„Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2017 12:20 Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Vísir Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Sýningin var frumsýnd í síðustu viku en hún er byggð á bók Vals Grettissonar en kveikjan að henni var ábyrgðarferli sem rataði í fjölmiðla fyrir nokkrum árum, Samhliða leiksýningunni vann Útvarpsleikhúsið í samvinnu við Þjóðleikhúsið þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli og átti að flytja fyrsta þáttinn á Rás 1 næstkomandi laugardag. RÚV ákvað hins vegar síðastliðinn sunnudag að fresta flutningi þáttanna vegna umræðu um þá á Facebook sem snerist í grófum dráttum um það hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina Í sameiginlegri yfirlýsingu Þjóðleikhússins og RÚV kemur fram að stofnanirnar hafi átt í góðu samstarfi við vinnu að sýningunni og þáttunum og standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina. „Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt. Sú var ekki ætlunin heldur að opna fyrir umræðu um blæbrigði ofbeldis og samfélagslega ábyrgð.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að við vinnu að sýningunni og þáttunum hafi verið kallaðir til ýmsir sérfræðingar á þessu sviði og var markmið þáttanna að fylgja eftir þeim þemum sem sýningin vinnur með. „Í ljósi þeirra miklu og áhugaverðu umræðna og viðbragða sem sýningin hefur vakið teljum við mikilvægt að vinna efnið frekar. Það sem sú vinna gæfi skýrari heildarmynd af sýningunni og viðtökum hennar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Þjóðleikhúsinu og RÚV.Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir„Verkið er óumdeilt skáldskapur“ Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir í samtali við Vísi að Þjóðleikhúsið hafi lagt sig sérstaklega fram við að kynna sér málefnið og bakgrunn þess. „Það var gert með því að kalla til kynjafræðing, tvo sálfræðinga, félagsfræðing og heimsspeking,“ segir Ari. Valur Grettisson er sem fyrr segir höfundur bókarinnar Gott fólk en hann vann einnig leikgerðina ásamt Símoni Birgissyni, dramatúrg við Þjóðleikhúsið. Að handritagerðinni komu einnig Una Þorleifsdóttir og Greta Kristín Ómarsdóttir ásamt öllum listamönnum sýningarinnar. „Verkið er óumdeilt skáldskapur og ég veit ekki hvernig við ættum að snúa okkur í því að sjá fyrir ef einhver telur sig vera umfjöllunarefni,“ segir Ari. Í samtali við Vísi í gær sagði Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, að þættirnir yrðu mögulega fluttir í febrúar en það fari eftir því hvernig gengur að vinna þá. Ari Matthíasson segir í samtali við Vísi það vera óumdeilt að þessir þættir verða fluttir. „Þeir verða fluttir en umfjöllunarefni þessarar leiksýningar eru viðbrögð og umfjöllum af samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og þess vegna er það gríðarlega áhugavert að taka inn í þáttagerðina umfjöllun um ferlið eins og það birtist í samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.“ Tengdar fréttir „Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Sýningin var frumsýnd í síðustu viku en hún er byggð á bók Vals Grettissonar en kveikjan að henni var ábyrgðarferli sem rataði í fjölmiðla fyrir nokkrum árum, Samhliða leiksýningunni vann Útvarpsleikhúsið í samvinnu við Þjóðleikhúsið þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli og átti að flytja fyrsta þáttinn á Rás 1 næstkomandi laugardag. RÚV ákvað hins vegar síðastliðinn sunnudag að fresta flutningi þáttanna vegna umræðu um þá á Facebook sem snerist í grófum dráttum um það hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina Í sameiginlegri yfirlýsingu Þjóðleikhússins og RÚV kemur fram að stofnanirnar hafi átt í góðu samstarfi við vinnu að sýningunni og þáttunum og standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina. „Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt. Sú var ekki ætlunin heldur að opna fyrir umræðu um blæbrigði ofbeldis og samfélagslega ábyrgð.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að við vinnu að sýningunni og þáttunum hafi verið kallaðir til ýmsir sérfræðingar á þessu sviði og var markmið þáttanna að fylgja eftir þeim þemum sem sýningin vinnur með. „Í ljósi þeirra miklu og áhugaverðu umræðna og viðbragða sem sýningin hefur vakið teljum við mikilvægt að vinna efnið frekar. Það sem sú vinna gæfi skýrari heildarmynd af sýningunni og viðtökum hennar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Þjóðleikhúsinu og RÚV.Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir„Verkið er óumdeilt skáldskapur“ Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir í samtali við Vísi að Þjóðleikhúsið hafi lagt sig sérstaklega fram við að kynna sér málefnið og bakgrunn þess. „Það var gert með því að kalla til kynjafræðing, tvo sálfræðinga, félagsfræðing og heimsspeking,“ segir Ari. Valur Grettisson er sem fyrr segir höfundur bókarinnar Gott fólk en hann vann einnig leikgerðina ásamt Símoni Birgissyni, dramatúrg við Þjóðleikhúsið. Að handritagerðinni komu einnig Una Þorleifsdóttir og Greta Kristín Ómarsdóttir ásamt öllum listamönnum sýningarinnar. „Verkið er óumdeilt skáldskapur og ég veit ekki hvernig við ættum að snúa okkur í því að sjá fyrir ef einhver telur sig vera umfjöllunarefni,“ segir Ari. Í samtali við Vísi í gær sagði Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, að þættirnir yrðu mögulega fluttir í febrúar en það fari eftir því hvernig gengur að vinna þá. Ari Matthíasson segir í samtali við Vísi það vera óumdeilt að þessir þættir verða fluttir. „Þeir verða fluttir en umfjöllunarefni þessarar leiksýningar eru viðbrögð og umfjöllum af samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og þess vegna er það gríðarlega áhugavert að taka inn í þáttagerðina umfjöllun um ferlið eins og það birtist í samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.“
Tengdar fréttir „Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36
RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32