Kyn ekki haft til hliðsjónar við skipan dómara Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2017 13:15 Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. Nú sé skipting karla og kvenna við héraðsdóma nokkurn vegin jöfn og hún trúi því að þannig verði þróunin einnig við skipan hæstaréttardómara. En þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir að jafnréttissjónarmið séu ekki höfð til hliðsjónar við skipan hæstaréttardómara. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær út í viðhorf ráðherrans til jafnrar stöðu karla og kvenna í dómaraembættum við Hæstarétt. Fagnaði Svandís því að í stjórnarsáttmála stæði "að jafnrétti í víðtækri merkingu væri órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi." Jafnréttissinnar og femínistar í stjórnmálum hefðu talið að með þessari yfirlýsingu væri komin þverpólitísk stemming fyrir því að hafa kynjajafnréttismál á dagskrá. „Allir ráðherra ríkisstjórnarinnar styðja átak til að jafna hlut kynjanna; He For She. En svo bregður svo við að hæstvirtur dómsmálaráðherra segir að aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara sé ekki til velfarnaðar fallið. Virðulegur forseti, ég spyr hæstvirtan ráðherra, hefur ráðherrann engar áhyggjur af kynjahlutföllunum í dómskerfinu og ef svo er, hvernig telur ráðherrann að hún geti rökstutt þá afstöðu sína með hliðsjón af samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Svandís. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði skipta öllu máli að við skipan dómara á öllum stigum dómskerfisins veldust hæfir einstaklingar til starfa. Sérstakri nefnd væri samkvæmt lögum ætlað að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður og þá væri horft til fræðilegs bakgrunns þeirra í víðu tilliti. „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að víkja þessu sjónarmiði til hliðar fyrir það sjónarmið að fjölga tilteknum einstaklingum í réttinn. Á grundvelli einhverra sjónarmiða eins og t.d. kynjasjónarmiða. Ég spyr þá bara á móti, hvaða sjónarmið vilja menn leggja til grundvallar við skipun dómara, spurði Sigríður. Það væri hennar sannfæring að réttarörygginu væri best borgið með því að líta til hæfni umsækjenda. „Ég hef líka sagt að ég hef engar áhyggjur af því eins og staðan er orðin í dag að meðal hæfustu umsækjenda séu konur jafnt sem karlar,“ sagði dómsmálaráðherra. „Ég ætla mér ekki að snúa út úr hennar orðum en það liggur hér í loftinu, og hún hefur þá tækifæri til að leiðrétta það, að hún telji að réttaröryggi sé stefnt í hættu með því að horfa til kynjasjónarmiða. Ég vona auðvitað að það sé ekki hennar afstaða en ég get ekki betur skilið af hennar orðum en að kyn skipti engu máli,“ sagði Svandís. Dómsmálaráðherra benti á að það væri nokkurn vegin jöfn skipting milli kynjanna við héraðsdóma landsins. Nú sætu níu dómarar við Hæstarétt en þeir yrðu sjö eftir næstu áramót. „Ég hef engar áhyggjur af því en að með tímanum, og það auðvitað hefur verið jafnari skipting þar en er akkúrat núna; að þá muni konum auðvitað fjölga við þennan rétt. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að konur muni ekki sækja um stöður sem nú hafa verið auglýstar við hinn nýja Landsrétt. Ég vil líka vekja athygli á því að í valnefndinni sem ég nefndi, valnefnd sem er falið að meta hæfi kvenna og karla, sitja nú fleiri konur en karlar,“ sagði Sigríður Andersen. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. Nú sé skipting karla og kvenna við héraðsdóma nokkurn vegin jöfn og hún trúi því að þannig verði þróunin einnig við skipan hæstaréttardómara. En þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir að jafnréttissjónarmið séu ekki höfð til hliðsjónar við skipan hæstaréttardómara. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær út í viðhorf ráðherrans til jafnrar stöðu karla og kvenna í dómaraembættum við Hæstarétt. Fagnaði Svandís því að í stjórnarsáttmála stæði "að jafnrétti í víðtækri merkingu væri órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi." Jafnréttissinnar og femínistar í stjórnmálum hefðu talið að með þessari yfirlýsingu væri komin þverpólitísk stemming fyrir því að hafa kynjajafnréttismál á dagskrá. „Allir ráðherra ríkisstjórnarinnar styðja átak til að jafna hlut kynjanna; He For She. En svo bregður svo við að hæstvirtur dómsmálaráðherra segir að aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara sé ekki til velfarnaðar fallið. Virðulegur forseti, ég spyr hæstvirtan ráðherra, hefur ráðherrann engar áhyggjur af kynjahlutföllunum í dómskerfinu og ef svo er, hvernig telur ráðherrann að hún geti rökstutt þá afstöðu sína með hliðsjón af samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Svandís. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði skipta öllu máli að við skipan dómara á öllum stigum dómskerfisins veldust hæfir einstaklingar til starfa. Sérstakri nefnd væri samkvæmt lögum ætlað að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður og þá væri horft til fræðilegs bakgrunns þeirra í víðu tilliti. „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að víkja þessu sjónarmiði til hliðar fyrir það sjónarmið að fjölga tilteknum einstaklingum í réttinn. Á grundvelli einhverra sjónarmiða eins og t.d. kynjasjónarmiða. Ég spyr þá bara á móti, hvaða sjónarmið vilja menn leggja til grundvallar við skipun dómara, spurði Sigríður. Það væri hennar sannfæring að réttarörygginu væri best borgið með því að líta til hæfni umsækjenda. „Ég hef líka sagt að ég hef engar áhyggjur af því eins og staðan er orðin í dag að meðal hæfustu umsækjenda séu konur jafnt sem karlar,“ sagði dómsmálaráðherra. „Ég ætla mér ekki að snúa út úr hennar orðum en það liggur hér í loftinu, og hún hefur þá tækifæri til að leiðrétta það, að hún telji að réttaröryggi sé stefnt í hættu með því að horfa til kynjasjónarmiða. Ég vona auðvitað að það sé ekki hennar afstaða en ég get ekki betur skilið af hennar orðum en að kyn skipti engu máli,“ sagði Svandís. Dómsmálaráðherra benti á að það væri nokkurn vegin jöfn skipting milli kynjanna við héraðsdóma landsins. Nú sætu níu dómarar við Hæstarétt en þeir yrðu sjö eftir næstu áramót. „Ég hef engar áhyggjur af því en að með tímanum, og það auðvitað hefur verið jafnari skipting þar en er akkúrat núna; að þá muni konum auðvitað fjölga við þennan rétt. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að konur muni ekki sækja um stöður sem nú hafa verið auglýstar við hinn nýja Landsrétt. Ég vil líka vekja athygli á því að í valnefndinni sem ég nefndi, valnefnd sem er falið að meta hæfi kvenna og karla, sitja nú fleiri konur en karlar,“ sagði Sigríður Andersen.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira