Höfðinglegar móttökur á Bessastöðum: „Ég vona að ykkur muni líða vel hér“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 19:07 Fimm sýrlenskar fjölskyldur sem setjast munu að í Reykjavík og á Akureyri lentu í Keflavík síðdegis og var vel fagnað við komuna þar sem félags- og jafnréttisráðherra og forsvarsmenn sveitarfélaganna buðu fólkið velkomið. „Við tökum á móti sýrlensku flóttamönnunum með mikilli gleði“ sagði Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra við komu þeirra í dag: „Með því að bjóða þessar fjölskyldur velkomnar til landsins sinnum við ekki aðeins skyldu okkar í samfélagi þjóðanna til að aðstoða þá sem eru í neyð heldur sýnum að sama skapi hvernig samfélag Ísland er.“ Fólkið kemur frá Líbanon þar sem það hefur dvalið síðastliðin þrjú ár eftir að hafa hrakist frá Sýrlandi vegna styrjaldarástandsins þar. Alls eru þetta 22 einstaklingar, níu fullorðnir og þrettán börn. Ein þessara fjölskyldna sest að á Akureyri en hinar í Reykjavík. Bæði sveitarfélögin hafa áður tekið á móti sýrlenskum flóttamönnum; Akureyri í fyrra og Reykjavík árið 2015. Þrjár fjölskyldnanna sem komu í dag eiga ættingja meðal kvótaflóttafólks sem kom hingað í boði stjórnvalda í fyrra.Vonar að fólkinu muni líða vel Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. Hann sagðist vona að fjölskyldunum muni líða vel hér. „Við Íslendingar getum ekki bjargað heiminum, getum ekki tekið á móti öllum sem þurfa að flýja heimili sín. Öflugari ríki verða að stuðla að friði þar sem stríð geisar,“ sagði Guðni. „En við getum samt lagt okkar skerf að mörkum. Boðið öruggt skjól, bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð. Við getum fundið þá skyldu í þeirri kristnu trú sem flestir aðhyllast á Íslandi og ekki síður í upphafsorðum mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hver maður er borinn frjáls, jafn öðrum af virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.“Enn von á tveimur fjölskyldum Að lokum vitnaði Guðni í orð Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta frá árinu 1933. „Hér á Íslandi viljum við verja sjálfsögð mannréttindi. Jafnrétti kynjanna, tjáningarfrelsi, trúfrelsi, ferðafrelsi og ekki síst frelsi frá ótta. Við höfum ekkert að óttast nema óttann sjálfan, eins og Bandaríkjaforseti sagði svo eftirminnilega árið 1933.“ Enn er von á tveimur fjölskyldum úr hópi þeirra flóttamanna sem stjórnvöld hafa þegar boðið til landsins. Að þeim meðtöldum hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 117 sýrlenskum flóttamönnum. Móttaka flóttafólks er samstarfsverkefni stjórnvalda, sveitarfélaga, Rauða krossins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að 65,3 milljónir manna séu á flótta vegna stríðsátaka og ofsókna í heiminum. Þar af er talið að um 4,9 milljónir séu landflótta Sýrlendingar sem dvelja meðal annars í Tyrklandi og Líbanon. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Fimm sýrlenskar fjölskyldur sem setjast munu að í Reykjavík og á Akureyri lentu í Keflavík síðdegis og var vel fagnað við komuna þar sem félags- og jafnréttisráðherra og forsvarsmenn sveitarfélaganna buðu fólkið velkomið. „Við tökum á móti sýrlensku flóttamönnunum með mikilli gleði“ sagði Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra við komu þeirra í dag: „Með því að bjóða þessar fjölskyldur velkomnar til landsins sinnum við ekki aðeins skyldu okkar í samfélagi þjóðanna til að aðstoða þá sem eru í neyð heldur sýnum að sama skapi hvernig samfélag Ísland er.“ Fólkið kemur frá Líbanon þar sem það hefur dvalið síðastliðin þrjú ár eftir að hafa hrakist frá Sýrlandi vegna styrjaldarástandsins þar. Alls eru þetta 22 einstaklingar, níu fullorðnir og þrettán börn. Ein þessara fjölskyldna sest að á Akureyri en hinar í Reykjavík. Bæði sveitarfélögin hafa áður tekið á móti sýrlenskum flóttamönnum; Akureyri í fyrra og Reykjavík árið 2015. Þrjár fjölskyldnanna sem komu í dag eiga ættingja meðal kvótaflóttafólks sem kom hingað í boði stjórnvalda í fyrra.Vonar að fólkinu muni líða vel Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. Hann sagðist vona að fjölskyldunum muni líða vel hér. „Við Íslendingar getum ekki bjargað heiminum, getum ekki tekið á móti öllum sem þurfa að flýja heimili sín. Öflugari ríki verða að stuðla að friði þar sem stríð geisar,“ sagði Guðni. „En við getum samt lagt okkar skerf að mörkum. Boðið öruggt skjól, bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð. Við getum fundið þá skyldu í þeirri kristnu trú sem flestir aðhyllast á Íslandi og ekki síður í upphafsorðum mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hver maður er borinn frjáls, jafn öðrum af virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.“Enn von á tveimur fjölskyldum Að lokum vitnaði Guðni í orð Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta frá árinu 1933. „Hér á Íslandi viljum við verja sjálfsögð mannréttindi. Jafnrétti kynjanna, tjáningarfrelsi, trúfrelsi, ferðafrelsi og ekki síst frelsi frá ótta. Við höfum ekkert að óttast nema óttann sjálfan, eins og Bandaríkjaforseti sagði svo eftirminnilega árið 1933.“ Enn er von á tveimur fjölskyldum úr hópi þeirra flóttamanna sem stjórnvöld hafa þegar boðið til landsins. Að þeim meðtöldum hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 117 sýrlenskum flóttamönnum. Móttaka flóttafólks er samstarfsverkefni stjórnvalda, sveitarfélaga, Rauða krossins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að 65,3 milljónir manna séu á flótta vegna stríðsátaka og ofsókna í heiminum. Þar af er talið að um 4,9 milljónir séu landflótta Sýrlendingar sem dvelja meðal annars í Tyrklandi og Líbanon.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira