Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Jón hÁKON Halldórsson skrifar 5. janúar 2017 06:00 Formaðurinn Benedikt Jóhannsson verður einn þriggja ráðherra Viðreisnar. vísir/ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sækist eftir því að verða fjármálaráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð, fari svo að flokkunum takist að mynda stjórn. Viðræður milli flokkanna héldu áfram í gær en fundi forystumanna flokkanna lauk á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er enn unnið út frá áætlun um að klára þær fyrir lok vikunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fjölmiðlamenn þegar hann fékk umboð frá forseta Íslands til þess að mynda stjórn að gengið væri út frá því að hann yrði forsætisráðherra. Búist er við því að Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir verði ráðherrar fyrir Bjarta framtíð. Ekki liggur fyrir hvaða ráðherraembættum þau sækjast eftir. Hins vegar liggur fyrir að innan þingflokksins er áhugi fyrir því að flokkurinn taki að sér annars vegar atvinnuvegaráðuneytið og hins vegar umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vinna flokkanna þriggja að stjórnarsáttmála vel á veg komin og til stóð að hefja umræður um skiptingu ráðuneyta milli flokka í gær eða í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forseta Alþingis. Ekki er búist við því að ráðuneytum verði fjölgað en hugsanlegt er að verkefni verði flutt til milli ráðuneyta. Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur einungis á að skipa fjórum þingmönnum. Verði tveir þeirra ráðherrar liggur fyrir að einungis tveir þeirra geta tekið sæti í nefndum þingsins. Rætt hefur verið um það að ráðherrar flokksins afsali sér þá þingmennsku. Búist er við því að ákvörðun um þetta verði tekin í dag eða á allra næstu dögum. Þingflokkur Viðreisnar telur sjö þingmenn en eins og áður segir herma heimildir fréttastofu að flokkurinn hljóti þrjú ráðherraembætti. Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, sækist af ákafa eftir fjármálaráðuneytinu. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmenn flokksins, sækist líka eftir ráðherraembættum af fullum þunga. Þó sé ekki útilokað að Hanna Katrín Friðriksson hljóti eitt af þessum þremur ráðherraembættum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sækist eftir því að verða fjármálaráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð, fari svo að flokkunum takist að mynda stjórn. Viðræður milli flokkanna héldu áfram í gær en fundi forystumanna flokkanna lauk á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er enn unnið út frá áætlun um að klára þær fyrir lok vikunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fjölmiðlamenn þegar hann fékk umboð frá forseta Íslands til þess að mynda stjórn að gengið væri út frá því að hann yrði forsætisráðherra. Búist er við því að Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir verði ráðherrar fyrir Bjarta framtíð. Ekki liggur fyrir hvaða ráðherraembættum þau sækjast eftir. Hins vegar liggur fyrir að innan þingflokksins er áhugi fyrir því að flokkurinn taki að sér annars vegar atvinnuvegaráðuneytið og hins vegar umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vinna flokkanna þriggja að stjórnarsáttmála vel á veg komin og til stóð að hefja umræður um skiptingu ráðuneyta milli flokka í gær eða í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forseta Alþingis. Ekki er búist við því að ráðuneytum verði fjölgað en hugsanlegt er að verkefni verði flutt til milli ráðuneyta. Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur einungis á að skipa fjórum þingmönnum. Verði tveir þeirra ráðherrar liggur fyrir að einungis tveir þeirra geta tekið sæti í nefndum þingsins. Rætt hefur verið um það að ráðherrar flokksins afsali sér þá þingmennsku. Búist er við því að ákvörðun um þetta verði tekin í dag eða á allra næstu dögum. Þingflokkur Viðreisnar telur sjö þingmenn en eins og áður segir herma heimildir fréttastofu að flokkurinn hljóti þrjú ráðherraembætti. Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, sækist af ákafa eftir fjármálaráðuneytinu. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmenn flokksins, sækist líka eftir ráðherraembættum af fullum þunga. Þó sé ekki útilokað að Hanna Katrín Friðriksson hljóti eitt af þessum þremur ráðherraembættum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21