Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. október 2017 06:00 Höfuðstöðvar Glitnis voru við Kirkjusand. Vísir/valli Þrátt fyrir að flestir lögfræðingar sem tjáð sig hafa um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar telji einsýnt að því verði hnekkt fyrir dómstólum geta margir mánuðir liðið áður en úr því verður endanlega skorið með dómi. Á meðan gildir bannið. Í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn blaðamanni Fréttablaðsins og 365-prentmiðlum ehf. árið 2005 var kröfu um staðfestingu á lögbanni synjað á báðum dómstigum. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi synjað kröfu Jónínu um staðfestingu lögbannsins stóð bannið óhaggað allt þar til niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir tæpu hálfu ári síðar. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms um að skilyrði lögbannsins hefðu ekki verið uppfyllt. Málsmeðferðin tók átta mánuði og lögbannið var í fullu gildi allan þann tíma.Sigriður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, mætti á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 18. október síðastliðinn.vísir/eyþórLögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ákvæði um flýtimeðferð í lögum um meðferð einkamála ekki taka til lögbanns á fréttaflutning enda er það eingöngu sá sem höfðar mál sem óskað getur flýtimeðferðar, í því tilviki sem hér um ræðir sá aðili sem höfðar mál til staðfestingar á lögbanni, en ekki sá sem þola þarf lögbannið. Aðspurð um málshraða þessara mála og málsmeðferð segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, að rétt væri að færa valdið til að leggja lögbann á fréttaflutning frá sýslumanni til dómstóla.Atburðarásin„Við mat á því hvort takmarka eigi tjáningu þarf sá sem vill takmarka tjáninguna að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til takmörkunarinnar. Ekki er gerð sambærileg krafa að lögum að sá sem tjáir sig þurfi að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til tjáningarinnar,“ segir Sigríður Rut og bætir við: „Í stað þess að lögin kveði á um að beiðni sé beint til sýslumanns ættu lögin að kveða á um að henni sé beint til héraðsdóms og dómara verði þannig falið að meta þetta út frá ákvæðum sem gilda um lögbann með hliðsjón af ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi.“ Sigríður Rut segir stóraukið réttaröryggi felast í því að færa vald til að leggja lögbann á fjölmiðlaumfjöllun frá fulltrúa framkvæmdarvalds til dómstóla og vísar til mikilvægis réttinda fjölmiðla til að miðla fréttum og skyldu þeirra til að upplýsa almenning. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þrátt fyrir að flestir lögfræðingar sem tjáð sig hafa um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar telji einsýnt að því verði hnekkt fyrir dómstólum geta margir mánuðir liðið áður en úr því verður endanlega skorið með dómi. Á meðan gildir bannið. Í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn blaðamanni Fréttablaðsins og 365-prentmiðlum ehf. árið 2005 var kröfu um staðfestingu á lögbanni synjað á báðum dómstigum. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi synjað kröfu Jónínu um staðfestingu lögbannsins stóð bannið óhaggað allt þar til niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir tæpu hálfu ári síðar. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms um að skilyrði lögbannsins hefðu ekki verið uppfyllt. Málsmeðferðin tók átta mánuði og lögbannið var í fullu gildi allan þann tíma.Sigriður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, mætti á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 18. október síðastliðinn.vísir/eyþórLögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ákvæði um flýtimeðferð í lögum um meðferð einkamála ekki taka til lögbanns á fréttaflutning enda er það eingöngu sá sem höfðar mál sem óskað getur flýtimeðferðar, í því tilviki sem hér um ræðir sá aðili sem höfðar mál til staðfestingar á lögbanni, en ekki sá sem þola þarf lögbannið. Aðspurð um málshraða þessara mála og málsmeðferð segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, að rétt væri að færa valdið til að leggja lögbann á fréttaflutning frá sýslumanni til dómstóla.Atburðarásin„Við mat á því hvort takmarka eigi tjáningu þarf sá sem vill takmarka tjáninguna að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til takmörkunarinnar. Ekki er gerð sambærileg krafa að lögum að sá sem tjáir sig þurfi að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til tjáningarinnar,“ segir Sigríður Rut og bætir við: „Í stað þess að lögin kveði á um að beiðni sé beint til sýslumanns ættu lögin að kveða á um að henni sé beint til héraðsdóms og dómara verði þannig falið að meta þetta út frá ákvæðum sem gilda um lögbann með hliðsjón af ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi.“ Sigríður Rut segir stóraukið réttaröryggi felast í því að færa vald til að leggja lögbann á fjölmiðlaumfjöllun frá fulltrúa framkvæmdarvalds til dómstóla og vísar til mikilvægis réttinda fjölmiðla til að miðla fréttum og skyldu þeirra til að upplýsa almenning.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira