„Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 14:36 Valur Grettisson, höfundur leikritsins Gott fólk, undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. „Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi,“ segir Valur Grettisson um ákvörðun Ríkisútvarpsins að fresta flutningi á útvarpsseríu um ábyrgðarferli sem Útvarpsleikhúsið vann í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Tilurð þáttanna er leikverkið Gott fólk sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Verkið er unnið upp úr samnefndri bók eftir Val Grettisson en hann skrifaði leikgerðina ásamt Símoni Birgissyni, dramatúrg við leikhúsið. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum.Vísir ræddi við Þröst Helgason, dagskrárstjóra Rásar 1, fyrr í dag þar sem hann greindi frá ákvörðun RÚV um að fresta flutningi þessarar útvarpsseríu sem inniheldur þrjá þætti og hann átti flytja þann fyrsta næstkomandi laugardag. Var ákveðið á sunnudag að fresta flutningi þáttanna og þeir teknir af dagskrá. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust. Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina.„Látið eftir óljósum þrýstihópi á Facebook“ Valur segir það koma sér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi. „Annars vegar nafnlauss manns sem virðist hafa játað að hafa beitt konu ofbeldi og haft í hótunum við starfsfólk RÚV og þjóðleikhússins á opinberum vettvangi. Eins kemur á óvart að það sé látið eftir óljósum þrýstihópi á Facebook, um að þagga niður umræðu um kynbundið ofbeldi. Það er verulegt áhyggjuefni að stofnun neins og RÚV skuli láta undan hótunum þegar kemur að þessum málaflokki og vekur upp áleitnar spurningar um ábyrgð stofnunarinnar þegar kemur að því að fjalla um kynbundið ofbeldi í samtíma sínum,“ segir Valur.Nafnlaus höfundur lagði 14 ára bölvun á aðstandendur sýningarinnar Hann segir þessa nafnlausu hótun hafa birst á vefnum Starafugl, sólarhring fyrir frumsýningu verksins. Höfundur greinarinnar er ekki nafngreindur en hann gefur leikhúsinu rúman sólarhring til að ákveða hvort af sýningunni verður, og þátttakendur hvort þeir leika með. Sagði höfundur greinarinnar að ef ekki yrði orðið við því muni hann leggja fjórtán ára bölvun yfir leikritið og alla sem að því standa, að meðtöldu leikhúsinu og stjórnendum þess. Sá sem þetta ritar segir bókina og leikverkið fjalla um verstu daga lífs síns þegar hann gekkst undir svokallað ábyrgðarferli.Ábyrgðarferlið gerðist fjórum sinnum að minnsta kosti Valur segir að ábyrgðarferlið hafi ekki aðeins gerst einu sinni hér á landi. „Það gerðist fjórum sinnum að minnsta kosti og fór eins í öllum tilvikum að því er fréttaskýringaþátturinn Spegillinn greindi frá á sínum tíma. Sagan vísar því ekki eingöngu til þessa eina tilviks. Eini munurinn er sá að aðstandendur og þolandi ræddu málið sjálfir opinberlega,“ segir Valur. Hann segir hliðarréttlæti kalla á listræna skoðun, og þá ekki síst á skoðun á því lúmska kynbundna ofbeldi sem það reynir að takast á við. Hann segir tvo einstaklinga hafa sett sig í samband við hann annars vegar og svo listafólk í kringum leiksýninguna. „Og lýst því yfir að verkið opnaði augu þeirra og í kjölfarið leitað sér hjálpar.“Augljóslega verið að taka þáttinn af dagskrá Þröstur Helgason sagði við Vísi fyrr í dag að þættirnir yrðu mögulega fluttir í febrúar, en það fari eftir því hvernig tekst að vinna úr efninu. Valur segist líta svo á að þó svo þarna sé talað um frestun þá sé augljóslega verið að taka þáttinn af dagskrá. „Það er óljóst hvert framhald hans verður þó þau hafi einhverjar hugmyndir um það.“ Valur ítrekar einnig að verkið hans Gott fólk sé skáldskapur. „Það virðist vefjast fyrir ólíklegasta fólki, en það er nú samt staðreyndin. Fólk sem leitar að einhverskonar línu á milli þessara mála sem þeir telja söguna vera um munu auðvitað komast að því að hér er um skáldskap að ræða. En ég get ekki tekið ábyrgð á gægjuþörf þessara einstaklinga.“ Gott fólk fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Sjá meira
„Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi,“ segir Valur Grettisson um ákvörðun Ríkisútvarpsins að fresta flutningi á útvarpsseríu um ábyrgðarferli sem Útvarpsleikhúsið vann í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Tilurð þáttanna er leikverkið Gott fólk sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Verkið er unnið upp úr samnefndri bók eftir Val Grettisson en hann skrifaði leikgerðina ásamt Símoni Birgissyni, dramatúrg við leikhúsið. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum.Vísir ræddi við Þröst Helgason, dagskrárstjóra Rásar 1, fyrr í dag þar sem hann greindi frá ákvörðun RÚV um að fresta flutningi þessarar útvarpsseríu sem inniheldur þrjá þætti og hann átti flytja þann fyrsta næstkomandi laugardag. Var ákveðið á sunnudag að fresta flutningi þáttanna og þeir teknir af dagskrá. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust. Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina.„Látið eftir óljósum þrýstihópi á Facebook“ Valur segir það koma sér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi. „Annars vegar nafnlauss manns sem virðist hafa játað að hafa beitt konu ofbeldi og haft í hótunum við starfsfólk RÚV og þjóðleikhússins á opinberum vettvangi. Eins kemur á óvart að það sé látið eftir óljósum þrýstihópi á Facebook, um að þagga niður umræðu um kynbundið ofbeldi. Það er verulegt áhyggjuefni að stofnun neins og RÚV skuli láta undan hótunum þegar kemur að þessum málaflokki og vekur upp áleitnar spurningar um ábyrgð stofnunarinnar þegar kemur að því að fjalla um kynbundið ofbeldi í samtíma sínum,“ segir Valur.Nafnlaus höfundur lagði 14 ára bölvun á aðstandendur sýningarinnar Hann segir þessa nafnlausu hótun hafa birst á vefnum Starafugl, sólarhring fyrir frumsýningu verksins. Höfundur greinarinnar er ekki nafngreindur en hann gefur leikhúsinu rúman sólarhring til að ákveða hvort af sýningunni verður, og þátttakendur hvort þeir leika með. Sagði höfundur greinarinnar að ef ekki yrði orðið við því muni hann leggja fjórtán ára bölvun yfir leikritið og alla sem að því standa, að meðtöldu leikhúsinu og stjórnendum þess. Sá sem þetta ritar segir bókina og leikverkið fjalla um verstu daga lífs síns þegar hann gekkst undir svokallað ábyrgðarferli.Ábyrgðarferlið gerðist fjórum sinnum að minnsta kosti Valur segir að ábyrgðarferlið hafi ekki aðeins gerst einu sinni hér á landi. „Það gerðist fjórum sinnum að minnsta kosti og fór eins í öllum tilvikum að því er fréttaskýringaþátturinn Spegillinn greindi frá á sínum tíma. Sagan vísar því ekki eingöngu til þessa eina tilviks. Eini munurinn er sá að aðstandendur og þolandi ræddu málið sjálfir opinberlega,“ segir Valur. Hann segir hliðarréttlæti kalla á listræna skoðun, og þá ekki síst á skoðun á því lúmska kynbundna ofbeldi sem það reynir að takast á við. Hann segir tvo einstaklinga hafa sett sig í samband við hann annars vegar og svo listafólk í kringum leiksýninguna. „Og lýst því yfir að verkið opnaði augu þeirra og í kjölfarið leitað sér hjálpar.“Augljóslega verið að taka þáttinn af dagskrá Þröstur Helgason sagði við Vísi fyrr í dag að þættirnir yrðu mögulega fluttir í febrúar, en það fari eftir því hvernig tekst að vinna úr efninu. Valur segist líta svo á að þó svo þarna sé talað um frestun þá sé augljóslega verið að taka þáttinn af dagskrá. „Það er óljóst hvert framhald hans verður þó þau hafi einhverjar hugmyndir um það.“ Valur ítrekar einnig að verkið hans Gott fólk sé skáldskapur. „Það virðist vefjast fyrir ólíklegasta fólki, en það er nú samt staðreyndin. Fólk sem leitar að einhverskonar línu á milli þessara mála sem þeir telja söguna vera um munu auðvitað komast að því að hér er um skáldskap að ræða. En ég get ekki tekið ábyrgð á gægjuþörf þessara einstaklinga.“ Gott fólk fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45
RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32