„Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Ingvar Þór Björnsson og Samúel Karl Ólason skrifa 12. nóvember 2017 22:31 Miklar umræður sköpuðust á þungum fundi Vinstri grænna í kvöld. Vísir/Stefán Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. Eins og Vísir greindi frá var fundi flokksins um hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn frestað til morguns. Þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun og taka ákvörðun um framhaldið þá. Aðspurð hvort fundurinn hafi verið þungur segir Katrín Jakobsdóttir svo vera. „Já hann var það. Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að mikil umræða hafi skapast. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns,“ segir hún. Katrín segir að hún horfi á þetta út frá málefnum og eðlilegt sé að láta reyna á hvort hægt sé að ná góðum málefnasamning út úr viðræðunum. „Persónulega horfi ég á þetta út frá málefnum og ég tel að við séum ekki komin með neitt í hendurnar enda eru þetta óformlegar þreifingar. Það er mín sannfæring að það sé eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning út úr þessu. Það er í takt við það sem við sögðum fyrir kosningar. Að við séum reiðubúin að vinna með hverjum sem er út frá málefnagrunni.“Sér ekki tilefni til annars en að halda áfram viðræðumKolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki geta talað fyrir aðra flokksmenn en segir að niðurstaðan muni liggja fyrir á morgun. „Mér finnst, eins og við sögðum fyrir kosningar, að við ættum ekki að útiloka neinn flokk. Ég hef ekki séð neitt ennþá sem gefur tilefni til annars en að halda áfram og kanna um hvaða málefni gæti náðst saman,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að þetta snúi fyrst og fremst um málefnin. „Það þarf að skoða ákveðna hluti betur og við klárum það á morgun.“Steingrímur mun fylgja formanni og þingflokksformanni þétt að málumSteingrímur J. Sigfússon segir að mikil umræða hafi skapast á fundinum og hann hafi tekið langan tíma. Hann og annar meðlimur þingflokksins hafi sótt fundinn í gegnum síma og það hafi verið óþægilegt og jafnvel spilað inn í töfina. Því var hann á leið suður til Reykjavíkur þegar Vísir náði af honum tali. Varðandi sína stöðu sagðist Steingrímur fylgja „mínum formann og þingflokksformanni þétt að málum. Það er ósköp einfalt. Ég styð það sem þær leggja til.“ Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. Eins og Vísir greindi frá var fundi flokksins um hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn frestað til morguns. Þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun og taka ákvörðun um framhaldið þá. Aðspurð hvort fundurinn hafi verið þungur segir Katrín Jakobsdóttir svo vera. „Já hann var það. Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að mikil umræða hafi skapast. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns,“ segir hún. Katrín segir að hún horfi á þetta út frá málefnum og eðlilegt sé að láta reyna á hvort hægt sé að ná góðum málefnasamning út úr viðræðunum. „Persónulega horfi ég á þetta út frá málefnum og ég tel að við séum ekki komin með neitt í hendurnar enda eru þetta óformlegar þreifingar. Það er mín sannfæring að það sé eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning út úr þessu. Það er í takt við það sem við sögðum fyrir kosningar. Að við séum reiðubúin að vinna með hverjum sem er út frá málefnagrunni.“Sér ekki tilefni til annars en að halda áfram viðræðumKolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki geta talað fyrir aðra flokksmenn en segir að niðurstaðan muni liggja fyrir á morgun. „Mér finnst, eins og við sögðum fyrir kosningar, að við ættum ekki að útiloka neinn flokk. Ég hef ekki séð neitt ennþá sem gefur tilefni til annars en að halda áfram og kanna um hvaða málefni gæti náðst saman,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að þetta snúi fyrst og fremst um málefnin. „Það þarf að skoða ákveðna hluti betur og við klárum það á morgun.“Steingrímur mun fylgja formanni og þingflokksformanni þétt að málumSteingrímur J. Sigfússon segir að mikil umræða hafi skapast á fundinum og hann hafi tekið langan tíma. Hann og annar meðlimur þingflokksins hafi sótt fundinn í gegnum síma og það hafi verið óþægilegt og jafnvel spilað inn í töfina. Því var hann á leið suður til Reykjavíkur þegar Vísir náði af honum tali. Varðandi sína stöðu sagðist Steingrímur fylgja „mínum formann og þingflokksformanni þétt að málum. Það er ósköp einfalt. Ég styð það sem þær leggja til.“
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira