Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, er ekki ánægð með Óttarr Proppé. vísir/gva/ernir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, er ósátt við stjórnvöld fyrir að veita ekki nægt fé til lyfjakaupa fyrir krabbameinssjúklinga. Segir hún Óttar Proppé svíkja loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að Ísland væri eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kæmi að upptöku nýrra krabbameinslyfja. Við þetta er Ragnheiður ósátt. „Það er mjög leitt að við getum ekki verið á pari við hin Norðurlöndin og boðið okkar skjólstæðingum upp á bestu mögulegu lyfin sem völ er á, sem er í raun stjórnarskrárvarinn réttur okkar,“ segir Ragnheiður. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í gær að málaflokkurinn hefði farið alvarlega fram úr áætlunum en skoðað væri hvort auka ætti innspýtingu í hann. Björt framtíð svaraði Krafti fyrir kosningar á þá leið að krabbameinssjúklingar ættu skilið að fá bestu mögulegu lyf við kvillum sínum. „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis lyfjamála eða fjárhagsstöðu, eins og nú er,“ segir í svari Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar „Þetta loforð Bjartrar framtíðar er mjög skýrt og það á að standa við gefin loforð. Við hjá Krafti erum ósátt við að krabbameinssjúklingar séu settir svona aftarlega í röðina. Stjórnvöld hafa gortað af því á tyllidögum að vera velferðarsamfélag. Það er ekki svo í raun ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin,“ bætir Ragnheiður við. Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hafi farið utan og dvalið þar langdvölum meðan á meðferð stendur til að eiga þess kost að fá nýrri lyf við sjúkdómi sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, er ósátt við stjórnvöld fyrir að veita ekki nægt fé til lyfjakaupa fyrir krabbameinssjúklinga. Segir hún Óttar Proppé svíkja loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að Ísland væri eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kæmi að upptöku nýrra krabbameinslyfja. Við þetta er Ragnheiður ósátt. „Það er mjög leitt að við getum ekki verið á pari við hin Norðurlöndin og boðið okkar skjólstæðingum upp á bestu mögulegu lyfin sem völ er á, sem er í raun stjórnarskrárvarinn réttur okkar,“ segir Ragnheiður. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í gær að málaflokkurinn hefði farið alvarlega fram úr áætlunum en skoðað væri hvort auka ætti innspýtingu í hann. Björt framtíð svaraði Krafti fyrir kosningar á þá leið að krabbameinssjúklingar ættu skilið að fá bestu mögulegu lyf við kvillum sínum. „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis lyfjamála eða fjárhagsstöðu, eins og nú er,“ segir í svari Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar „Þetta loforð Bjartrar framtíðar er mjög skýrt og það á að standa við gefin loforð. Við hjá Krafti erum ósátt við að krabbameinssjúklingar séu settir svona aftarlega í röðina. Stjórnvöld hafa gortað af því á tyllidögum að vera velferðarsamfélag. Það er ekki svo í raun ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin,“ bætir Ragnheiður við. Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hafi farið utan og dvalið þar langdvölum meðan á meðferð stendur til að eiga þess kost að fá nýrri lyf við sjúkdómi sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00