„Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2017 12:20 Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Vísir Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Sýningin var frumsýnd í síðustu viku en hún er byggð á bók Vals Grettissonar en kveikjan að henni var ábyrgðarferli sem rataði í fjölmiðla fyrir nokkrum árum, Samhliða leiksýningunni vann Útvarpsleikhúsið í samvinnu við Þjóðleikhúsið þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli og átti að flytja fyrsta þáttinn á Rás 1 næstkomandi laugardag. RÚV ákvað hins vegar síðastliðinn sunnudag að fresta flutningi þáttanna vegna umræðu um þá á Facebook sem snerist í grófum dráttum um það hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina Í sameiginlegri yfirlýsingu Þjóðleikhússins og RÚV kemur fram að stofnanirnar hafi átt í góðu samstarfi við vinnu að sýningunni og þáttunum og standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina. „Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt. Sú var ekki ætlunin heldur að opna fyrir umræðu um blæbrigði ofbeldis og samfélagslega ábyrgð.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að við vinnu að sýningunni og þáttunum hafi verið kallaðir til ýmsir sérfræðingar á þessu sviði og var markmið þáttanna að fylgja eftir þeim þemum sem sýningin vinnur með. „Í ljósi þeirra miklu og áhugaverðu umræðna og viðbragða sem sýningin hefur vakið teljum við mikilvægt að vinna efnið frekar. Það sem sú vinna gæfi skýrari heildarmynd af sýningunni og viðtökum hennar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Þjóðleikhúsinu og RÚV.Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir„Verkið er óumdeilt skáldskapur“ Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir í samtali við Vísi að Þjóðleikhúsið hafi lagt sig sérstaklega fram við að kynna sér málefnið og bakgrunn þess. „Það var gert með því að kalla til kynjafræðing, tvo sálfræðinga, félagsfræðing og heimsspeking,“ segir Ari. Valur Grettisson er sem fyrr segir höfundur bókarinnar Gott fólk en hann vann einnig leikgerðina ásamt Símoni Birgissyni, dramatúrg við Þjóðleikhúsið. Að handritagerðinni komu einnig Una Þorleifsdóttir og Greta Kristín Ómarsdóttir ásamt öllum listamönnum sýningarinnar. „Verkið er óumdeilt skáldskapur og ég veit ekki hvernig við ættum að snúa okkur í því að sjá fyrir ef einhver telur sig vera umfjöllunarefni,“ segir Ari. Í samtali við Vísi í gær sagði Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, að þættirnir yrðu mögulega fluttir í febrúar en það fari eftir því hvernig gengur að vinna þá. Ari Matthíasson segir í samtali við Vísi það vera óumdeilt að þessir þættir verða fluttir. „Þeir verða fluttir en umfjöllunarefni þessarar leiksýningar eru viðbrögð og umfjöllum af samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og þess vegna er það gríðarlega áhugavert að taka inn í þáttagerðina umfjöllun um ferlið eins og það birtist í samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.“ Tengdar fréttir „Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Sýningin var frumsýnd í síðustu viku en hún er byggð á bók Vals Grettissonar en kveikjan að henni var ábyrgðarferli sem rataði í fjölmiðla fyrir nokkrum árum, Samhliða leiksýningunni vann Útvarpsleikhúsið í samvinnu við Þjóðleikhúsið þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli og átti að flytja fyrsta þáttinn á Rás 1 næstkomandi laugardag. RÚV ákvað hins vegar síðastliðinn sunnudag að fresta flutningi þáttanna vegna umræðu um þá á Facebook sem snerist í grófum dráttum um það hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina Í sameiginlegri yfirlýsingu Þjóðleikhússins og RÚV kemur fram að stofnanirnar hafi átt í góðu samstarfi við vinnu að sýningunni og þáttunum og standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina. „Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt. Sú var ekki ætlunin heldur að opna fyrir umræðu um blæbrigði ofbeldis og samfélagslega ábyrgð.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að við vinnu að sýningunni og þáttunum hafi verið kallaðir til ýmsir sérfræðingar á þessu sviði og var markmið þáttanna að fylgja eftir þeim þemum sem sýningin vinnur með. „Í ljósi þeirra miklu og áhugaverðu umræðna og viðbragða sem sýningin hefur vakið teljum við mikilvægt að vinna efnið frekar. Það sem sú vinna gæfi skýrari heildarmynd af sýningunni og viðtökum hennar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Þjóðleikhúsinu og RÚV.Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir„Verkið er óumdeilt skáldskapur“ Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir í samtali við Vísi að Þjóðleikhúsið hafi lagt sig sérstaklega fram við að kynna sér málefnið og bakgrunn þess. „Það var gert með því að kalla til kynjafræðing, tvo sálfræðinga, félagsfræðing og heimsspeking,“ segir Ari. Valur Grettisson er sem fyrr segir höfundur bókarinnar Gott fólk en hann vann einnig leikgerðina ásamt Símoni Birgissyni, dramatúrg við Þjóðleikhúsið. Að handritagerðinni komu einnig Una Þorleifsdóttir og Greta Kristín Ómarsdóttir ásamt öllum listamönnum sýningarinnar. „Verkið er óumdeilt skáldskapur og ég veit ekki hvernig við ættum að snúa okkur í því að sjá fyrir ef einhver telur sig vera umfjöllunarefni,“ segir Ari. Í samtali við Vísi í gær sagði Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, að þættirnir yrðu mögulega fluttir í febrúar en það fari eftir því hvernig gengur að vinna þá. Ari Matthíasson segir í samtali við Vísi það vera óumdeilt að þessir þættir verða fluttir. „Þeir verða fluttir en umfjöllunarefni þessarar leiksýningar eru viðbrögð og umfjöllum af samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og þess vegna er það gríðarlega áhugavert að taka inn í þáttagerðina umfjöllun um ferlið eins og það birtist í samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.“
Tengdar fréttir „Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36
RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32