Eldsupptök enn ókunn en ólíklegt að um íkveikju hafi verið að ræða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2017 20:30 Hótelið var rýmt vegna eldsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst varð engum meint af en þeir sem þurftu að rýma hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. Vísir/Helga Eldsupptök á Hótel Natura í dag eru enn ókunn segir Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang og hótelið rýmt. „Lögreglan er núna með vettvanginn til rannsóknar og eflaust tekur það einhvern tíma að finna út orsökina,“ segir Jón Viðar við Vísi. Ekki er þó talið að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég myndi telja það mjög ólíklegt að svo væri, það kæmi mér alveg verulega á óvart.“Vinnubrögðin þjálfuð og til fyrirmyndarFyrr í dag kom upp eldur í pizzaofni á hótelinu sem starfsmenn slökktu sjálfir. Enn er ekki vitað hvort það sé orsök eldsins á þakinu. Jón Viðar segir að eldurinn hafi verið mikill en afmarkaður við þetta rými á þessari byggingu á þakinu sem er hús fyrir loftræstibúnað. Ráðist var á hann úr tveimur áttum, bæði frá þakinu og í gegnum eitt herbergi hótelsins. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og þeir sem þurftu að yfirgefa hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. „Við náðum mjög fljótlega tökum á því þannig að það fór ekki eldur eða vatn á hæðina fyrir neðan. Þetta gekk mjög vel.“ Hann hrósar einnig viðbrögðum hótelstarfsmanna og lögreglu. „Það gekk alveg til fyrirmyndar því þegar við komum voru starfsmenn hótelsins og lögregla byrjuð að rýma hótelið. Það var alveg greinilegt að þarna voru þjálfuð vinnubrögð í gangi, menn höfðu greinilega æft þetta.“ Jón Viðar segir að þetta hafi verið til fyrirmyndar og auðveldað slökkviliði störf sín á vettvangi.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.vísir/stefánRæddi við gesti og svaraði spurningum„Í rauninni hefðum við bara þurft að loka einu herbergi í sjálfu sér en það var tekin ákvörðun um að hleypa ekki inn á ein nítján herbergi bæði til þess að gæta fyllsta öryggis þeirra sem voru á svæðinu og svo getur fólk líka verið svolítið stressað að vera of nálægt sjálfum brunastaðnum. Það var allt gert eins öruggt og hægt var.“ Talið er að það muni kosta mikið að bæta þetta tjón vegna brunans en hótelið ætti að geta haldið sínum rekstri áfram og sett lokuðu herbergin aftur í notkun á morgun jafnvel. Enginn slasaðist og var ekki þörf á áfallahjálp fyrir gesti eða starfsfólk. „Ég ræddi við þá gesti sem tengdust atburðinum og fór yfir það út á hvað aðgerðin gekk og hvað við gerðum. Fólk var mjög rólegt og þakklát fyrir að rætt var við það og gestir komu með spurningar.“ Jón segir frábært að fólk hafi farið út þegar viðvörunarbjallan fór í gang. „Það er eitthvað sem margir mættu læra af. Stundum erum við að fara í útköll og brunabjöllurnar eru á fullu og fólk er ekki einu sinni farið að hreyfa sig.“ Tengdar fréttir Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04 Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Eldsupptök á Hótel Natura í dag eru enn ókunn segir Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang og hótelið rýmt. „Lögreglan er núna með vettvanginn til rannsóknar og eflaust tekur það einhvern tíma að finna út orsökina,“ segir Jón Viðar við Vísi. Ekki er þó talið að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég myndi telja það mjög ólíklegt að svo væri, það kæmi mér alveg verulega á óvart.“Vinnubrögðin þjálfuð og til fyrirmyndarFyrr í dag kom upp eldur í pizzaofni á hótelinu sem starfsmenn slökktu sjálfir. Enn er ekki vitað hvort það sé orsök eldsins á þakinu. Jón Viðar segir að eldurinn hafi verið mikill en afmarkaður við þetta rými á þessari byggingu á þakinu sem er hús fyrir loftræstibúnað. Ráðist var á hann úr tveimur áttum, bæði frá þakinu og í gegnum eitt herbergi hótelsins. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og þeir sem þurftu að yfirgefa hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. „Við náðum mjög fljótlega tökum á því þannig að það fór ekki eldur eða vatn á hæðina fyrir neðan. Þetta gekk mjög vel.“ Hann hrósar einnig viðbrögðum hótelstarfsmanna og lögreglu. „Það gekk alveg til fyrirmyndar því þegar við komum voru starfsmenn hótelsins og lögregla byrjuð að rýma hótelið. Það var alveg greinilegt að þarna voru þjálfuð vinnubrögð í gangi, menn höfðu greinilega æft þetta.“ Jón Viðar segir að þetta hafi verið til fyrirmyndar og auðveldað slökkviliði störf sín á vettvangi.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.vísir/stefánRæddi við gesti og svaraði spurningum„Í rauninni hefðum við bara þurft að loka einu herbergi í sjálfu sér en það var tekin ákvörðun um að hleypa ekki inn á ein nítján herbergi bæði til þess að gæta fyllsta öryggis þeirra sem voru á svæðinu og svo getur fólk líka verið svolítið stressað að vera of nálægt sjálfum brunastaðnum. Það var allt gert eins öruggt og hægt var.“ Talið er að það muni kosta mikið að bæta þetta tjón vegna brunans en hótelið ætti að geta haldið sínum rekstri áfram og sett lokuðu herbergin aftur í notkun á morgun jafnvel. Enginn slasaðist og var ekki þörf á áfallahjálp fyrir gesti eða starfsfólk. „Ég ræddi við þá gesti sem tengdust atburðinum og fór yfir það út á hvað aðgerðin gekk og hvað við gerðum. Fólk var mjög rólegt og þakklát fyrir að rætt var við það og gestir komu með spurningar.“ Jón segir frábært að fólk hafi farið út þegar viðvörunarbjallan fór í gang. „Það er eitthvað sem margir mættu læra af. Stundum erum við að fara í útköll og brunabjöllurnar eru á fullu og fólk er ekki einu sinni farið að hreyfa sig.“
Tengdar fréttir Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04 Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04
Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48