Einkunnir eftir tapið gegn Finnlandi: Raggi Sig bestur 2. september 2017 18:00 Byrjunarliðið í dag. vísir/getty Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Eina mark leiksins skoraði Alexander Ring úr stórbrotinni aukaspyrnu eftir átta mínútna leik. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins að Vísi, en hann átti fínan leik í vörn Íslands. Hér að neðan má sjá einkunnir og umsagnir. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Finnland:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið sem ekkert gert í stórglæsilegu marki Finna. Bjargaði vel frá Markanen þegar hann komst í dauðafæri undir lok leiks.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Skilaði sínu eins og alltaf. Tekinn af velli eftir klukkustundaleik til að auka sóknarþungann.Kári Árnason, miðvörður 5 Skilaði boltanum mjög illa frá sér, sér í lagi í fyrri hálfleik. Traustur varnarlega.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 - maður leiksins Fínn leikur hjá Ragnari eins og allri vörninni.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Bjargaði vel frá Markanen í seinni hálfleik. Skilaði sínu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 4 Ágætur í fyrri hálfleik en afleitur í þeim seinni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Braut klaufalega af sér í marki Finna. Kom ekkert út úr honum sóknarlega. Náði ekki að fylgja góðri frammistöðu gegn Króötum eftir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Reyndi að drífa íslenska liðið áfram. Var kominn út úr stöðu í aukaspyrnunni sem leiddi til marksins.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Kom ekkert út úr honum í sókninni.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Hefur oft spilað betur. Íslenska liðið saknaði meira framlags frá sínum besta manni.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Hélt boltanum illa þegar við reyndum að byggja upp spil með að finna hann í lappir. Fyrsta snertingin sveik hann of oft.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Birki Má Sævarsson á 59. mínútu) 3 Bjargaði á marklínu skömmu eftir að hann kom inn á. Fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili, það fyrra þegar hann skafaði upp eftir Jóhann Berg og var því sendur í sturtu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 59. mínútu) 5 Duglegur, en komst lítið í takt við leikinn.Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 88. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Eina mark leiksins skoraði Alexander Ring úr stórbrotinni aukaspyrnu eftir átta mínútna leik. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins að Vísi, en hann átti fínan leik í vörn Íslands. Hér að neðan má sjá einkunnir og umsagnir. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Finnland:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið sem ekkert gert í stórglæsilegu marki Finna. Bjargaði vel frá Markanen þegar hann komst í dauðafæri undir lok leiks.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Skilaði sínu eins og alltaf. Tekinn af velli eftir klukkustundaleik til að auka sóknarþungann.Kári Árnason, miðvörður 5 Skilaði boltanum mjög illa frá sér, sér í lagi í fyrri hálfleik. Traustur varnarlega.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 - maður leiksins Fínn leikur hjá Ragnari eins og allri vörninni.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Bjargaði vel frá Markanen í seinni hálfleik. Skilaði sínu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 4 Ágætur í fyrri hálfleik en afleitur í þeim seinni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Braut klaufalega af sér í marki Finna. Kom ekkert út úr honum sóknarlega. Náði ekki að fylgja góðri frammistöðu gegn Króötum eftir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Reyndi að drífa íslenska liðið áfram. Var kominn út úr stöðu í aukaspyrnunni sem leiddi til marksins.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Kom ekkert út úr honum í sókninni.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Hefur oft spilað betur. Íslenska liðið saknaði meira framlags frá sínum besta manni.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Hélt boltanum illa þegar við reyndum að byggja upp spil með að finna hann í lappir. Fyrsta snertingin sveik hann of oft.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Birki Má Sævarsson á 59. mínútu) 3 Bjargaði á marklínu skömmu eftir að hann kom inn á. Fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili, það fyrra þegar hann skafaði upp eftir Jóhann Berg og var því sendur í sturtu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 59. mínútu) 5 Duglegur, en komst lítið í takt við leikinn.Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 88. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00