Raufarhólshellir lokaður og læstur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2017 08:00 Mikið timburþil hefur verið sniðið vandlega að munna Raufarhólshellis. Fréttablaðið/Eyþór Mikið þil var nýlega sett upp fyrir munna Raufarhólshellis í Þrengslum. Almenningur fær ekki framar að koma inn í hellinn nema að greiða aðgangseyri. Óljóst hvenær fjárfestar, sem tekið hafa landið á leigu, opna hellisdyrnar. „Gert verður ráð fyrir lýsingu inni í hellinum til að lýsa upp áhugaverðar jarðmyndanir. Hellirinn er stórgrýttur á köflum og dimmt þar inni. Til að tryggja öryggi gesta verða stígar hlaðnir og/eða smíðaðir pallar eftir aðstæðum,“ segir í skipulagslýsingu á vef sveitarfélagsins Ölfuss sem kveður uppbygginguna í samræmi við stefnu sína um afþreyingu- og ferðamannastaði.Óljóst er hvenær fjárfestar sem leigja Raufarhólshelli opna hann aftur og byrja að rukka aðgangseyri. Fréttablaðið/EyþórEinnig á að byggja allt að 200 fermetra hús, stækka bílaplan til að auðvelda rútum aðkomu, leggja rafmagn að svæðinu og bora eftir neysluvatni. Raufarhólshellir er fjórði stærsti hellir Íslands og er á náttúruminjaskrá. „Hellirinn hefur lengi verið áfangastaður ferðafólks og gestafjöldi á svæðinu er orðinn mikill,“ segir í skipulagslýsingunni. „Landeigendur telja mikilvægt að koma upp aðstöðu og eftirliti til að tryggja að hellirinn og nærumhverfi hans verði ekki fyrir frekari skemmdum.“ Eiríkur Ingvarsson, fulltrúi landeigenda, sagði í Fréttablaðinu í júlí í fyrrasumar að ásóknin væri gríðarleg og að nánast væri búið að hreinsa hellinn af dropasteinum. Hallgrímur Kristinsson, talsmaður fjárfestanna, sagði í sömu frétt að ferð í hellinn yrði ódýr afþreying fyrir ferðamenn samanborið við margt annað sem í boði væri. Dyr eru neðst á þilinu en þær eru læstar með hengilás. Fréttablaðið/Eyþór Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Mikið þil var nýlega sett upp fyrir munna Raufarhólshellis í Þrengslum. Almenningur fær ekki framar að koma inn í hellinn nema að greiða aðgangseyri. Óljóst hvenær fjárfestar, sem tekið hafa landið á leigu, opna hellisdyrnar. „Gert verður ráð fyrir lýsingu inni í hellinum til að lýsa upp áhugaverðar jarðmyndanir. Hellirinn er stórgrýttur á köflum og dimmt þar inni. Til að tryggja öryggi gesta verða stígar hlaðnir og/eða smíðaðir pallar eftir aðstæðum,“ segir í skipulagslýsingu á vef sveitarfélagsins Ölfuss sem kveður uppbygginguna í samræmi við stefnu sína um afþreyingu- og ferðamannastaði.Óljóst er hvenær fjárfestar sem leigja Raufarhólshelli opna hann aftur og byrja að rukka aðgangseyri. Fréttablaðið/EyþórEinnig á að byggja allt að 200 fermetra hús, stækka bílaplan til að auðvelda rútum aðkomu, leggja rafmagn að svæðinu og bora eftir neysluvatni. Raufarhólshellir er fjórði stærsti hellir Íslands og er á náttúruminjaskrá. „Hellirinn hefur lengi verið áfangastaður ferðafólks og gestafjöldi á svæðinu er orðinn mikill,“ segir í skipulagslýsingunni. „Landeigendur telja mikilvægt að koma upp aðstöðu og eftirliti til að tryggja að hellirinn og nærumhverfi hans verði ekki fyrir frekari skemmdum.“ Eiríkur Ingvarsson, fulltrúi landeigenda, sagði í Fréttablaðinu í júlí í fyrrasumar að ásóknin væri gríðarleg og að nánast væri búið að hreinsa hellinn af dropasteinum. Hallgrímur Kristinsson, talsmaður fjárfestanna, sagði í sömu frétt að ferð í hellinn yrði ódýr afþreying fyrir ferðamenn samanborið við margt annað sem í boði væri. Dyr eru neðst á þilinu en þær eru læstar með hengilás. Fréttablaðið/Eyþór
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira