Erlent

Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fíkniefnabaróninn Joaquin "El Chapo“ Guzman skömmu fyrir áramót.
Fíkniefnabaróninn Joaquin "El Chapo“ Guzman skömmu fyrir áramót. Vísir/Getty

Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem oftast er nefndur „El Chapo“ (Sá stutti) hefur lagt fram kvörtun til dómstóla yfir meðferð bandarískra fangelsismálayfirvalda á sér. BBC greinir frá. 

Guzman er haldið í fangelsi undir hámarks öryggisgæslu í New York, en hann er talinn hafa stjórnað einum stærstu samtökum í heimi sem sérhæfa sig í fíkniefnasmygli. Hann lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í síðasta mánuði.
Sjá einnig: El Chapo lýsir yfir sakleysi sínu

Hann hefur tvisvar sloppið úr fangelsi í Mexíkó, áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum.

Að sögn lögfræðinga Guzman hefur honum verið neitað um að fá að hitta eiginkonu sína og verið haldið að mestu leyti í einangrun, eða 23 tíma á sólarhring.

Lögfræðingar hans hafa biðlað til yfirvalda um að sýna El Chapo meiri manngæsku, en þeim hefur á móti verið bent á óvenjulega sögu sakborningsins, sem eins og hefur komið fram, hefur sloppið úr tveimur fangelsum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.