Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2017 20:48 Bjarni Benediktsson eftir fund sinn með þingflokknum í Valhöll í morgun. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. RÚV greinir frá.Skýrslan var birt í gær en um þrír mánuðir eru frá því að starfshópurinn skilaði skýrslunni af sér. Stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fóru fram í október. Bjarni gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. „Þeir sem eru reiðir eru pólitískir andstæðingar mínir fyrst og fremst. Formenn í stjórnmálaflokk, fyrrverandi formenn sem eru að reyna að gera sér pólitískan mat úr þessu,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Telur Bjarni að stór hluti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar í haust hafi snúið um aflandsfélög og Panama-skjölin og ekkert í skýrslunni sem um ræðir setji þau mál í nýtt ljós. „Þetta er auðvitað allt saman tómur þvættingur og fyrirsláttur og ekkert nema pólitík,“ sagði Bjarni við RÚV. Bjarni segir að hann hafi fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar þannig að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar gæti mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur farið fram á það að efnahags- og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Segir hún að spurningar hafi vaknað af hverju skýrslan hafi ekki verið birt fyrr og margt þurfi að skoða í framhaldinu. Bjarni vísar því þó á bug að hann hafi haldið skýrslunni leyndri fram yfir kosningar. „Nei, ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það bara er ekki þannig,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. RÚV greinir frá.Skýrslan var birt í gær en um þrír mánuðir eru frá því að starfshópurinn skilaði skýrslunni af sér. Stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fóru fram í október. Bjarni gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. „Þeir sem eru reiðir eru pólitískir andstæðingar mínir fyrst og fremst. Formenn í stjórnmálaflokk, fyrrverandi formenn sem eru að reyna að gera sér pólitískan mat úr þessu,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Telur Bjarni að stór hluti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar í haust hafi snúið um aflandsfélög og Panama-skjölin og ekkert í skýrslunni sem um ræðir setji þau mál í nýtt ljós. „Þetta er auðvitað allt saman tómur þvættingur og fyrirsláttur og ekkert nema pólitík,“ sagði Bjarni við RÚV. Bjarni segir að hann hafi fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar þannig að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar gæti mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur farið fram á það að efnahags- og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Segir hún að spurningar hafi vaknað af hverju skýrslan hafi ekki verið birt fyrr og margt þurfi að skoða í framhaldinu. Bjarni vísar því þó á bug að hann hafi haldið skýrslunni leyndri fram yfir kosningar. „Nei, ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það bara er ekki þannig,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16
Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent