Innlent

Nafn stúlkunnar sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld.
Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld. Vísir
Stúlkan sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi í gær hét Alma Þöll Ólafsdóttir. Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu á níunda tímanum í gærmorgun.

Alma Þöll var átján ára gömul og var búsett í Grindavík en bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar.

Tveir bílar voru í þessu bílslysi en í öðrum þeirra voru tveir erlendir ferðamenn. Annar þeirra var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×