Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. október 2017 06:00 Höfuðstöðvar Glitnis voru við Kirkjusand. Vísir/valli Þrátt fyrir að flestir lögfræðingar sem tjáð sig hafa um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar telji einsýnt að því verði hnekkt fyrir dómstólum geta margir mánuðir liðið áður en úr því verður endanlega skorið með dómi. Á meðan gildir bannið. Í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn blaðamanni Fréttablaðsins og 365-prentmiðlum ehf. árið 2005 var kröfu um staðfestingu á lögbanni synjað á báðum dómstigum. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi synjað kröfu Jónínu um staðfestingu lögbannsins stóð bannið óhaggað allt þar til niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir tæpu hálfu ári síðar. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms um að skilyrði lögbannsins hefðu ekki verið uppfyllt. Málsmeðferðin tók átta mánuði og lögbannið var í fullu gildi allan þann tíma.Sigriður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, mætti á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 18. október síðastliðinn.vísir/eyþórLögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ákvæði um flýtimeðferð í lögum um meðferð einkamála ekki taka til lögbanns á fréttaflutning enda er það eingöngu sá sem höfðar mál sem óskað getur flýtimeðferðar, í því tilviki sem hér um ræðir sá aðili sem höfðar mál til staðfestingar á lögbanni, en ekki sá sem þola þarf lögbannið. Aðspurð um málshraða þessara mála og málsmeðferð segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, að rétt væri að færa valdið til að leggja lögbann á fréttaflutning frá sýslumanni til dómstóla.Atburðarásin„Við mat á því hvort takmarka eigi tjáningu þarf sá sem vill takmarka tjáninguna að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til takmörkunarinnar. Ekki er gerð sambærileg krafa að lögum að sá sem tjáir sig þurfi að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til tjáningarinnar,“ segir Sigríður Rut og bætir við: „Í stað þess að lögin kveði á um að beiðni sé beint til sýslumanns ættu lögin að kveða á um að henni sé beint til héraðsdóms og dómara verði þannig falið að meta þetta út frá ákvæðum sem gilda um lögbann með hliðsjón af ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi.“ Sigríður Rut segir stóraukið réttaröryggi felast í því að færa vald til að leggja lögbann á fjölmiðlaumfjöllun frá fulltrúa framkvæmdarvalds til dómstóla og vísar til mikilvægis réttinda fjölmiðla til að miðla fréttum og skyldu þeirra til að upplýsa almenning. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Þrátt fyrir að flestir lögfræðingar sem tjáð sig hafa um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar telji einsýnt að því verði hnekkt fyrir dómstólum geta margir mánuðir liðið áður en úr því verður endanlega skorið með dómi. Á meðan gildir bannið. Í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn blaðamanni Fréttablaðsins og 365-prentmiðlum ehf. árið 2005 var kröfu um staðfestingu á lögbanni synjað á báðum dómstigum. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi synjað kröfu Jónínu um staðfestingu lögbannsins stóð bannið óhaggað allt þar til niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir tæpu hálfu ári síðar. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms um að skilyrði lögbannsins hefðu ekki verið uppfyllt. Málsmeðferðin tók átta mánuði og lögbannið var í fullu gildi allan þann tíma.Sigriður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, mætti á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 18. október síðastliðinn.vísir/eyþórLögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ákvæði um flýtimeðferð í lögum um meðferð einkamála ekki taka til lögbanns á fréttaflutning enda er það eingöngu sá sem höfðar mál sem óskað getur flýtimeðferðar, í því tilviki sem hér um ræðir sá aðili sem höfðar mál til staðfestingar á lögbanni, en ekki sá sem þola þarf lögbannið. Aðspurð um málshraða þessara mála og málsmeðferð segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, að rétt væri að færa valdið til að leggja lögbann á fréttaflutning frá sýslumanni til dómstóla.Atburðarásin„Við mat á því hvort takmarka eigi tjáningu þarf sá sem vill takmarka tjáninguna að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til takmörkunarinnar. Ekki er gerð sambærileg krafa að lögum að sá sem tjáir sig þurfi að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til tjáningarinnar,“ segir Sigríður Rut og bætir við: „Í stað þess að lögin kveði á um að beiðni sé beint til sýslumanns ættu lögin að kveða á um að henni sé beint til héraðsdóms og dómara verði þannig falið að meta þetta út frá ákvæðum sem gilda um lögbann með hliðsjón af ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi.“ Sigríður Rut segir stóraukið réttaröryggi felast í því að færa vald til að leggja lögbann á fjölmiðlaumfjöllun frá fulltrúa framkvæmdarvalds til dómstóla og vísar til mikilvægis réttinda fjölmiðla til að miðla fréttum og skyldu þeirra til að upplýsa almenning.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira