Árásarmaðurinn í London nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2017 17:46 Lögregla athafnar sig við Finsbury Park í dag. Vísir/AFP Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í Cardiff í Wales. Osborne er talinn vera árásarmaðurinn sem keyrði sendiferðabíl á hóp múslima er þeir yfirgáfu moskuna við Finsbury Park í London að lokinni bænastund í gærkvöldi. Osborne er sagður hafa keyrt á fólkið þar sem það hópaðist saman til að hlúa að manni sem hneig niður fyrir utan moskuna. Árásarmaðurinn var fyrst handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps en síðar á grundvelli hryðjuverkabrota. Breska lögreglan vinnur nú að húsleit á heimili í grennd við Cardiff en maðurinn hafði ekki verið undir eftirliti yfirvalda. Þá er hann talinn hafa verið einn að verki.Lögregla við húsleit í Cardiff í dag.Vísir/AFPOsborne ólst upp í Weston-super-Mare í grennd við ensku borgina Bristol. Hann er jafnframt fjögurra barna faðir. Osborne er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslima og sagðist vilja drepa þá er hann ók á fólkið við moskuna í gærkvöldi. Lögreglustjórinn í London, Cressida Dick, sagði árásina „mjög greinilega árás á múslima,“ og að nú mætti búast við aukinni öryggisgæslu á svæðinu, „sérstaklega í kringum trúarlegar stofnanir.“ Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í Bretlandi á þremur mánuðum en Theresa May, forsætisráðherra, sagði árásina „á allan hátt jafn sjúklega“ og hinar árásirnar þrjár. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni en einn lést og tíu slösuðust í árásinni. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í Cardiff í Wales. Osborne er talinn vera árásarmaðurinn sem keyrði sendiferðabíl á hóp múslima er þeir yfirgáfu moskuna við Finsbury Park í London að lokinni bænastund í gærkvöldi. Osborne er sagður hafa keyrt á fólkið þar sem það hópaðist saman til að hlúa að manni sem hneig niður fyrir utan moskuna. Árásarmaðurinn var fyrst handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps en síðar á grundvelli hryðjuverkabrota. Breska lögreglan vinnur nú að húsleit á heimili í grennd við Cardiff en maðurinn hafði ekki verið undir eftirliti yfirvalda. Þá er hann talinn hafa verið einn að verki.Lögregla við húsleit í Cardiff í dag.Vísir/AFPOsborne ólst upp í Weston-super-Mare í grennd við ensku borgina Bristol. Hann er jafnframt fjögurra barna faðir. Osborne er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslima og sagðist vilja drepa þá er hann ók á fólkið við moskuna í gærkvöldi. Lögreglustjórinn í London, Cressida Dick, sagði árásina „mjög greinilega árás á múslima,“ og að nú mætti búast við aukinni öryggisgæslu á svæðinu, „sérstaklega í kringum trúarlegar stofnanir.“ Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í Bretlandi á þremur mánuðum en Theresa May, forsætisráðherra, sagði árásina „á allan hátt jafn sjúklega“ og hinar árásirnar þrjár. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni en einn lést og tíu slösuðust í árásinni.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08
Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57
Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30
Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13