Heimir: Þetta er miklu meira en einhver vináttuleikur fyrir Mexíkó Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Heimir Hallgrímsson býst við erfiðum leik. vísir/getty Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik á fimmtudaginn en leikurinn fer fram í Las Vegas. Það verður sérstök stund fyrir Mexíkóa að spila í Bandaríkjunum á þessum tíma í ljósi framtíðaráforma Bandaríkjaforseta. Donald Trump byggði stóran hluta kosningabaráttu sinnar á hugmynd um risastóran og langan vegg sem hann ætlar að láta reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að takmarka og helst stöðva ólöglega innflytjendur þaðan. Eðlilega finnst Mexíkóum þeir ekki vera velkomnir í landi hinna frjálsu með Trump í hvíta húsinu.Sjá einnig:Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Það virðist ljóst að Mexíkó sýnir þessum leik og þessum viðburði mikla virðingu en í hópnum eru reynsluboltar á borð við Rafael Marquez, fyrrverandi leikmanna Barcelona. „Við erum raunsæir,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður í Akraborginni hverjar vonir og væntingar þjálfarateymisins til leiksins eru. „Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari] tók saman landsleiki Mexíkóa. Þeir eru með yfir 500 landsleiki á meðan við rétt slefum í 20. Það er ólíku saman að jafna.“ „Það verða miklar tilfinningar í þessum leik hjá Mexíkó fyrst þeir eru að spila í Bandaríkjunum. Það verður mikil samstaða hjá þeim. Þetta er miklu meira en bara einhver vináttuleikur fyrir þá,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segist gera sér grein fyrir að um erfiðan leik verður að ræða og vonast bara til að íslensku strákarnir sýni honum eitthvað í Las Vegas. „Væntingarnar eru meira upp á frammistöðu en úrslit hjá okkur. Við viljum sjá leikmenn sýna sitt besta. Meira förum við ekki fram á,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Donald Trump HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik á fimmtudaginn en leikurinn fer fram í Las Vegas. Það verður sérstök stund fyrir Mexíkóa að spila í Bandaríkjunum á þessum tíma í ljósi framtíðaráforma Bandaríkjaforseta. Donald Trump byggði stóran hluta kosningabaráttu sinnar á hugmynd um risastóran og langan vegg sem hann ætlar að láta reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að takmarka og helst stöðva ólöglega innflytjendur þaðan. Eðlilega finnst Mexíkóum þeir ekki vera velkomnir í landi hinna frjálsu með Trump í hvíta húsinu.Sjá einnig:Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Það virðist ljóst að Mexíkó sýnir þessum leik og þessum viðburði mikla virðingu en í hópnum eru reynsluboltar á borð við Rafael Marquez, fyrrverandi leikmanna Barcelona. „Við erum raunsæir,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður í Akraborginni hverjar vonir og væntingar þjálfarateymisins til leiksins eru. „Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari] tók saman landsleiki Mexíkóa. Þeir eru með yfir 500 landsleiki á meðan við rétt slefum í 20. Það er ólíku saman að jafna.“ „Það verða miklar tilfinningar í þessum leik hjá Mexíkó fyrst þeir eru að spila í Bandaríkjunum. Það verður mikil samstaða hjá þeim. Þetta er miklu meira en bara einhver vináttuleikur fyrir þá,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segist gera sér grein fyrir að um erfiðan leik verður að ræða og vonast bara til að íslensku strákarnir sýni honum eitthvað í Las Vegas. „Væntingarnar eru meira upp á frammistöðu en úrslit hjá okkur. Við viljum sjá leikmenn sýna sitt besta. Meira förum við ekki fram á,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Donald Trump HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Sjá meira
Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15