Þetta var fyrsta mark Kristins Freys fyrir Sundsvall en hann er á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu.
Häcken var 0-2 yfir í hálfleik en á 58. mínútu tók Kristinn Freyr boltann á lofti fyrir utan vítateig og þrumaði honum í slá og inn. Stórglæsilegt mark hjá Kristni.
Það dugði þó ekki til sigurs. Eftir að hafa unnið fyrsta leik sinn í sænsku deildinni hefur Sundsvall nú tapað tveimur leikjum í röð.
Kristinn Freyr spilaði allan leikinn fyrir Sundsvall. Nafni hans Steindórsson var einnig í byrjunarliðinu en var skipt af velli á 66. mínútu.