Louvre safnið fékk 2 milljónum færri gesta í fyrra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2017 15:05 Öryggisgæsla hefur verið stórhert við Louvre safnið eftir hryðjuverkaárásir í borginni. Vísir/EPA Gestum Louvre listaverkasafnsins í París fækkaði um 2 milljónir í fyrra. Safnið græddi því tíu milljónum evra minna árið 2016 heldur en árið áður. Forstöðumaður safnsins segir að ótti við hryðjuverk sé um að kenna. Guardian greinir frá. Jean Luc Martinez, umræddur forstöðumaður segir að „árið hafi verið erfitt“ fyrir flesta ferðamannastaði í borginni og að gestafjöldi hafi farið niður um 15 prósent frá því á árinu 2015 en 9,7 milljón manns heimsóttu safnið. Hann sagðist þrátt fyrir erfiðleikana vera vongóður um að miðasala myndi aukast á ný á nýju ári. „Við gerum allt sem við getum til að takast á við þetta. Staðan er alvarleg en ég er rólegur. Við höfum lent í erfiðleikum áður, til að mynda eftir hryðjuverkaárásirnar í september árið 2001, en þá tók það okkur þrjú ár að jafna okkur“ segir Martinez en fjöldi ferðamanna í Frakklandi hefur hríðfallið eftir hryðjuverkaárásir þar undanfarið. Þá hefur hækkun yfirborðs ánnar Signu ekki hjálpað en safnið neyddist til að loka í nokkra daga í júní vegna hættu á því að vatn flæddi inn í kjallara safnsins. Að sögn Martinez hafa öryggismál safnsins verið uppfærð til að koma til móts við ferðamenn og eins og hefur komið fram er hann bjartsýnn á nýtt ár. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Gestum Louvre listaverkasafnsins í París fækkaði um 2 milljónir í fyrra. Safnið græddi því tíu milljónum evra minna árið 2016 heldur en árið áður. Forstöðumaður safnsins segir að ótti við hryðjuverk sé um að kenna. Guardian greinir frá. Jean Luc Martinez, umræddur forstöðumaður segir að „árið hafi verið erfitt“ fyrir flesta ferðamannastaði í borginni og að gestafjöldi hafi farið niður um 15 prósent frá því á árinu 2015 en 9,7 milljón manns heimsóttu safnið. Hann sagðist þrátt fyrir erfiðleikana vera vongóður um að miðasala myndi aukast á ný á nýju ári. „Við gerum allt sem við getum til að takast á við þetta. Staðan er alvarleg en ég er rólegur. Við höfum lent í erfiðleikum áður, til að mynda eftir hryðjuverkaárásirnar í september árið 2001, en þá tók það okkur þrjú ár að jafna okkur“ segir Martinez en fjöldi ferðamanna í Frakklandi hefur hríðfallið eftir hryðjuverkaárásir þar undanfarið. Þá hefur hækkun yfirborðs ánnar Signu ekki hjálpað en safnið neyddist til að loka í nokkra daga í júní vegna hættu á því að vatn flæddi inn í kjallara safnsins. Að sögn Martinez hafa öryggismál safnsins verið uppfærð til að koma til móts við ferðamenn og eins og hefur komið fram er hann bjartsýnn á nýtt ár.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira