Stjórnarsáttmálinn að taka á sig mynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 10:55 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir sé að taka á sig mynd. Hann ræddi stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í Bítinu í morgun en flokkarnir funda í þinghúsinu núna klukkan 11. „Það er verið að fara yfir málefnin. Það hefur nú komið fram margoft að við erum búin að fara yfir þetta aftur og aftur, þessir sömu flokkar, og nú erum við loksins komin að því að fara að færa svolítið á blað þannig að þetta er að taka á sig mynd. [...] Hvað eigum við að kalla það? Stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt. Aðspurður sagði Benedikt að skipting ráðuneyta á milli flokkanna væri ekki frágengin þó hún hafi vissulega verið rædd en Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra í ríkisstjórninni auk forseta þingsins, þá fengi Viðreisn þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Í Fréttablaðinu í dag var síðan sagt frá því að Benedikt vilji setjast í stól fjármálaráðherra. Benedikt sagði að það væri talsvert eftir sem leggja þarf lokahönd á en það væru ekki endilega málefni þar sem væru miklar deilur á milli flokkanna. Þá sagði hann að honum dytti ekki í hug neitt sérstakt mál sem gæti orðið til þess að viðræðurnar færu út um þúfur. Spurður að því hvort þetta væri þar af leiðandi ekki spurning um hvort heldur hvenær flokkarnir mynda ríkisstjórn sagði Benedikt: „Þetta er ekki búið fyrr en það er alveg búið en þetta hefur verið að færast nær og nær og þokast alltaf áfram. Ég er ánægður með það því auðvitað vill maður að þetta klárist.“ Þá sagði Benedikt að á fundi flokkanna í dag yrði haldið áfram að fara yfir það sem væri komið á blað og kannski yrði einhverju bætt við. En næst að klára viðræðurnar fyrir helgi? „Ég er ekki viss og mér finnst það eiginlega ekki skipta öllu máli heldur aðallega það að þetta færist í rétta átt og klárist og við getum síðan farið að gera góð verk fyrir þjóðina.“Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00 Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir sé að taka á sig mynd. Hann ræddi stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í Bítinu í morgun en flokkarnir funda í þinghúsinu núna klukkan 11. „Það er verið að fara yfir málefnin. Það hefur nú komið fram margoft að við erum búin að fara yfir þetta aftur og aftur, þessir sömu flokkar, og nú erum við loksins komin að því að fara að færa svolítið á blað þannig að þetta er að taka á sig mynd. [...] Hvað eigum við að kalla það? Stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt. Aðspurður sagði Benedikt að skipting ráðuneyta á milli flokkanna væri ekki frágengin þó hún hafi vissulega verið rædd en Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra í ríkisstjórninni auk forseta þingsins, þá fengi Viðreisn þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Í Fréttablaðinu í dag var síðan sagt frá því að Benedikt vilji setjast í stól fjármálaráðherra. Benedikt sagði að það væri talsvert eftir sem leggja þarf lokahönd á en það væru ekki endilega málefni þar sem væru miklar deilur á milli flokkanna. Þá sagði hann að honum dytti ekki í hug neitt sérstakt mál sem gæti orðið til þess að viðræðurnar færu út um þúfur. Spurður að því hvort þetta væri þar af leiðandi ekki spurning um hvort heldur hvenær flokkarnir mynda ríkisstjórn sagði Benedikt: „Þetta er ekki búið fyrr en það er alveg búið en þetta hefur verið að færast nær og nær og þokast alltaf áfram. Ég er ánægður með það því auðvitað vill maður að þetta klárist.“ Þá sagði Benedikt að á fundi flokkanna í dag yrði haldið áfram að fara yfir það sem væri komið á blað og kannski yrði einhverju bætt við. En næst að klára viðræðurnar fyrir helgi? „Ég er ekki viss og mér finnst það eiginlega ekki skipta öllu máli heldur aðallega það að þetta færist í rétta átt og klárist og við getum síðan farið að gera góð verk fyrir þjóðina.“Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00 Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21
Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00
Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22