Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í gær undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem gengur út á að skera á fjármagn til svokallaðra griðastaða, borga sem hýsa ólöglega innflytjendur án þess að sækja þá til saka. Í viðtali við ABC sagði Trump að Mexíkó myndi endurgreiða Bandaríkjamönnum þann kostnað sem fylgir því að reisa vegg á landamærum ríkjanna tveggja. „Mexíkó mun greiða fyrir vegginn. Algjörlega. Hundrað prósent.“ Aðspurður um hvers vegna Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, neiti því að ríki sitt muni borga sagði Trump: „Ég held að hann þurfi að segja þetta. En ég er að segja þér það, það verður endurgreiðsla af einhverjum toga. Kannski verður hún flókin. Þú verður að skilja að það sem ég er að gera verður gott fyrir Bandaríkin. Það verður einnig gott fyrir Mexíkó.“Trump sagði enn fremur að undirbúningur væri kominn af stað og að framkvæmdin sjálf hæfist á næstu mánuðum. Viðræður við Mexíkó um hvernig ríkið eigi að borga vegginn hefjist brátt. BBC greinir frá því að Trump hyggist undirrita fleiri tilskipanir sem tengjast innflytjendamálum á næstu dögum. Meðal annars tilskipun sem tengist stórauknu eftirliti með innflytjendum frá sjö ríkjum Afríku og Mið-Austurlöndum. Trump hugsar þó ekki eingöngu um landamæraeftirlit þessa dagana. Í gær sagði hann að kosningar nóvembermánaðar yrðu rannsakaðar og athugað yrði hvort milljónir hefðu kosið ólöglega, líkt og Trump hefur haldið fram. Í færslum sínum á Twitter hélt Trump því fram að fólk hefði kosið í tveimur ríkjum, ólöglegir innflytjendur hafi kosið og jafnvel þeir sem skráðir eru látnir. Dow Jones-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir tuttugu þúsund stig í gær í 131 árs sögu sinni. Hefur vísitalan því hækkað um nærri tvö þúsund stig frá kosningunum í nóvember síðastliðnum. Samstarfsfólk Trumps var fljótt að bendla nýja metið við forsetann og deildi Kellyanne Conway, ráðgjafi Trumps, frétt um metið á Twitter. „Trump-áhrifin,“ skrifaði Conway í færslunni. BBC greinir frá því að fjárfestar hafi flestir trú á því að sum stefnumála Trumps gætu hækkað verðbólgu og þar með vexti. Einnig hafi áform um að lækka skatta á fyrirtæki áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í gær undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem gengur út á að skera á fjármagn til svokallaðra griðastaða, borga sem hýsa ólöglega innflytjendur án þess að sækja þá til saka. Í viðtali við ABC sagði Trump að Mexíkó myndi endurgreiða Bandaríkjamönnum þann kostnað sem fylgir því að reisa vegg á landamærum ríkjanna tveggja. „Mexíkó mun greiða fyrir vegginn. Algjörlega. Hundrað prósent.“ Aðspurður um hvers vegna Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, neiti því að ríki sitt muni borga sagði Trump: „Ég held að hann þurfi að segja þetta. En ég er að segja þér það, það verður endurgreiðsla af einhverjum toga. Kannski verður hún flókin. Þú verður að skilja að það sem ég er að gera verður gott fyrir Bandaríkin. Það verður einnig gott fyrir Mexíkó.“Trump sagði enn fremur að undirbúningur væri kominn af stað og að framkvæmdin sjálf hæfist á næstu mánuðum. Viðræður við Mexíkó um hvernig ríkið eigi að borga vegginn hefjist brátt. BBC greinir frá því að Trump hyggist undirrita fleiri tilskipanir sem tengjast innflytjendamálum á næstu dögum. Meðal annars tilskipun sem tengist stórauknu eftirliti með innflytjendum frá sjö ríkjum Afríku og Mið-Austurlöndum. Trump hugsar þó ekki eingöngu um landamæraeftirlit þessa dagana. Í gær sagði hann að kosningar nóvembermánaðar yrðu rannsakaðar og athugað yrði hvort milljónir hefðu kosið ólöglega, líkt og Trump hefur haldið fram. Í færslum sínum á Twitter hélt Trump því fram að fólk hefði kosið í tveimur ríkjum, ólöglegir innflytjendur hafi kosið og jafnvel þeir sem skráðir eru látnir. Dow Jones-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir tuttugu þúsund stig í gær í 131 árs sögu sinni. Hefur vísitalan því hækkað um nærri tvö þúsund stig frá kosningunum í nóvember síðastliðnum. Samstarfsfólk Trumps var fljótt að bendla nýja metið við forsetann og deildi Kellyanne Conway, ráðgjafi Trumps, frétt um metið á Twitter. „Trump-áhrifin,“ skrifaði Conway í færslunni. BBC greinir frá því að fjárfestar hafi flestir trú á því að sum stefnumála Trumps gætu hækkað verðbólgu og þar með vexti. Einnig hafi áform um að lækka skatta á fyrirtæki áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira