U-17 ára landslið kvenna í knattspyrnu tapaði naumlega fyrir Spánverjum í síðasta leik liðsins í undankeppni EM 2018 en leiknum var að ljúka fyrir skömmu.
Ísland var þegar öruggt með sæti sitt í milliriðlinum og Spánverjar einnig en þetta var úrslitaleikur um toppsætið í riðlinum.
Leikurinn fór 2-1 fyrir Spánverjum og var það Karólína Villhjálmsdóttir sem skoraði mark Íslands.
Ísland endaði því í 2.sæti riðilsins á eftir Spánverjum.
