Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, er ekki ánægð með Óttarr Proppé. vísir/gva/ernir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, er ósátt við stjórnvöld fyrir að veita ekki nægt fé til lyfjakaupa fyrir krabbameinssjúklinga. Segir hún Óttar Proppé svíkja loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að Ísland væri eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kæmi að upptöku nýrra krabbameinslyfja. Við þetta er Ragnheiður ósátt. „Það er mjög leitt að við getum ekki verið á pari við hin Norðurlöndin og boðið okkar skjólstæðingum upp á bestu mögulegu lyfin sem völ er á, sem er í raun stjórnarskrárvarinn réttur okkar,“ segir Ragnheiður. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í gær að málaflokkurinn hefði farið alvarlega fram úr áætlunum en skoðað væri hvort auka ætti innspýtingu í hann. Björt framtíð svaraði Krafti fyrir kosningar á þá leið að krabbameinssjúklingar ættu skilið að fá bestu mögulegu lyf við kvillum sínum. „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis lyfjamála eða fjárhagsstöðu, eins og nú er,“ segir í svari Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar „Þetta loforð Bjartrar framtíðar er mjög skýrt og það á að standa við gefin loforð. Við hjá Krafti erum ósátt við að krabbameinssjúklingar séu settir svona aftarlega í röðina. Stjórnvöld hafa gortað af því á tyllidögum að vera velferðarsamfélag. Það er ekki svo í raun ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin,“ bætir Ragnheiður við. Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hafi farið utan og dvalið þar langdvölum meðan á meðferð stendur til að eiga þess kost að fá nýrri lyf við sjúkdómi sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, er ósátt við stjórnvöld fyrir að veita ekki nægt fé til lyfjakaupa fyrir krabbameinssjúklinga. Segir hún Óttar Proppé svíkja loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að Ísland væri eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kæmi að upptöku nýrra krabbameinslyfja. Við þetta er Ragnheiður ósátt. „Það er mjög leitt að við getum ekki verið á pari við hin Norðurlöndin og boðið okkar skjólstæðingum upp á bestu mögulegu lyfin sem völ er á, sem er í raun stjórnarskrárvarinn réttur okkar,“ segir Ragnheiður. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í gær að málaflokkurinn hefði farið alvarlega fram úr áætlunum en skoðað væri hvort auka ætti innspýtingu í hann. Björt framtíð svaraði Krafti fyrir kosningar á þá leið að krabbameinssjúklingar ættu skilið að fá bestu mögulegu lyf við kvillum sínum. „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis lyfjamála eða fjárhagsstöðu, eins og nú er,“ segir í svari Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar „Þetta loforð Bjartrar framtíðar er mjög skýrt og það á að standa við gefin loforð. Við hjá Krafti erum ósátt við að krabbameinssjúklingar séu settir svona aftarlega í röðina. Stjórnvöld hafa gortað af því á tyllidögum að vera velferðarsamfélag. Það er ekki svo í raun ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin,“ bætir Ragnheiður við. Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hafi farið utan og dvalið þar langdvölum meðan á meðferð stendur til að eiga þess kost að fá nýrri lyf við sjúkdómi sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00