Eldsupptök enn ókunn en ólíklegt að um íkveikju hafi verið að ræða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2017 20:30 Hótelið var rýmt vegna eldsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst varð engum meint af en þeir sem þurftu að rýma hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. Vísir/Helga Eldsupptök á Hótel Natura í dag eru enn ókunn segir Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang og hótelið rýmt. „Lögreglan er núna með vettvanginn til rannsóknar og eflaust tekur það einhvern tíma að finna út orsökina,“ segir Jón Viðar við Vísi. Ekki er þó talið að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég myndi telja það mjög ólíklegt að svo væri, það kæmi mér alveg verulega á óvart.“Vinnubrögðin þjálfuð og til fyrirmyndarFyrr í dag kom upp eldur í pizzaofni á hótelinu sem starfsmenn slökktu sjálfir. Enn er ekki vitað hvort það sé orsök eldsins á þakinu. Jón Viðar segir að eldurinn hafi verið mikill en afmarkaður við þetta rými á þessari byggingu á þakinu sem er hús fyrir loftræstibúnað. Ráðist var á hann úr tveimur áttum, bæði frá þakinu og í gegnum eitt herbergi hótelsins. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og þeir sem þurftu að yfirgefa hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. „Við náðum mjög fljótlega tökum á því þannig að það fór ekki eldur eða vatn á hæðina fyrir neðan. Þetta gekk mjög vel.“ Hann hrósar einnig viðbrögðum hótelstarfsmanna og lögreglu. „Það gekk alveg til fyrirmyndar því þegar við komum voru starfsmenn hótelsins og lögregla byrjuð að rýma hótelið. Það var alveg greinilegt að þarna voru þjálfuð vinnubrögð í gangi, menn höfðu greinilega æft þetta.“ Jón Viðar segir að þetta hafi verið til fyrirmyndar og auðveldað slökkviliði störf sín á vettvangi.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.vísir/stefánRæddi við gesti og svaraði spurningum„Í rauninni hefðum við bara þurft að loka einu herbergi í sjálfu sér en það var tekin ákvörðun um að hleypa ekki inn á ein nítján herbergi bæði til þess að gæta fyllsta öryggis þeirra sem voru á svæðinu og svo getur fólk líka verið svolítið stressað að vera of nálægt sjálfum brunastaðnum. Það var allt gert eins öruggt og hægt var.“ Talið er að það muni kosta mikið að bæta þetta tjón vegna brunans en hótelið ætti að geta haldið sínum rekstri áfram og sett lokuðu herbergin aftur í notkun á morgun jafnvel. Enginn slasaðist og var ekki þörf á áfallahjálp fyrir gesti eða starfsfólk. „Ég ræddi við þá gesti sem tengdust atburðinum og fór yfir það út á hvað aðgerðin gekk og hvað við gerðum. Fólk var mjög rólegt og þakklát fyrir að rætt var við það og gestir komu með spurningar.“ Jón segir frábært að fólk hafi farið út þegar viðvörunarbjallan fór í gang. „Það er eitthvað sem margir mættu læra af. Stundum erum við að fara í útköll og brunabjöllurnar eru á fullu og fólk er ekki einu sinni farið að hreyfa sig.“ Tengdar fréttir Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04 Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Eldsupptök á Hótel Natura í dag eru enn ókunn segir Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang og hótelið rýmt. „Lögreglan er núna með vettvanginn til rannsóknar og eflaust tekur það einhvern tíma að finna út orsökina,“ segir Jón Viðar við Vísi. Ekki er þó talið að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég myndi telja það mjög ólíklegt að svo væri, það kæmi mér alveg verulega á óvart.“Vinnubrögðin þjálfuð og til fyrirmyndarFyrr í dag kom upp eldur í pizzaofni á hótelinu sem starfsmenn slökktu sjálfir. Enn er ekki vitað hvort það sé orsök eldsins á þakinu. Jón Viðar segir að eldurinn hafi verið mikill en afmarkaður við þetta rými á þessari byggingu á þakinu sem er hús fyrir loftræstibúnað. Ráðist var á hann úr tveimur áttum, bæði frá þakinu og í gegnum eitt herbergi hótelsins. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og þeir sem þurftu að yfirgefa hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. „Við náðum mjög fljótlega tökum á því þannig að það fór ekki eldur eða vatn á hæðina fyrir neðan. Þetta gekk mjög vel.“ Hann hrósar einnig viðbrögðum hótelstarfsmanna og lögreglu. „Það gekk alveg til fyrirmyndar því þegar við komum voru starfsmenn hótelsins og lögregla byrjuð að rýma hótelið. Það var alveg greinilegt að þarna voru þjálfuð vinnubrögð í gangi, menn höfðu greinilega æft þetta.“ Jón Viðar segir að þetta hafi verið til fyrirmyndar og auðveldað slökkviliði störf sín á vettvangi.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.vísir/stefánRæddi við gesti og svaraði spurningum„Í rauninni hefðum við bara þurft að loka einu herbergi í sjálfu sér en það var tekin ákvörðun um að hleypa ekki inn á ein nítján herbergi bæði til þess að gæta fyllsta öryggis þeirra sem voru á svæðinu og svo getur fólk líka verið svolítið stressað að vera of nálægt sjálfum brunastaðnum. Það var allt gert eins öruggt og hægt var.“ Talið er að það muni kosta mikið að bæta þetta tjón vegna brunans en hótelið ætti að geta haldið sínum rekstri áfram og sett lokuðu herbergin aftur í notkun á morgun jafnvel. Enginn slasaðist og var ekki þörf á áfallahjálp fyrir gesti eða starfsfólk. „Ég ræddi við þá gesti sem tengdust atburðinum og fór yfir það út á hvað aðgerðin gekk og hvað við gerðum. Fólk var mjög rólegt og þakklát fyrir að rætt var við það og gestir komu með spurningar.“ Jón segir frábært að fólk hafi farið út þegar viðvörunarbjallan fór í gang. „Það er eitthvað sem margir mættu læra af. Stundum erum við að fara í útköll og brunabjöllurnar eru á fullu og fólk er ekki einu sinni farið að hreyfa sig.“
Tengdar fréttir Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04 Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04
Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48