RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 11:32 Dagskrárstjóri segir forsendur að baki útvarpsseríunnar hafa breyst vegna umræðu á Facebook. Vísir/GVA „Það er búið að fresta flutningi út af þessari umræðu allri,“ segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, um ástæðu þess að búið er að taka þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli af dagskrá Rásar 1. Fyrsta þáttinn átti að flytja á laugardaginn. Útvarpsleikhús Rásar 1 vann þættina í samstarfi við Þjóðleikhúsið en það var gert í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á leikverkinu Gott fólk sem er byggt á samnefndri bók Vals Grettissonar. Bókin fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1.Vísir/StefánSegir forsendur hafa breyst Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina. „Forsendur hafa breyst auðvitað eftir að þessa umræða hófst daginn fyrir frumsýningu. Við höldum að þetta verði betri sería með því að reyna að ná utan um þessa umræðu. Það var sú dagskrárlega ákvörðun,“ segir Þröstur. Hann segir að til dæmis verði bætt við umræðu um samfélagslegt hlutverk leikhúss og ábyrgð gagnvart einstaklingum. „Þetta er mjög forvitnileg umræða sem okkur finnst spennandi að ná utan um,“ segir Þröstur. Hann vonast til að þættirnir verði fluttir í febrúar en það muni fara eftir því hvernig gengur að vinna þá. „Við munum reyna að ræða þær spurningar sem hafa komið upp síðustu daga.“Fylgdust með umræðum á Facebook Hann segir að Ríkisútvarpinu sjálfu hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessara þátta en starfsmenn fjölmiðilsins hafi fylgst með umræðum á Facebook. „Hún er bæði efnisleg og líka verið að spyrja hvaða rétt á listamaðurinn þegar hann fjallar um annað fólk,“ segir Þröstur. Hann segir þessar spurningar um samfélagslegt hlutverk og mörkin milli þess persónulega og hið almenna vera aldagamalt viðfangsefni. „Þetta eru 5.000 ára gamlar spurningar frá Aristóteles, sem væri mjög gaman að fjalla um í þessu ljósi.“ Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Það er búið að fresta flutningi út af þessari umræðu allri,“ segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, um ástæðu þess að búið er að taka þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli af dagskrá Rásar 1. Fyrsta þáttinn átti að flytja á laugardaginn. Útvarpsleikhús Rásar 1 vann þættina í samstarfi við Þjóðleikhúsið en það var gert í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á leikverkinu Gott fólk sem er byggt á samnefndri bók Vals Grettissonar. Bókin fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1.Vísir/StefánSegir forsendur hafa breyst Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina. „Forsendur hafa breyst auðvitað eftir að þessa umræða hófst daginn fyrir frumsýningu. Við höldum að þetta verði betri sería með því að reyna að ná utan um þessa umræðu. Það var sú dagskrárlega ákvörðun,“ segir Þröstur. Hann segir að til dæmis verði bætt við umræðu um samfélagslegt hlutverk leikhúss og ábyrgð gagnvart einstaklingum. „Þetta er mjög forvitnileg umræða sem okkur finnst spennandi að ná utan um,“ segir Þröstur. Hann vonast til að þættirnir verði fluttir í febrúar en það muni fara eftir því hvernig gengur að vinna þá. „Við munum reyna að ræða þær spurningar sem hafa komið upp síðustu daga.“Fylgdust með umræðum á Facebook Hann segir að Ríkisútvarpinu sjálfu hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessara þátta en starfsmenn fjölmiðilsins hafi fylgst með umræðum á Facebook. „Hún er bæði efnisleg og líka verið að spyrja hvaða rétt á listamaðurinn þegar hann fjallar um annað fólk,“ segir Þröstur. Hann segir þessar spurningar um samfélagslegt hlutverk og mörkin milli þess persónulega og hið almenna vera aldagamalt viðfangsefni. „Þetta eru 5.000 ára gamlar spurningar frá Aristóteles, sem væri mjög gaman að fjalla um í þessu ljósi.“
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent