Beðið um gistingu í fangaklefa í hverri viku Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. desember 2017 19:00 Einu neyðarúrræðin fyrir útigangsfólk er í Reykjavíkurborg og sækja heimilislausir og utangarðsfólk í borgina þrátt fyrir að eiga lögheimili annars staðar. Í Reykjanesbæ hefur verið mikill húsnæðisskortur síðasta árið. Formaður bæjarráðs sagði í viðtali við fréttum okkar í gær að hundrað manns biði eftir félagslegu húsnæði en eins og annars staðar, er ekkert gistiskýli eða neyðarúrræði fyrir heimilislausa í bænum. Ef einhver er í neyð þarf hann að snúa til lögreglunnar. „Þetta tengist oft geðrænum vanda, áfengisneyslu og fíkniefnum. Þetta eru menn sem hafa verið reknir burt þaðan sem þeir hafa haft gistingu, hvort sem það er hjá ættingjum eða vinum," segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Einhver gisti að eigin ósk í fangaklefa lögreglunnar í 54 nætur á síðasta ári. Það eru 4-5 skipti í hverjum mánuði eða einu sinni í viku. Skúli segir þó eingöngu tvo til þrjá aðila hafa gist ítrekað yfir ákveðið tímabil og verið þá greinilega á götunni. „Það eru alltaf einhverjir einstaklingar sem koma hingað og ef það er laus fangaklefi þá er hægt að sofa hér og fá teppi, koma inn í hlýjuna. Við ræðum svo við fólk um þeirra vandamál, hvort þeir séu að leita sér aðstoðar og þess háttar,“ segir Skúli sem telur líklegt að fólk eigi auðveldara með að komast inn hjá vinum og vandamönnum í smærri samfélögum. „Þótt Reykjanesbær sé orðið stórt samfélag þá virðast menn ekki vera komnir með þörf fyrir gistiskýli," segir hann. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Einu neyðarúrræðin fyrir útigangsfólk er í Reykjavíkurborg og sækja heimilislausir og utangarðsfólk í borgina þrátt fyrir að eiga lögheimili annars staðar. Í Reykjanesbæ hefur verið mikill húsnæðisskortur síðasta árið. Formaður bæjarráðs sagði í viðtali við fréttum okkar í gær að hundrað manns biði eftir félagslegu húsnæði en eins og annars staðar, er ekkert gistiskýli eða neyðarúrræði fyrir heimilislausa í bænum. Ef einhver er í neyð þarf hann að snúa til lögreglunnar. „Þetta tengist oft geðrænum vanda, áfengisneyslu og fíkniefnum. Þetta eru menn sem hafa verið reknir burt þaðan sem þeir hafa haft gistingu, hvort sem það er hjá ættingjum eða vinum," segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Einhver gisti að eigin ósk í fangaklefa lögreglunnar í 54 nætur á síðasta ári. Það eru 4-5 skipti í hverjum mánuði eða einu sinni í viku. Skúli segir þó eingöngu tvo til þrjá aðila hafa gist ítrekað yfir ákveðið tímabil og verið þá greinilega á götunni. „Það eru alltaf einhverjir einstaklingar sem koma hingað og ef það er laus fangaklefi þá er hægt að sofa hér og fá teppi, koma inn í hlýjuna. Við ræðum svo við fólk um þeirra vandamál, hvort þeir séu að leita sér aðstoðar og þess háttar,“ segir Skúli sem telur líklegt að fólk eigi auðveldara með að komast inn hjá vinum og vandamönnum í smærri samfélögum. „Þótt Reykjanesbær sé orðið stórt samfélag þá virðast menn ekki vera komnir með þörf fyrir gistiskýli," segir hann.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent