Raufarhólshellir lokaður og læstur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2017 08:00 Mikið timburþil hefur verið sniðið vandlega að munna Raufarhólshellis. Fréttablaðið/Eyþór Mikið þil var nýlega sett upp fyrir munna Raufarhólshellis í Þrengslum. Almenningur fær ekki framar að koma inn í hellinn nema að greiða aðgangseyri. Óljóst hvenær fjárfestar, sem tekið hafa landið á leigu, opna hellisdyrnar. „Gert verður ráð fyrir lýsingu inni í hellinum til að lýsa upp áhugaverðar jarðmyndanir. Hellirinn er stórgrýttur á köflum og dimmt þar inni. Til að tryggja öryggi gesta verða stígar hlaðnir og/eða smíðaðir pallar eftir aðstæðum,“ segir í skipulagslýsingu á vef sveitarfélagsins Ölfuss sem kveður uppbygginguna í samræmi við stefnu sína um afþreyingu- og ferðamannastaði.Óljóst er hvenær fjárfestar sem leigja Raufarhólshelli opna hann aftur og byrja að rukka aðgangseyri. Fréttablaðið/EyþórEinnig á að byggja allt að 200 fermetra hús, stækka bílaplan til að auðvelda rútum aðkomu, leggja rafmagn að svæðinu og bora eftir neysluvatni. Raufarhólshellir er fjórði stærsti hellir Íslands og er á náttúruminjaskrá. „Hellirinn hefur lengi verið áfangastaður ferðafólks og gestafjöldi á svæðinu er orðinn mikill,“ segir í skipulagslýsingunni. „Landeigendur telja mikilvægt að koma upp aðstöðu og eftirliti til að tryggja að hellirinn og nærumhverfi hans verði ekki fyrir frekari skemmdum.“ Eiríkur Ingvarsson, fulltrúi landeigenda, sagði í Fréttablaðinu í júlí í fyrrasumar að ásóknin væri gríðarleg og að nánast væri búið að hreinsa hellinn af dropasteinum. Hallgrímur Kristinsson, talsmaður fjárfestanna, sagði í sömu frétt að ferð í hellinn yrði ódýr afþreying fyrir ferðamenn samanborið við margt annað sem í boði væri. Dyr eru neðst á þilinu en þær eru læstar með hengilás. Fréttablaðið/Eyþór Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Mikið þil var nýlega sett upp fyrir munna Raufarhólshellis í Þrengslum. Almenningur fær ekki framar að koma inn í hellinn nema að greiða aðgangseyri. Óljóst hvenær fjárfestar, sem tekið hafa landið á leigu, opna hellisdyrnar. „Gert verður ráð fyrir lýsingu inni í hellinum til að lýsa upp áhugaverðar jarðmyndanir. Hellirinn er stórgrýttur á köflum og dimmt þar inni. Til að tryggja öryggi gesta verða stígar hlaðnir og/eða smíðaðir pallar eftir aðstæðum,“ segir í skipulagslýsingu á vef sveitarfélagsins Ölfuss sem kveður uppbygginguna í samræmi við stefnu sína um afþreyingu- og ferðamannastaði.Óljóst er hvenær fjárfestar sem leigja Raufarhólshelli opna hann aftur og byrja að rukka aðgangseyri. Fréttablaðið/EyþórEinnig á að byggja allt að 200 fermetra hús, stækka bílaplan til að auðvelda rútum aðkomu, leggja rafmagn að svæðinu og bora eftir neysluvatni. Raufarhólshellir er fjórði stærsti hellir Íslands og er á náttúruminjaskrá. „Hellirinn hefur lengi verið áfangastaður ferðafólks og gestafjöldi á svæðinu er orðinn mikill,“ segir í skipulagslýsingunni. „Landeigendur telja mikilvægt að koma upp aðstöðu og eftirliti til að tryggja að hellirinn og nærumhverfi hans verði ekki fyrir frekari skemmdum.“ Eiríkur Ingvarsson, fulltrúi landeigenda, sagði í Fréttablaðinu í júlí í fyrrasumar að ásóknin væri gríðarleg og að nánast væri búið að hreinsa hellinn af dropasteinum. Hallgrímur Kristinsson, talsmaður fjárfestanna, sagði í sömu frétt að ferð í hellinn yrði ódýr afþreying fyrir ferðamenn samanborið við margt annað sem í boði væri. Dyr eru neðst á þilinu en þær eru læstar með hengilás. Fréttablaðið/Eyþór
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira