Gamla flugstöðin í Keflavík hverfur Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2017 21:15 Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, við gömlu flugstöðina í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ákveðið hefur verið að rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefst niðurrif hennar strax eftir helgi. Flugskýli verður reist í staðinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugstöðin í Varnarstöðinni þjónaði sem aðalmillilandaflugstöð Íslendinga í aldarfjórðung, frá því snemma á sjöunda áratugnum og fram til ársins 1987 er Leifsstöð var opnuð. Þar hófst ferðin til útlanda, þar voru innritunarborðin og síðan tók við vegabréfaskoðun og vopnaleit.Þarna hófst utanlandsferðin þegar gengið var inn í brottfararsalinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir innan var bandaríski herinn hins vegar búinn að breyta flestum innréttingum, en hann notaði flugstöðina þar til Varnarliðið fór. Í frétt Stöðvar 2 sýnir Friðþór Eydal, fulltrúi Isavia, hvar barinn var í flugstöðinni. „Þessi frægi þar sem Íslendingar vöndust á að drekka fyrsta bjórinn eldsnemma á morgnana,” segir Friðþór.Friðþór Eydal sýnir hvar barinn var í gömlu flugstöðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Barinn er löngu horfinn. Það er helst að eldri Íslendingar þekki aftur salinn þar sem menn fengu töskurnar og fóru í gegnum tollskoðun. Margir muna eftir glugganum á efri hæðinni þar sem sjá mátti flugvélarnar koma. En nú eru örlög hússins ráðin: „Já, það verður rifið og niðurrifið hefst bara á allra næstu dögum og því á að vera lokið í mars,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vél Loftleiða séð af efri hæð gömlu flugstöðvarinnar um miðjan sjöunda áratuginn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Einhverjir spyrja kannski hvort ástæða hafi verið til að halda í húsið í ljósi sögulegs gildis. En Friðþór spyr á móti hver eigi þá að borga fyrir það. En kom til greina að halda flugstöðinni, til dæmis fyrir innanlandsflug? Guðjón kveðst ekki vita til þess að nein slík ósk hafi borist. „Þetta hús hefur ekki verið notað síðan Varnarliðið fór. Svo er komin upp mygla á nokkrum stöðum í húsinu. Svo er það í rauninni, má segja, barn síns tíma.”Flugstöðin var tekin í notkun árið 1949.Mynd/Isavia.Flugvélar nýta enn stæðin fyrir utan gömlu flugstöðina. En núna þarf hún að víkja fyrir nýrri starfsemi. Reisa á flugskýli á staðnum, samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Ákveðið hefur verið að rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefst niðurrif hennar strax eftir helgi. Flugskýli verður reist í staðinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugstöðin í Varnarstöðinni þjónaði sem aðalmillilandaflugstöð Íslendinga í aldarfjórðung, frá því snemma á sjöunda áratugnum og fram til ársins 1987 er Leifsstöð var opnuð. Þar hófst ferðin til útlanda, þar voru innritunarborðin og síðan tók við vegabréfaskoðun og vopnaleit.Þarna hófst utanlandsferðin þegar gengið var inn í brottfararsalinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir innan var bandaríski herinn hins vegar búinn að breyta flestum innréttingum, en hann notaði flugstöðina þar til Varnarliðið fór. Í frétt Stöðvar 2 sýnir Friðþór Eydal, fulltrúi Isavia, hvar barinn var í flugstöðinni. „Þessi frægi þar sem Íslendingar vöndust á að drekka fyrsta bjórinn eldsnemma á morgnana,” segir Friðþór.Friðþór Eydal sýnir hvar barinn var í gömlu flugstöðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Barinn er löngu horfinn. Það er helst að eldri Íslendingar þekki aftur salinn þar sem menn fengu töskurnar og fóru í gegnum tollskoðun. Margir muna eftir glugganum á efri hæðinni þar sem sjá mátti flugvélarnar koma. En nú eru örlög hússins ráðin: „Já, það verður rifið og niðurrifið hefst bara á allra næstu dögum og því á að vera lokið í mars,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vél Loftleiða séð af efri hæð gömlu flugstöðvarinnar um miðjan sjöunda áratuginn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Einhverjir spyrja kannski hvort ástæða hafi verið til að halda í húsið í ljósi sögulegs gildis. En Friðþór spyr á móti hver eigi þá að borga fyrir það. En kom til greina að halda flugstöðinni, til dæmis fyrir innanlandsflug? Guðjón kveðst ekki vita til þess að nein slík ósk hafi borist. „Þetta hús hefur ekki verið notað síðan Varnarliðið fór. Svo er komin upp mygla á nokkrum stöðum í húsinu. Svo er það í rauninni, má segja, barn síns tíma.”Flugstöðin var tekin í notkun árið 1949.Mynd/Isavia.Flugvélar nýta enn stæðin fyrir utan gömlu flugstöðina. En núna þarf hún að víkja fyrir nýrri starfsemi. Reisa á flugskýli á staðnum, samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15