Vonaðist eftir að sjá systur sína í lagi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2017 19:45 Fimmtán hundruð fjörutíu og níu einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi frá því fyrsta banaslysið var skráð í ágúst árið nítjánhundruð og fimmtán. Fjórir hafa látist núna í nóvember. Fyrrverandi rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir starf sitt hafa verið erfitt. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst með táknrænni athöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi að viðstöddum viðbragsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki. Daginn er alþjóðlegur og er ætlaður að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra héldu ræðu og þökkuðu viðbragðsaðilum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði þekkir sorgina af eigin raun að missa nákominn í umferðarslysi en 19. janúar 2006 kom hann að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi þar sem lést tvíburasystir hans Þórey Guðmundsdóttir lést. „Ég lagði aftast í bílaröðinni og hljóp eftir henni endilangri í von um að sjá að allt væri í lagi með systur mína. Ég kom á staðinn og sá bíl foreldra okkar í sjónum, á hvolfi. Ég horfði lengi á bílnúmerið á honum og ég hitti fólk á vettvangi en man samt ekki eftir neinu þar. Ég man þó eftir því að ég spurði einn lögreglumann hvar systir mín væri. Hann sagði mér að búið væri að flytja þann sem hafði verið í bílnum á sjúkrahúsið. Meira man ég ekki,“ sagði Þórir þegar hann rifjaði upp atburðinn við minningarathöfnina í dag. Slys Þóreyjar var rakið til farsímanotkunar undir stýri en þessa dagana er sérstakt átak í til að draga úr þessari áhættuhegðun ökumanna. Þórir segir það hafa verið sárt að missa systur sína með þessum hætti. „Með góðum ákvörðunum og góðri hjálp góðs fólk þá er hægt að vinna úr þessu á rétta hátt. Og það höfum við gert í fjölskyldunni minni allavega,“ segir Þórir. Ágúst Mogensen lét af störfum sem rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa nýverið ef 19 ár í starfi. Hann rannsakaði slys Þóreyjar árið 2006. Hann segir starf sitt hafa verið erfitt. „Maður hafði það að leiðarljósi að læra af slysunum. Rannsaka til þess að koma í veg fyrir að sambærileg atvik myndu gerast aftur. Í mínu starfi hjá rannsóknarnefndinni fór ég í um fjögur hundruð sinnum á slysavettvang, bæði alvarleg slys og banaslys og auðvitað hafði það áhrif,“ segir Ágúst Mogensen. Tengdar fréttir Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fimmtán hundruð fjörutíu og níu einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi frá því fyrsta banaslysið var skráð í ágúst árið nítjánhundruð og fimmtán. Fjórir hafa látist núna í nóvember. Fyrrverandi rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir starf sitt hafa verið erfitt. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst með táknrænni athöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi að viðstöddum viðbragsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki. Daginn er alþjóðlegur og er ætlaður að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra héldu ræðu og þökkuðu viðbragðsaðilum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði þekkir sorgina af eigin raun að missa nákominn í umferðarslysi en 19. janúar 2006 kom hann að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi þar sem lést tvíburasystir hans Þórey Guðmundsdóttir lést. „Ég lagði aftast í bílaröðinni og hljóp eftir henni endilangri í von um að sjá að allt væri í lagi með systur mína. Ég kom á staðinn og sá bíl foreldra okkar í sjónum, á hvolfi. Ég horfði lengi á bílnúmerið á honum og ég hitti fólk á vettvangi en man samt ekki eftir neinu þar. Ég man þó eftir því að ég spurði einn lögreglumann hvar systir mín væri. Hann sagði mér að búið væri að flytja þann sem hafði verið í bílnum á sjúkrahúsið. Meira man ég ekki,“ sagði Þórir þegar hann rifjaði upp atburðinn við minningarathöfnina í dag. Slys Þóreyjar var rakið til farsímanotkunar undir stýri en þessa dagana er sérstakt átak í til að draga úr þessari áhættuhegðun ökumanna. Þórir segir það hafa verið sárt að missa systur sína með þessum hætti. „Með góðum ákvörðunum og góðri hjálp góðs fólk þá er hægt að vinna úr þessu á rétta hátt. Og það höfum við gert í fjölskyldunni minni allavega,“ segir Þórir. Ágúst Mogensen lét af störfum sem rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa nýverið ef 19 ár í starfi. Hann rannsakaði slys Þóreyjar árið 2006. Hann segir starf sitt hafa verið erfitt. „Maður hafði það að leiðarljósi að læra af slysunum. Rannsaka til þess að koma í veg fyrir að sambærileg atvik myndu gerast aftur. Í mínu starfi hjá rannsóknarnefndinni fór ég í um fjögur hundruð sinnum á slysavettvang, bæði alvarleg slys og banaslys og auðvitað hafði það áhrif,“ segir Ágúst Mogensen.
Tengdar fréttir Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45