Fyrsti og eini sveppaveitingastaður landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2017 20:30 Sveppavefja, sveppasúpa, sveppasmjör, maríneraðir sveppir og sveppaís er meðal þess sem er boðið upp á fyrsta sveppaveitingastað landsins sem hefur verið opnaður á Flúðum. Eigandi staðarins segir að Costco hafi ekki haft nein áhrif á sölu íslenskra sveppa enda sé hann að selja tíu til ellefu tonn af sveppum á viku eins og hann gerðir áður en Costco opnaði. Það eru Flúðasveppir sem hafa opnað nýja veitingastaðinn sem heitir Farmers Bistro. Hugmyndin er meðal annars sótt til Friðheima í Reykholti, þ.e. að gestir geti komið og fengið fræðslu um svepparæktina, auk þess að fá að skoða gróðurhúsin á staðnum áður en farið er inn á nýja veitingastaðinn og fengið að borða, þar sem sveppir eru allsráðandi í matargerðinni. Fjölmenni var við opnun staðarins, m.a. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins svo einhverjir séu nefndir. „Ég er búinn að tileinka mér svolítið þetta slow-food dæmi, sem er alþjóðlegt orðið og mjög sterkt. Þar sem að hugmyndafræðin er þekking, hvað þú borðar, og reyna að borða allt úr nærumhverfinu sem þú getur. Þetta er tvennan í þessu hjá þeim ásamt nokkru öðru eins og kolefnasporið. Að vera ekki að fljúga með matinn heimshorna á milli. Heldur gæta þess að borða það sem er næst þér,“ segir Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa. Georg segir að Flúðasveppir hafi ekki fundið fyrir neinum samdrætti eftir að Costco opnaði á Íslandi þrátt f fyrir að þar sé mikið selt af sveppum. „Það er engin Costco áhrif. Við vitum að þeir eru að flytja inn, en ég er að keppa við innflutning hvort sem er. Þessir stórmarkaðir eru með innflutta sveppi líka. Það er ekkert nýtt fyrir mig að keppa við erlenda sveppi. Það er búið að vera í mörg ár.“ Kolbrún Kristín Daníelsdóttir eða Stína kokkur eins og hún er alltaf kölluð ræður öllu í eldhúsinu á fyrsta og eina sveppaveitingastað landsins. „Sveppir eru bara lífið. Þetta er bara það besta sem hægt er að matreiða úr. Þetta er algjörlega að slá í gegn hjá fólkinu sem er að koma hingað til okkar. Við erum með geggjaðan sveppaís sem er áskorun, að prufa hann. Hann er geggjaður og er gjörsamlega að slá í gegn,“ segir Stína kokkur. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Sveppavefja, sveppasúpa, sveppasmjör, maríneraðir sveppir og sveppaís er meðal þess sem er boðið upp á fyrsta sveppaveitingastað landsins sem hefur verið opnaður á Flúðum. Eigandi staðarins segir að Costco hafi ekki haft nein áhrif á sölu íslenskra sveppa enda sé hann að selja tíu til ellefu tonn af sveppum á viku eins og hann gerðir áður en Costco opnaði. Það eru Flúðasveppir sem hafa opnað nýja veitingastaðinn sem heitir Farmers Bistro. Hugmyndin er meðal annars sótt til Friðheima í Reykholti, þ.e. að gestir geti komið og fengið fræðslu um svepparæktina, auk þess að fá að skoða gróðurhúsin á staðnum áður en farið er inn á nýja veitingastaðinn og fengið að borða, þar sem sveppir eru allsráðandi í matargerðinni. Fjölmenni var við opnun staðarins, m.a. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins svo einhverjir séu nefndir. „Ég er búinn að tileinka mér svolítið þetta slow-food dæmi, sem er alþjóðlegt orðið og mjög sterkt. Þar sem að hugmyndafræðin er þekking, hvað þú borðar, og reyna að borða allt úr nærumhverfinu sem þú getur. Þetta er tvennan í þessu hjá þeim ásamt nokkru öðru eins og kolefnasporið. Að vera ekki að fljúga með matinn heimshorna á milli. Heldur gæta þess að borða það sem er næst þér,“ segir Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa. Georg segir að Flúðasveppir hafi ekki fundið fyrir neinum samdrætti eftir að Costco opnaði á Íslandi þrátt f fyrir að þar sé mikið selt af sveppum. „Það er engin Costco áhrif. Við vitum að þeir eru að flytja inn, en ég er að keppa við innflutning hvort sem er. Þessir stórmarkaðir eru með innflutta sveppi líka. Það er ekkert nýtt fyrir mig að keppa við erlenda sveppi. Það er búið að vera í mörg ár.“ Kolbrún Kristín Daníelsdóttir eða Stína kokkur eins og hún er alltaf kölluð ræður öllu í eldhúsinu á fyrsta og eina sveppaveitingastað landsins. „Sveppir eru bara lífið. Þetta er bara það besta sem hægt er að matreiða úr. Þetta er algjörlega að slá í gegn hjá fólkinu sem er að koma hingað til okkar. Við erum með geggjaðan sveppaís sem er áskorun, að prufa hann. Hann er geggjaður og er gjörsamlega að slá í gegn,“ segir Stína kokkur.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira