„Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Ingvar Þór Björnsson og Samúel Karl Ólason skrifa 12. nóvember 2017 22:31 Miklar umræður sköpuðust á þungum fundi Vinstri grænna í kvöld. Vísir/Stefán Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. Eins og Vísir greindi frá var fundi flokksins um hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn frestað til morguns. Þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun og taka ákvörðun um framhaldið þá. Aðspurð hvort fundurinn hafi verið þungur segir Katrín Jakobsdóttir svo vera. „Já hann var það. Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að mikil umræða hafi skapast. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns,“ segir hún. Katrín segir að hún horfi á þetta út frá málefnum og eðlilegt sé að láta reyna á hvort hægt sé að ná góðum málefnasamning út úr viðræðunum. „Persónulega horfi ég á þetta út frá málefnum og ég tel að við séum ekki komin með neitt í hendurnar enda eru þetta óformlegar þreifingar. Það er mín sannfæring að það sé eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning út úr þessu. Það er í takt við það sem við sögðum fyrir kosningar. Að við séum reiðubúin að vinna með hverjum sem er út frá málefnagrunni.“Sér ekki tilefni til annars en að halda áfram viðræðumKolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki geta talað fyrir aðra flokksmenn en segir að niðurstaðan muni liggja fyrir á morgun. „Mér finnst, eins og við sögðum fyrir kosningar, að við ættum ekki að útiloka neinn flokk. Ég hef ekki séð neitt ennþá sem gefur tilefni til annars en að halda áfram og kanna um hvaða málefni gæti náðst saman,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að þetta snúi fyrst og fremst um málefnin. „Það þarf að skoða ákveðna hluti betur og við klárum það á morgun.“Steingrímur mun fylgja formanni og þingflokksformanni þétt að málumSteingrímur J. Sigfússon segir að mikil umræða hafi skapast á fundinum og hann hafi tekið langan tíma. Hann og annar meðlimur þingflokksins hafi sótt fundinn í gegnum síma og það hafi verið óþægilegt og jafnvel spilað inn í töfina. Því var hann á leið suður til Reykjavíkur þegar Vísir náði af honum tali. Varðandi sína stöðu sagðist Steingrímur fylgja „mínum formann og þingflokksformanni þétt að málum. Það er ósköp einfalt. Ég styð það sem þær leggja til.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. Eins og Vísir greindi frá var fundi flokksins um hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn frestað til morguns. Þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun og taka ákvörðun um framhaldið þá. Aðspurð hvort fundurinn hafi verið þungur segir Katrín Jakobsdóttir svo vera. „Já hann var það. Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að mikil umræða hafi skapast. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns,“ segir hún. Katrín segir að hún horfi á þetta út frá málefnum og eðlilegt sé að láta reyna á hvort hægt sé að ná góðum málefnasamning út úr viðræðunum. „Persónulega horfi ég á þetta út frá málefnum og ég tel að við séum ekki komin með neitt í hendurnar enda eru þetta óformlegar þreifingar. Það er mín sannfæring að það sé eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning út úr þessu. Það er í takt við það sem við sögðum fyrir kosningar. Að við séum reiðubúin að vinna með hverjum sem er út frá málefnagrunni.“Sér ekki tilefni til annars en að halda áfram viðræðumKolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki geta talað fyrir aðra flokksmenn en segir að niðurstaðan muni liggja fyrir á morgun. „Mér finnst, eins og við sögðum fyrir kosningar, að við ættum ekki að útiloka neinn flokk. Ég hef ekki séð neitt ennþá sem gefur tilefni til annars en að halda áfram og kanna um hvaða málefni gæti náðst saman,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að þetta snúi fyrst og fremst um málefnin. „Það þarf að skoða ákveðna hluti betur og við klárum það á morgun.“Steingrímur mun fylgja formanni og þingflokksformanni þétt að málumSteingrímur J. Sigfússon segir að mikil umræða hafi skapast á fundinum og hann hafi tekið langan tíma. Hann og annar meðlimur þingflokksins hafi sótt fundinn í gegnum síma og það hafi verið óþægilegt og jafnvel spilað inn í töfina. Því var hann á leið suður til Reykjavíkur þegar Vísir náði af honum tali. Varðandi sína stöðu sagðist Steingrímur fylgja „mínum formann og þingflokksformanni þétt að málum. Það er ósköp einfalt. Ég styð það sem þær leggja til.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira