Farið fram á að dómari víki sæti í umfangsmiklu skattsvikamáli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. janúar 2017 10:00 Aðalmeðferð málsins hefur verið frestað þar til úrskurður Hæstaréttar liggur fyrir. vísir/eyþór Farið var fram á að einn þriggja dómara í umfangsmiklu skattsvikamáli víki sæti í málinu við aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Taldi verjandi eins sakborningsins að dómarinn hefði brotið gegn lögum með því að heimila lögreglustjóra að hlusta á og hljóðrita síma skjólstæðings síns. Aðalmeðferðinni var frestað af þeim sökum. Maðurinn sem um ræðir gegnir lykilhlutverki í málinu en hann var starfsmaður ríkisskattstjóra þegar meint brot áttu sér stað. Alls eru átta einstaklingar grunaðir um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Verjandinn, Björgvin Þorsteinsson, sagði að á grundvelli úrskurðar dómarans, um að heimila símhlustun, hafi mögulega fengist gögn sem gætu ráðið úrslitum í málinu. Dómari hafi gerst uppvís af mannréttindabrotum með því að taka sæti í dómnum. Dómurinn hafnaði kröfu Björgvins. Björgvin ákvað hins vegar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og var aðalmeðferð málsins þar af leiðandi frestað um tíma. Verjendur annarra sakborninga voru afar ósáttir við kröfu Björgvins enda eru tæp sex ár frá því að rannsókn á málinu hófst, og ekki er gert ráð fyrir að aðalmeðferðinni verði framhaldið fyrr en í mars eða apríl.Settu á fót sýndarfyrirtæki Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Rannsókn lögreglu var viðamikil enda teygði málið anga sína til Venesúela í Suður-Ameríku, þar sem einn höfuðpauranna, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Tengdar fréttir Farið fram á frávísun í einu umfangsmesta skattsvikamáli hér á landi Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. október 2016 15:46 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Farið var fram á að einn þriggja dómara í umfangsmiklu skattsvikamáli víki sæti í málinu við aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Taldi verjandi eins sakborningsins að dómarinn hefði brotið gegn lögum með því að heimila lögreglustjóra að hlusta á og hljóðrita síma skjólstæðings síns. Aðalmeðferðinni var frestað af þeim sökum. Maðurinn sem um ræðir gegnir lykilhlutverki í málinu en hann var starfsmaður ríkisskattstjóra þegar meint brot áttu sér stað. Alls eru átta einstaklingar grunaðir um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Verjandinn, Björgvin Þorsteinsson, sagði að á grundvelli úrskurðar dómarans, um að heimila símhlustun, hafi mögulega fengist gögn sem gætu ráðið úrslitum í málinu. Dómari hafi gerst uppvís af mannréttindabrotum með því að taka sæti í dómnum. Dómurinn hafnaði kröfu Björgvins. Björgvin ákvað hins vegar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og var aðalmeðferð málsins þar af leiðandi frestað um tíma. Verjendur annarra sakborninga voru afar ósáttir við kröfu Björgvins enda eru tæp sex ár frá því að rannsókn á málinu hófst, og ekki er gert ráð fyrir að aðalmeðferðinni verði framhaldið fyrr en í mars eða apríl.Settu á fót sýndarfyrirtæki Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Rannsókn lögreglu var viðamikil enda teygði málið anga sína til Venesúela í Suður-Ameríku, þar sem einn höfuðpauranna, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum.
Tengdar fréttir Farið fram á frávísun í einu umfangsmesta skattsvikamáli hér á landi Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. október 2016 15:46 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Farið fram á frávísun í einu umfangsmesta skattsvikamáli hér á landi Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. október 2016 15:46
Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30
Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30