RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 11:32 Dagskrárstjóri segir forsendur að baki útvarpsseríunnar hafa breyst vegna umræðu á Facebook. Vísir/GVA „Það er búið að fresta flutningi út af þessari umræðu allri,“ segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, um ástæðu þess að búið er að taka þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli af dagskrá Rásar 1. Fyrsta þáttinn átti að flytja á laugardaginn. Útvarpsleikhús Rásar 1 vann þættina í samstarfi við Þjóðleikhúsið en það var gert í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á leikverkinu Gott fólk sem er byggt á samnefndri bók Vals Grettissonar. Bókin fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1.Vísir/StefánSegir forsendur hafa breyst Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina. „Forsendur hafa breyst auðvitað eftir að þessa umræða hófst daginn fyrir frumsýningu. Við höldum að þetta verði betri sería með því að reyna að ná utan um þessa umræðu. Það var sú dagskrárlega ákvörðun,“ segir Þröstur. Hann segir að til dæmis verði bætt við umræðu um samfélagslegt hlutverk leikhúss og ábyrgð gagnvart einstaklingum. „Þetta er mjög forvitnileg umræða sem okkur finnst spennandi að ná utan um,“ segir Þröstur. Hann vonast til að þættirnir verði fluttir í febrúar en það muni fara eftir því hvernig gengur að vinna þá. „Við munum reyna að ræða þær spurningar sem hafa komið upp síðustu daga.“Fylgdust með umræðum á Facebook Hann segir að Ríkisútvarpinu sjálfu hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessara þátta en starfsmenn fjölmiðilsins hafi fylgst með umræðum á Facebook. „Hún er bæði efnisleg og líka verið að spyrja hvaða rétt á listamaðurinn þegar hann fjallar um annað fólk,“ segir Þröstur. Hann segir þessar spurningar um samfélagslegt hlutverk og mörkin milli þess persónulega og hið almenna vera aldagamalt viðfangsefni. „Þetta eru 5.000 ára gamlar spurningar frá Aristóteles, sem væri mjög gaman að fjalla um í þessu ljósi.“ Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Það er búið að fresta flutningi út af þessari umræðu allri,“ segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, um ástæðu þess að búið er að taka þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli af dagskrá Rásar 1. Fyrsta þáttinn átti að flytja á laugardaginn. Útvarpsleikhús Rásar 1 vann þættina í samstarfi við Þjóðleikhúsið en það var gert í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á leikverkinu Gott fólk sem er byggt á samnefndri bók Vals Grettissonar. Bókin fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1.Vísir/StefánSegir forsendur hafa breyst Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina. „Forsendur hafa breyst auðvitað eftir að þessa umræða hófst daginn fyrir frumsýningu. Við höldum að þetta verði betri sería með því að reyna að ná utan um þessa umræðu. Það var sú dagskrárlega ákvörðun,“ segir Þröstur. Hann segir að til dæmis verði bætt við umræðu um samfélagslegt hlutverk leikhúss og ábyrgð gagnvart einstaklingum. „Þetta er mjög forvitnileg umræða sem okkur finnst spennandi að ná utan um,“ segir Þröstur. Hann vonast til að þættirnir verði fluttir í febrúar en það muni fara eftir því hvernig gengur að vinna þá. „Við munum reyna að ræða þær spurningar sem hafa komið upp síðustu daga.“Fylgdust með umræðum á Facebook Hann segir að Ríkisútvarpinu sjálfu hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessara þátta en starfsmenn fjölmiðilsins hafi fylgst með umræðum á Facebook. „Hún er bæði efnisleg og líka verið að spyrja hvaða rétt á listamaðurinn þegar hann fjallar um annað fólk,“ segir Þröstur. Hann segir þessar spurningar um samfélagslegt hlutverk og mörkin milli þess persónulega og hið almenna vera aldagamalt viðfangsefni. „Þetta eru 5.000 ára gamlar spurningar frá Aristóteles, sem væri mjög gaman að fjalla um í þessu ljósi.“
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45