Segja málefni stúdenta vanrækt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 21:23 Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, vill að hugað verði að málefnum stúdenta við myndun stjórnarsáttmála. Aldís Mjöll „Það er okkar skoðun að málefni stúdenta hafi verið vanrækt allt of lengi,“ segir Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, sem fer þess á leit við flokkana sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, Framsóknarflokk, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk, að horfa til sjónarmiða stúdenta við myndun stjórnarsáttmála.Lánasjóðs-og húsnæðismál brýnust í hugum stúdentaÍ aðdraganda nýafstaðinna þingkosninga funduðu fulltrúar allra aðildarfélaga Landssamtaka íslenskra stúdenta og komust að niðurstöðu hvaða málefni það væru sem brýnust væri í hugum stúdenta og gáfu út ályktun þess efnis. Nú, þegar stjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í smíðum var tekin sú ákvörðun að skerpa á málefnum stúdenta og setja tvö mál á oddinn sem eru lánasjóðs- og húsnæðismál. Aldís Mjöll segist ekki hafa farið fram á fund með flokkunum en segir að það væri tilvalið að koma málunum áleiðis í eigin persónu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði frá því fyrr í kvöld að flokkarnir sem eiga í viðræðum nálgist stjórnarmyndunarviðræður með nýjum hætti en þekkist áður. Þau hafi komið að máli við ýmsa aðila í samfélaginu eins og Landlækni, og aðila vinnumarkaðarins.Enginn lánasjóður án stúdentaNú hefur ekki verið eining meðal stúdenta um hvers konar lánasjóðskerfi eigi að vera við lýði, er komin einhver niðurstaða hjá aðildarfélögunum?„Við hjá aðildarfélögum LÍS höfum enn ekki komið saman og rætt efnisleg atriði nýs lánasjóðskerfis en við ákváðum að áhersla númer eitt varðandi lánasjóðsmálin væri aðkoma stúdenta – að byrja þar. Það þyrfti sterka aðkomu stúdenta við myndun nýs kerfis frá upphafi,“ segir Aldís. Hún finnur að því hvernig málum var háttað við gerð „Illuga-frumvarpsins“ svokallaða. Leitað hafi verið til stúdenta þegar búið var að semja frumvarpið. „Okkur finnst eðlilegt og sjálfsagt að það sé aðkoma stúdenta frá upphafi, að það séu að minnsta kosti tveir fulltrúa stúdenta sem komi að vinnunni. Það væri enginn lánasjóður ef það væri ekki fyrir stúdenta,“ segir Aldís. Tengdar fréttir Þitt atkvæði skiptir máli - Kjóstu menntun Síðastliðnar tvær og hálfa viku hafa Landssamtök íslenskra stúdenta í samstarfi við aðildarfélög sín, eða hagsmunafélög íslenskra stúdenta, vakið athygli á stöðu háskólastigsins á Íslandi undir kassamerkinu #kjóstumenntun. 19. október 2017 09:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
„Það er okkar skoðun að málefni stúdenta hafi verið vanrækt allt of lengi,“ segir Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, sem fer þess á leit við flokkana sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, Framsóknarflokk, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk, að horfa til sjónarmiða stúdenta við myndun stjórnarsáttmála.Lánasjóðs-og húsnæðismál brýnust í hugum stúdentaÍ aðdraganda nýafstaðinna þingkosninga funduðu fulltrúar allra aðildarfélaga Landssamtaka íslenskra stúdenta og komust að niðurstöðu hvaða málefni það væru sem brýnust væri í hugum stúdenta og gáfu út ályktun þess efnis. Nú, þegar stjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í smíðum var tekin sú ákvörðun að skerpa á málefnum stúdenta og setja tvö mál á oddinn sem eru lánasjóðs- og húsnæðismál. Aldís Mjöll segist ekki hafa farið fram á fund með flokkunum en segir að það væri tilvalið að koma málunum áleiðis í eigin persónu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði frá því fyrr í kvöld að flokkarnir sem eiga í viðræðum nálgist stjórnarmyndunarviðræður með nýjum hætti en þekkist áður. Þau hafi komið að máli við ýmsa aðila í samfélaginu eins og Landlækni, og aðila vinnumarkaðarins.Enginn lánasjóður án stúdentaNú hefur ekki verið eining meðal stúdenta um hvers konar lánasjóðskerfi eigi að vera við lýði, er komin einhver niðurstaða hjá aðildarfélögunum?„Við hjá aðildarfélögum LÍS höfum enn ekki komið saman og rætt efnisleg atriði nýs lánasjóðskerfis en við ákváðum að áhersla númer eitt varðandi lánasjóðsmálin væri aðkoma stúdenta – að byrja þar. Það þyrfti sterka aðkomu stúdenta við myndun nýs kerfis frá upphafi,“ segir Aldís. Hún finnur að því hvernig málum var háttað við gerð „Illuga-frumvarpsins“ svokallaða. Leitað hafi verið til stúdenta þegar búið var að semja frumvarpið. „Okkur finnst eðlilegt og sjálfsagt að það sé aðkoma stúdenta frá upphafi, að það séu að minnsta kosti tveir fulltrúa stúdenta sem komi að vinnunni. Það væri enginn lánasjóður ef það væri ekki fyrir stúdenta,“ segir Aldís.
Tengdar fréttir Þitt atkvæði skiptir máli - Kjóstu menntun Síðastliðnar tvær og hálfa viku hafa Landssamtök íslenskra stúdenta í samstarfi við aðildarfélög sín, eða hagsmunafélög íslenskra stúdenta, vakið athygli á stöðu háskólastigsins á Íslandi undir kassamerkinu #kjóstumenntun. 19. október 2017 09:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Þitt atkvæði skiptir máli - Kjóstu menntun Síðastliðnar tvær og hálfa viku hafa Landssamtök íslenskra stúdenta í samstarfi við aðildarfélög sín, eða hagsmunafélög íslenskra stúdenta, vakið athygli á stöðu háskólastigsins á Íslandi undir kassamerkinu #kjóstumenntun. 19. október 2017 09:00