Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Karlmaður lést í Silfru á sunnudaginn eftir að hann hafði verið að snorkla þar með hópi fólks. Þjóðgarðsvörður vill taka upp stífara eftirlit. vísir/gva Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur undir með starfsmönnum Þingvallaþjóðgarðs sem hafa bent á að skoða þurfi betur aukna stýringu í Silfru til að afstýra sem mest má hörmulegum slysum á borð við það sem varð um helgina þar sem ferðamaður á vegum ferðaþjónustufyrirtækis lét lífið. Þetta segir í svari Bjartar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.vísir/vilhelmBjört segir að þessi mál séu til skoðunar hjá Þingvallaþjóðgarði sem hafi unnið að frumvarpi um starfsemi innan garðsins. Þau frumvarpsdrög séu væntanleg til ráðuneytisins. „Brýnt er að skerpa á því hvernig ferðaþjónustuaðilar nýta sér svæði innan þjóðgarðsins með þeirri miklu aukningu á aðsókn sem verið hefur undanfarin misseri og áfram er útlit fyrir að verði,“ segir í svarinu. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, vill taka upp eftirlit við Silfru með öryggisvörðum sem stæðu vaktir þar. Til að standa undir kostnaði við slíkt eftirlit þyrfti þjóðgarðurinn að hækka gjald fyrir köfun úr 1.000 krónum í 1.500 krónur. „Öryggismálin snúa að Samgöngustofu og með því að hækka gjaldið um 500 krónur þá er hægt að fá laun fyrir tvo menn sem á vöktum gætu staðið þarna,“ segir Ólafur. Hann segist hafa átt marga góða fundi um þetta með Samgöngustofu og fleiri fundir verði haldnir á næstunni. Þjóðgarðurinn hafi fengið fyrirtæki sem heitir Lota til þess að gera úttekt á því hvernig staðið yrði að svona eftirliti með valdheimildum. Hann vilji leggja þá úttekt fram á næsta fundi með Samgöngustofu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir hins vegar að hinn stjórnsýslulegi eftirlitsþáttur Samgöngustofu nái ekki til þess að vera með eftirlitsmenn við ferðaþjónustufyrirtæki, enda væri það víðtækara en hlutverk Samgöngustofu í dag. „Þá þyrftum við að vera með eftirlit við Jökulsárlón og öll „river rafting“-fyrirtæki og á öllum bryggjum þar sem stundaðar eru hvalaskoðunarferðir eða útsýnissiglingar. Þetta væri þá orðið mjög víðtækt,“ segir Þórhildur Elín. Samgöngustofa heyrir undir samgönguráðherra. Jón Gunnarsson, ráðherra málaflokksins, segist vera að afla sér upplýsinga um málið úr ráðuneytinu og frá Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur undir með starfsmönnum Þingvallaþjóðgarðs sem hafa bent á að skoða þurfi betur aukna stýringu í Silfru til að afstýra sem mest má hörmulegum slysum á borð við það sem varð um helgina þar sem ferðamaður á vegum ferðaþjónustufyrirtækis lét lífið. Þetta segir í svari Bjartar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.vísir/vilhelmBjört segir að þessi mál séu til skoðunar hjá Þingvallaþjóðgarði sem hafi unnið að frumvarpi um starfsemi innan garðsins. Þau frumvarpsdrög séu væntanleg til ráðuneytisins. „Brýnt er að skerpa á því hvernig ferðaþjónustuaðilar nýta sér svæði innan þjóðgarðsins með þeirri miklu aukningu á aðsókn sem verið hefur undanfarin misseri og áfram er útlit fyrir að verði,“ segir í svarinu. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, vill taka upp eftirlit við Silfru með öryggisvörðum sem stæðu vaktir þar. Til að standa undir kostnaði við slíkt eftirlit þyrfti þjóðgarðurinn að hækka gjald fyrir köfun úr 1.000 krónum í 1.500 krónur. „Öryggismálin snúa að Samgöngustofu og með því að hækka gjaldið um 500 krónur þá er hægt að fá laun fyrir tvo menn sem á vöktum gætu staðið þarna,“ segir Ólafur. Hann segist hafa átt marga góða fundi um þetta með Samgöngustofu og fleiri fundir verði haldnir á næstunni. Þjóðgarðurinn hafi fengið fyrirtæki sem heitir Lota til þess að gera úttekt á því hvernig staðið yrði að svona eftirliti með valdheimildum. Hann vilji leggja þá úttekt fram á næsta fundi með Samgöngustofu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir hins vegar að hinn stjórnsýslulegi eftirlitsþáttur Samgöngustofu nái ekki til þess að vera með eftirlitsmenn við ferðaþjónustufyrirtæki, enda væri það víðtækara en hlutverk Samgöngustofu í dag. „Þá þyrftum við að vera með eftirlit við Jökulsárlón og öll „river rafting“-fyrirtæki og á öllum bryggjum þar sem stundaðar eru hvalaskoðunarferðir eða útsýnissiglingar. Þetta væri þá orðið mjög víðtækt,“ segir Þórhildur Elín. Samgöngustofa heyrir undir samgönguráðherra. Jón Gunnarsson, ráðherra málaflokksins, segist vera að afla sér upplýsinga um málið úr ráðuneytinu og frá Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44
Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12