Ekki búið að raða í ráðherrastóla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. janúar 2017 22:22 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ganga ágætlega, en að ekki sé búið að raða niður í embætti. Hann segist jafnframt telja að allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða vegna ástandsins í heilbrigðiskerfinu. Óttarr var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég veit nú ekki hvernig maður á að orða það en þessi vinna gengur ágætlega. Við höfum verið á hverjum degi að fara yfir málin og sitjum aðeins yfir og erum að reyna að orða hlutina og átta okkur á dýptinni í samtalinu. Þetta gengur ágætlega en við erum kannski ekki búin að landa þessu ennþá,“ segir Óttarr í samtali við fréttastofu.Þið eruð náttúrulega ekki í óformlegum viðræðum lengur. Þið eruð í raun og veru að smíða stjórnarsáttmála?„Já það má segja að það endi í því en við erum að fara yfir alla málaflokka og skoða. Bæði út frá því sem flokkarnir hafa verið að segja, en líka út frá því sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Vinnuna í þinginu með fjárlögin og svo framvegis sem sýna kannski forgangsröðunina í því sem skiptir máli. Auðvitað efnahagsmálin, staðan í efnahagsmálunum. Staðan í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að gera heilmikið í. Þannig að við erum hægt og rólega að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað með hverjum deginum þá verður maður aðeins bjartsýnni.“Þannig að þið eruð auðvitað, eins og þú segir, ekki bara í þessum málum sem hafa verið kölluð erfiðu málin. Þið eruð auðvitað að fara í alla málaflokka því þeir þurfa að vera klárir ef þið ætlið að vinna saman?Já það þarf allavega að vera á tæru að við séum tilbúin að vinna saman í öllum málum og ég held að það sem hafi breyst á þessum mánuðum er að allir flokkarnir og allir í pólitíkinni meðvitaðri um þessa ábyrgð að þurfa að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún má ekki bara vera óskastjórn þessara flokka sem taka þátt í henni, heldur líka hugsa um allan almenning í landinu.Vísir greindi frá því fyrr í dag að búið væri að ákveða ráðuneytisfjölda og að Sjálfstæðisflokkur fengi fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo, en aðspurður segir að ekki sé búið að raða niður í embættin „Það er ekki komið svo langt að það sé búið að ákveða þetta, en auðvitað höfum við verið að skoða verkaskiptinguna með öðru. Það er ljóst að það verða ráðherrar í þessari ríkisstjórn en við erum ekki búnir að raða niður í embættin ennþá.“ Kosningar 2016 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ganga ágætlega, en að ekki sé búið að raða niður í embætti. Hann segist jafnframt telja að allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða vegna ástandsins í heilbrigðiskerfinu. Óttarr var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég veit nú ekki hvernig maður á að orða það en þessi vinna gengur ágætlega. Við höfum verið á hverjum degi að fara yfir málin og sitjum aðeins yfir og erum að reyna að orða hlutina og átta okkur á dýptinni í samtalinu. Þetta gengur ágætlega en við erum kannski ekki búin að landa þessu ennþá,“ segir Óttarr í samtali við fréttastofu.Þið eruð náttúrulega ekki í óformlegum viðræðum lengur. Þið eruð í raun og veru að smíða stjórnarsáttmála?„Já það má segja að það endi í því en við erum að fara yfir alla málaflokka og skoða. Bæði út frá því sem flokkarnir hafa verið að segja, en líka út frá því sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Vinnuna í þinginu með fjárlögin og svo framvegis sem sýna kannski forgangsröðunina í því sem skiptir máli. Auðvitað efnahagsmálin, staðan í efnahagsmálunum. Staðan í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að gera heilmikið í. Þannig að við erum hægt og rólega að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað með hverjum deginum þá verður maður aðeins bjartsýnni.“Þannig að þið eruð auðvitað, eins og þú segir, ekki bara í þessum málum sem hafa verið kölluð erfiðu málin. Þið eruð auðvitað að fara í alla málaflokka því þeir þurfa að vera klárir ef þið ætlið að vinna saman?Já það þarf allavega að vera á tæru að við séum tilbúin að vinna saman í öllum málum og ég held að það sem hafi breyst á þessum mánuðum er að allir flokkarnir og allir í pólitíkinni meðvitaðri um þessa ábyrgð að þurfa að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún má ekki bara vera óskastjórn þessara flokka sem taka þátt í henni, heldur líka hugsa um allan almenning í landinu.Vísir greindi frá því fyrr í dag að búið væri að ákveða ráðuneytisfjölda og að Sjálfstæðisflokkur fengi fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo, en aðspurður segir að ekki sé búið að raða niður í embættin „Það er ekki komið svo langt að það sé búið að ákveða þetta, en auðvitað höfum við verið að skoða verkaskiptinguna með öðru. Það er ljóst að það verða ráðherrar í þessari ríkisstjórn en við erum ekki búnir að raða niður í embættin ennþá.“
Kosningar 2016 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira