna stýringu í Silfru til að afstýra sem mest má hörmulegum slysum á borð við það sem varð um helgina þar sem ferðamaður á vegum ferðaþjónustufyrirtækis lét lífið. Þetta segir í svari Bjartar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.vísir/vilhelmBjört segir að þessi mál séu til skoðunar hjá Þingvallaþjóðgarði sem hafi unnið að frumvarpi um starfsemi innan garðsins. Þau frumvarpsdrög séu væntanleg til ráðuneytisins. „Brýnt er að skerpa á því hvernig ferðaþjónustuaðilar nýta sér svæði innan þjóðgarðsins með þeirri miklu aukningu á aðsókn sem verið hefur undanfarin misseri og áfram er útlit fyrir að verði,“ segir í svarinu. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, vill taka upp eftirlit við Silfru með öryggisvörðum sem stæðu vaktir þar. Til að standa undir kostnaði við slíkt eftirlit þyrfti þjóðgarðurinn að hækka gjald fyrir köfun úr 1.000 krónum í 1.500 krónur. „Öryggismálin snúa að Samgöngustofu og með því að hækka gjaldið um 500 krónur þá er hægt að fá laun fyrir tvo menn sem á vöktum gætu staðið þarna,“ segir Ólafur. Hann segist hafa átt marga góða fundi um þetta með Samgöngustofu og fleiri fundir verði haldnir á næstunni. Þjóðgarðurinn hafi fengið fyrirtæki sem heitir Lota til þess að gera úttekt á því hvernig staðið yrði að svona eftirliti með valdheimildum. Hann vilji leggja þá úttekt fram á næsta fundi með Samgöngustofu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir hins vegar að hinn stjórnsýslulegi eftirlitsþáttur Samgöngustofu nái ekki til þess að vera með eftirlitsmenn við ferðaþjónustufyrirtæki, enda væri það víðtækara en hlutverk Samgöngustofu í dag. „Þá þyrftum við að vera með eftirlit við Jökulsárlón og öll „river rafting“-fyrirtæki og á öllum bryggjum þar sem stundaðar eru hvalaskoðunarferðir eða útsýnissiglingar. Þetta væri þá orðið mjög víðtækt,“ segir Þórhildur Elín. Samgöngustofa heyrir undir samgönguráðherra. Jón Gunnarsson, ráðherra málaflokksins, segist vera að afla sér upplýsinga um málið úr ráðuneytinu og frá Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44
Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12