Kveðjuræða Obama: „Lýðræðinu ógnað þegar því er tekið sem gefnum hlut“ atli ísleifsson skrifar 11. janúar 2017 08:27 Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi. Vísir/AFP Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hélt tilfinningaþrungna þakkarræðu í heimaborg sinni Chicago í gærkvöldi þar sem hann fór yfir síðustu átta ár sín í Hvíta húsinu. Obama sagði meðal annars að samkvæmt langflestum mælikvörðum væru Bandaríkin betra og sterkara land en áður. Forsetinn varaði einnig við því að lýðræðinu væri ógnað um leið og fólk fari að taka því sem gefnum hlut. Þúsundir gesta voru viðstaddir ræðuhöld forsetans sem hvatti Bandaríkjamenn, hvar sem þeir standa í þjóðfélaginu, að reyna að setja sig í spor annarra og bæta sig í því að veita öðrum sjónarmiðum athygli. Gestir hrópuðu „fjögur ár til viðbótar“ þar sem Obama stóð í pontu. Forsetinn brosti og sagðist ekki geta orðið við því, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en tvö kjörtímabil.Púað á Trump „Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði forsetinn þegar gestir púuðu eftir að minnst var á að Trump tæki senn við embættinu. Sagði Obama að friðsamleg valdaskipti væri aðalsmerki bandarísks lýðræðis. Áfram hélt hann og sagði lýðræðinu stafa hætta af þremur hlutum – efnahagslegum ójöfnuði, aðgreining kynþátta og að ákveðnir hópar samfélagsins einangruðu sig þar sem skoðanir byggðust ekki á staðreyndum.„Ef þú ert orðinn þreyttur á að rífast við ókunnuga á netinu, reyndu þá að ræða við einhvern augliti til auglitis,“ sagði Obama við mikinn fögnuð viðstaddra, þar sem forsetinn var líklegast að vísa í eftirmann sinn sem þekktur er fyrir Twitter-notkun sína. Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi.Sjá má ræðuna í heild sinni að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hélt tilfinningaþrungna þakkarræðu í heimaborg sinni Chicago í gærkvöldi þar sem hann fór yfir síðustu átta ár sín í Hvíta húsinu. Obama sagði meðal annars að samkvæmt langflestum mælikvörðum væru Bandaríkin betra og sterkara land en áður. Forsetinn varaði einnig við því að lýðræðinu væri ógnað um leið og fólk fari að taka því sem gefnum hlut. Þúsundir gesta voru viðstaddir ræðuhöld forsetans sem hvatti Bandaríkjamenn, hvar sem þeir standa í þjóðfélaginu, að reyna að setja sig í spor annarra og bæta sig í því að veita öðrum sjónarmiðum athygli. Gestir hrópuðu „fjögur ár til viðbótar“ þar sem Obama stóð í pontu. Forsetinn brosti og sagðist ekki geta orðið við því, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en tvö kjörtímabil.Púað á Trump „Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði forsetinn þegar gestir púuðu eftir að minnst var á að Trump tæki senn við embættinu. Sagði Obama að friðsamleg valdaskipti væri aðalsmerki bandarísks lýðræðis. Áfram hélt hann og sagði lýðræðinu stafa hætta af þremur hlutum – efnahagslegum ójöfnuði, aðgreining kynþátta og að ákveðnir hópar samfélagsins einangruðu sig þar sem skoðanir byggðust ekki á staðreyndum.„Ef þú ert orðinn þreyttur á að rífast við ókunnuga á netinu, reyndu þá að ræða við einhvern augliti til auglitis,“ sagði Obama við mikinn fögnuð viðstaddra, þar sem forsetinn var líklegast að vísa í eftirmann sinn sem þekktur er fyrir Twitter-notkun sína. Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi.Sjá má ræðuna í heild sinni að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira