Innlent

Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Konan var úrskurðuð látin við komu til Reykjavíkur.
Konan var úrskurðuð látin við komu til Reykjavíkur. Vísir
Þýsk kona sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru skammt austan Dyrhólaeyjar fyrr í dag er látin. Konan var úrskurðuð látin við komu til Reykjavíkur.

Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlunnar og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. Mikið brim var í fjörunni og voru aðstæður til leitarinnar því erfiðar.

Konan fannst vestast í Reynisfjöru klukkan rúmlega 14 en leitin tók um það bil eina klukkustund.

Konan, sem var 47 ára, var í för með fjölskyldu sinni þegar slysið átti sér stað. Eiginmaður hennar og tvö börn höfnuðu einnig í sjónum, en tókst þeim sjálfum að koma sér upp úr og munu þau ekki hafa slasast.

Hér að neðan má sjá hvar Kirkjufjara er en hún er aðeins frá Reynisfjöru.map.is

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.