Ásta Guðrún: Launin mín eru ekki vandamálið heldur fasteignamarkaðurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2017 15:50 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan í kjölfar ummæla sinna um eigin getu til húsnæðiskaupa í Silfrinu í hádeginu hafi farið að snúast um hennar eigin fjárhag, í staðinn fyrir vandamálin sem steðja að fasteignamarkaðinum.Var rætt um húsnæðisvanda ungs fólks og lýsti Ásta persónulegri reynslu sinni af fasteignamarkaðinum. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í samtali við Vísi segir Ásta að sér finnist umræðan hafi misst marks, þar sem hún hafi verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Mér finnst leiðinlegt að umræðan fari að snúast um mín kaup og kjör sem þingmaður frekar en þann raunverulegan vanda sem við búum við.“ „Fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent á undanförnum sex, sjö árum og það er verið að spá 30 prósent hækkun á næstu þremur árum. Við erum bara að sjá fram á það að lítil tveggja herbergha íbúð, sem kostaði kannski fyrir nokkrum árum 20 milljónir er núna komin á 30 milljónir.“ „Þetta náttúrulega bara er allt annað. Þú þarft ennþá að eiga 20 prósent fyrir útborguninni og 20 prósent af 30 milljónum eru fimm milljónir en ekki tvær. Það er ekki hlaupið að því fyrir neinn að redda fimm milljónum bara sísvona.“ „Umræðan snerist um aðgengi ungs fólks að fasteignamarkaðinum, þar sem leiguverð hefur hækkað á sama tíma og fasteignaverð hefur hækkað, sem gerir ungu fólki erfiðara fyrir.“ Ásta segir að hún hafi ekki yfir neinu að kvarta þegar kemur að launum sínum. „Það er leiðinlegt að þetta fari að snúast um þingfarakaupið mitt, það er ekkert sem ég hef áhrif á, það er kjararáð sem ákveður það.“ „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum.“Ásta Pírati sér ekki fram á að eiga efni á íbúð. Með 1.5 milljónir á mánuði. 18 á ári. Hvað kosta klukkutíminn á Ground Zero? #silfrið— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017 @DagurHjartarson Erm, ég er ekki með 1.5 milljónir á mánuði. Síðasati launaseðill sem ég fékk var upp á 800 þúsund útborgað.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017 Húsnæðismál Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan í kjölfar ummæla sinna um eigin getu til húsnæðiskaupa í Silfrinu í hádeginu hafi farið að snúast um hennar eigin fjárhag, í staðinn fyrir vandamálin sem steðja að fasteignamarkaðinum.Var rætt um húsnæðisvanda ungs fólks og lýsti Ásta persónulegri reynslu sinni af fasteignamarkaðinum. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í samtali við Vísi segir Ásta að sér finnist umræðan hafi misst marks, þar sem hún hafi verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Mér finnst leiðinlegt að umræðan fari að snúast um mín kaup og kjör sem þingmaður frekar en þann raunverulegan vanda sem við búum við.“ „Fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent á undanförnum sex, sjö árum og það er verið að spá 30 prósent hækkun á næstu þremur árum. Við erum bara að sjá fram á það að lítil tveggja herbergha íbúð, sem kostaði kannski fyrir nokkrum árum 20 milljónir er núna komin á 30 milljónir.“ „Þetta náttúrulega bara er allt annað. Þú þarft ennþá að eiga 20 prósent fyrir útborguninni og 20 prósent af 30 milljónum eru fimm milljónir en ekki tvær. Það er ekki hlaupið að því fyrir neinn að redda fimm milljónum bara sísvona.“ „Umræðan snerist um aðgengi ungs fólks að fasteignamarkaðinum, þar sem leiguverð hefur hækkað á sama tíma og fasteignaverð hefur hækkað, sem gerir ungu fólki erfiðara fyrir.“ Ásta segir að hún hafi ekki yfir neinu að kvarta þegar kemur að launum sínum. „Það er leiðinlegt að þetta fari að snúast um þingfarakaupið mitt, það er ekkert sem ég hef áhrif á, það er kjararáð sem ákveður það.“ „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum.“Ásta Pírati sér ekki fram á að eiga efni á íbúð. Með 1.5 milljónir á mánuði. 18 á ári. Hvað kosta klukkutíminn á Ground Zero? #silfrið— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017 @DagurHjartarson Erm, ég er ekki með 1.5 milljónir á mánuði. Síðasati launaseðill sem ég fékk var upp á 800 þúsund útborgað.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017
Húsnæðismál Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira