Innlent

Guðni og Eliza boðin til Noregs

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stutt er síðan Guðni og Eliza heimsóttu Margréti og Henrik til Danmerkur.
Stutt er síðan Guðni og Eliza heimsóttu Margréti og Henrik til Danmerkur. vísir/AFP

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú munu fara í opinbera heimsókn til Noregs í boði Haralds V. Noregskonungs 21.-23. mars næstkomandi. Í ferðinni munu forsetahjónin heimsækja Ósló og Bergen.



Þetta er fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja Íslands til Noregs í tvo áratugi. Meðal þess sem forsetahjónin munu aðhafast er að heimsækja norska þjóðarbókasafnið og þá mun Guðni halda fyrirlestur í háskólanum í Ósló. Erna Solberg, forsætisráðherra landsins, mun einnig taka á móti hjónunum og hafa kvöldverð þeim til heiðurs.



Í tilkynningu á heimasíðu norska forsætisráðuneytisins segir að markmið heimsóknarinnar sé meðal annars að tryggja þau vinabönd sem lengi hafa ríkt á milli Íslands og Noregs.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×