Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 15:59 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé þyngra en tári taki að upplifa þá mismunun og mannvonsku sem nýr forseti Bandaríkjanna leyfi sér að innleiða gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Óttarrs. Þar er Óttarr að vísa til tilskipunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem kveðið er á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, óháð dvalar-og landvistarleyfi. Óttarr hvetur til mótmæla og segir að hinn frjálsi heimur hljóti að sameinast í fordæmingu á tilskipuninni, en Óttar vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra stofnana.“ Óttarr er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lýst hefur yfir áhyggjum af tilskipun Trump, en fyrr í dag gagnrýndi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tilskipunina. Þar sagði hann að íslensk stjórnvöld muni styðja að fullu leyti, íslenska ríkisborgara sem upprunir eru frá umræddum löndum, komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns.Sjá einnig: Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Óttarr segir að mikilvægt sé að halda orðum stjórnarsáttmálans til haga. Hann segir að berjast þurfi fyrir því góða í heiminum. „Það sigrar ekki af sjálfu sér.“ Donald Trump Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé þyngra en tári taki að upplifa þá mismunun og mannvonsku sem nýr forseti Bandaríkjanna leyfi sér að innleiða gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Óttarrs. Þar er Óttarr að vísa til tilskipunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem kveðið er á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, óháð dvalar-og landvistarleyfi. Óttarr hvetur til mótmæla og segir að hinn frjálsi heimur hljóti að sameinast í fordæmingu á tilskipuninni, en Óttar vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra stofnana.“ Óttarr er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lýst hefur yfir áhyggjum af tilskipun Trump, en fyrr í dag gagnrýndi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tilskipunina. Þar sagði hann að íslensk stjórnvöld muni styðja að fullu leyti, íslenska ríkisborgara sem upprunir eru frá umræddum löndum, komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns.Sjá einnig: Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Óttarr segir að mikilvægt sé að halda orðum stjórnarsáttmálans til haga. Hann segir að berjast þurfi fyrir því góða í heiminum. „Það sigrar ekki af sjálfu sér.“
Donald Trump Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira