Knattspyrnumaðurinn litríki, Djibril Cisse, hefur lagt skóna endanlega á hilluna og ætlar sér nú stóra hluti sem plötusnúður.
Þessi 35 ára gamli framherji hætti upprunalega í október árið 2015 vegna meiðsla. Hann fór svo í aðgerð og reyndi að koma sér aftur í gang með sínu fyrsta félagi, Auxerre.
Hann náði ekki að heilla forráðamenn félagsins sem buðu honum ekki samning. Þá ákvað hann að leggja skóna á hilluna fyrir fullt og allt.
„Ég elskaði að vera knattspyrnumaður. Líf mitt hingað til hefur bara snúist um fótboltann og ég vildi halda áfram. Ég verð aftur á móti að játa mig sigraðan,“ sagði Cisse sem skoraði þrettán mörk fyrir Liverpool á árunum 2004 til 2007.
Eins og áður segir ætlar hann sér nú stóra hluti sem plötusnúður en hann hefur einnig hug á því að vera framleiðandi tónlistar. Cisse útilokar heldur ekki að vinna sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi.
Hættir og einbeitir sér að plötusnúðaferlinum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Fleiri fréttir
