Vilja tónleikaþvagið burt með auknu samráði við bæinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. maí 2017 06:00 Tveir þeirra sem skvettu úr skinnsokknum á lóðinni á leiðinni á tónleikana. „Ég er ekki ósátt við tónleikana og tónleikahaldið en það hefði mátt vera meira samráð við íbúa,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir, íbúi í Tröllakór. Þýska hljómsveitin Rammstein hélt íburðarmikla tónleika í Kórnum á laugardag en rúmlega 17 þúsund manns gerðu sér ferð til að berja hljómsveitina augum. Íbúð Rannveigar stendur nánast við íþróttahúsið þar sem tónleikarnir voru haldnir. „Íbúðin okkar er við göngustíginn í Kórinn og fólk streymdi framhjá bæði fyrir og eftir tónleikana. Sumir þurftu að létta á sér á leiðinni og létu þá bara vaða inn í garða, ruslageymslur og fyrir framan börn sem voru að hjóla hérna. Þetta er auðvitað ágangur á okkar eignir.“ Rannveig segir bæjaryfirvöld og tónleikahaldara hafa verið snögga að þrífa allt upp að tónleikum loknum en það séu litlir vankantar þarna sem mætti pússa af fyrir næstu tónleika sem verða haldnir. „Mér þætti allt í lagi ef rætt yrði við okkur til að sjá hvað mætti fara betur. Hvort það sé ástæða til að girða eitthvað meira af eða hvort önnur leið sé fær. Þetta eru þriðju stóru tónleikarnir hérna og til að það fari ekki á milli mála þá er ég alls ekki ósátt yfir tónleikahaldi hérna. Það er hins vegar óþolandi að þurfa að spúla allt hérna eftir þá,“ segir Rannveig. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu áhorfendur öskursyngja með Rammstein í Kórnum Tóku hraustlega undir þegar hljómsveitin flutti Du Hast. 20. maí 2017 22:31 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Ég er ekki ósátt við tónleikana og tónleikahaldið en það hefði mátt vera meira samráð við íbúa,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir, íbúi í Tröllakór. Þýska hljómsveitin Rammstein hélt íburðarmikla tónleika í Kórnum á laugardag en rúmlega 17 þúsund manns gerðu sér ferð til að berja hljómsveitina augum. Íbúð Rannveigar stendur nánast við íþróttahúsið þar sem tónleikarnir voru haldnir. „Íbúðin okkar er við göngustíginn í Kórinn og fólk streymdi framhjá bæði fyrir og eftir tónleikana. Sumir þurftu að létta á sér á leiðinni og létu þá bara vaða inn í garða, ruslageymslur og fyrir framan börn sem voru að hjóla hérna. Þetta er auðvitað ágangur á okkar eignir.“ Rannveig segir bæjaryfirvöld og tónleikahaldara hafa verið snögga að þrífa allt upp að tónleikum loknum en það séu litlir vankantar þarna sem mætti pússa af fyrir næstu tónleika sem verða haldnir. „Mér þætti allt í lagi ef rætt yrði við okkur til að sjá hvað mætti fara betur. Hvort það sé ástæða til að girða eitthvað meira af eða hvort önnur leið sé fær. Þetta eru þriðju stóru tónleikarnir hérna og til að það fari ekki á milli mála þá er ég alls ekki ósátt yfir tónleikahaldi hérna. Það er hins vegar óþolandi að þurfa að spúla allt hérna eftir þá,“ segir Rannveig.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu áhorfendur öskursyngja með Rammstein í Kórnum Tóku hraustlega undir þegar hljómsveitin flutti Du Hast. 20. maí 2017 22:31 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Sjáðu áhorfendur öskursyngja með Rammstein í Kórnum Tóku hraustlega undir þegar hljómsveitin flutti Du Hast. 20. maí 2017 22:31