„Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2017 12:20 Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Vísir Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Sýningin var frumsýnd í síðustu viku en hún er byggð á bók Vals Grettissonar en kveikjan að henni var ábyrgðarferli sem rataði í fjölmiðla fyrir nokkrum árum, Samhliða leiksýningunni vann Útvarpsleikhúsið í samvinnu við Þjóðleikhúsið þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli og átti að flytja fyrsta þáttinn á Rás 1 næstkomandi laugardag. RÚV ákvað hins vegar síðastliðinn sunnudag að fresta flutningi þáttanna vegna umræðu um þá á Facebook sem snerist í grófum dráttum um það hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina Í sameiginlegri yfirlýsingu Þjóðleikhússins og RÚV kemur fram að stofnanirnar hafi átt í góðu samstarfi við vinnu að sýningunni og þáttunum og standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina. „Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt. Sú var ekki ætlunin heldur að opna fyrir umræðu um blæbrigði ofbeldis og samfélagslega ábyrgð.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að við vinnu að sýningunni og þáttunum hafi verið kallaðir til ýmsir sérfræðingar á þessu sviði og var markmið þáttanna að fylgja eftir þeim þemum sem sýningin vinnur með. „Í ljósi þeirra miklu og áhugaverðu umræðna og viðbragða sem sýningin hefur vakið teljum við mikilvægt að vinna efnið frekar. Það sem sú vinna gæfi skýrari heildarmynd af sýningunni og viðtökum hennar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Þjóðleikhúsinu og RÚV.Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir„Verkið er óumdeilt skáldskapur“ Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir í samtali við Vísi að Þjóðleikhúsið hafi lagt sig sérstaklega fram við að kynna sér málefnið og bakgrunn þess. „Það var gert með því að kalla til kynjafræðing, tvo sálfræðinga, félagsfræðing og heimsspeking,“ segir Ari. Valur Grettisson er sem fyrr segir höfundur bókarinnar Gott fólk en hann vann einnig leikgerðina ásamt Símoni Birgissyni, dramatúrg við Þjóðleikhúsið. Að handritagerðinni komu einnig Una Þorleifsdóttir og Greta Kristín Ómarsdóttir ásamt öllum listamönnum sýningarinnar. „Verkið er óumdeilt skáldskapur og ég veit ekki hvernig við ættum að snúa okkur í því að sjá fyrir ef einhver telur sig vera umfjöllunarefni,“ segir Ari. Í samtali við Vísi í gær sagði Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, að þættirnir yrðu mögulega fluttir í febrúar en það fari eftir því hvernig gengur að vinna þá. Ari Matthíasson segir í samtali við Vísi það vera óumdeilt að þessir þættir verða fluttir. „Þeir verða fluttir en umfjöllunarefni þessarar leiksýningar eru viðbrögð og umfjöllum af samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og þess vegna er það gríðarlega áhugavert að taka inn í þáttagerðina umfjöllun um ferlið eins og það birtist í samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.“ Tengdar fréttir „Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Sýningin var frumsýnd í síðustu viku en hún er byggð á bók Vals Grettissonar en kveikjan að henni var ábyrgðarferli sem rataði í fjölmiðla fyrir nokkrum árum, Samhliða leiksýningunni vann Útvarpsleikhúsið í samvinnu við Þjóðleikhúsið þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli og átti að flytja fyrsta þáttinn á Rás 1 næstkomandi laugardag. RÚV ákvað hins vegar síðastliðinn sunnudag að fresta flutningi þáttanna vegna umræðu um þá á Facebook sem snerist í grófum dráttum um það hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina Í sameiginlegri yfirlýsingu Þjóðleikhússins og RÚV kemur fram að stofnanirnar hafi átt í góðu samstarfi við vinnu að sýningunni og þáttunum og standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina. „Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt. Sú var ekki ætlunin heldur að opna fyrir umræðu um blæbrigði ofbeldis og samfélagslega ábyrgð.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að við vinnu að sýningunni og þáttunum hafi verið kallaðir til ýmsir sérfræðingar á þessu sviði og var markmið þáttanna að fylgja eftir þeim þemum sem sýningin vinnur með. „Í ljósi þeirra miklu og áhugaverðu umræðna og viðbragða sem sýningin hefur vakið teljum við mikilvægt að vinna efnið frekar. Það sem sú vinna gæfi skýrari heildarmynd af sýningunni og viðtökum hennar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Þjóðleikhúsinu og RÚV.Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir„Verkið er óumdeilt skáldskapur“ Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir í samtali við Vísi að Þjóðleikhúsið hafi lagt sig sérstaklega fram við að kynna sér málefnið og bakgrunn þess. „Það var gert með því að kalla til kynjafræðing, tvo sálfræðinga, félagsfræðing og heimsspeking,“ segir Ari. Valur Grettisson er sem fyrr segir höfundur bókarinnar Gott fólk en hann vann einnig leikgerðina ásamt Símoni Birgissyni, dramatúrg við Þjóðleikhúsið. Að handritagerðinni komu einnig Una Þorleifsdóttir og Greta Kristín Ómarsdóttir ásamt öllum listamönnum sýningarinnar. „Verkið er óumdeilt skáldskapur og ég veit ekki hvernig við ættum að snúa okkur í því að sjá fyrir ef einhver telur sig vera umfjöllunarefni,“ segir Ari. Í samtali við Vísi í gær sagði Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, að þættirnir yrðu mögulega fluttir í febrúar en það fari eftir því hvernig gengur að vinna þá. Ari Matthíasson segir í samtali við Vísi það vera óumdeilt að þessir þættir verða fluttir. „Þeir verða fluttir en umfjöllunarefni þessarar leiksýningar eru viðbrögð og umfjöllum af samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og þess vegna er það gríðarlega áhugavert að taka inn í þáttagerðina umfjöllun um ferlið eins og það birtist í samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.“
Tengdar fréttir „Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36
RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32