Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2017 19:45 Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Áttatíu og sex ára gömul kona segist vera hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Mennirnir séu með læti og geri þarfir sínar í garða nágrannanna. Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. Nágrannar gistiskýlisins sem fréttastofa ræddi við erum margir hverjir ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar útigangsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi ekki í nein hús að vernda. Þar geri þeir þarfir sínar í garða hjá fólki, séu með læti og stundum komi fyrir að þeir ógni nágrönnum. Elín Magnúsardóttir, er ein þeirra sem er afar ósátt við ástandið. Hún er 86 ára og á íbúð við Lindargötu 59. „Mönnunum er hent út á morgnanna og þeir eru að leita sér að skjóli allstaðar og þar á meðal hérna. Þetta eru 10 og upp í 20 menn sem eru stundum. Af því að það er búið að taka í mig svona þá er ég logandi hrædd,“ segir Elín og er að vísa í atvik sem átti sér stað fyrir nokkru þegar hún var á leið heim til sín. „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara og lem og hann sleppir þá. Ég hleyp heim og skelli hurðinni en ég er nú ekki vera vön að skella hurðum. Mér fannst hann alltaf vera á eftir mér,“ segir Elín. Málið hefur verið rætt í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Þá er tillaga á vefnum Betri Reykjavík um að flytja gistiskýlið af Lindargötu. Elín vill að borgin bregðist við hið snarasta. „Það vantar skýli fyrir þá. Þetta eru veikir menn upp til hópa og þeir þurfa skýli. Það sýnir sig, þeir hanga þarna, svo þegar það kemur rigning eða eitthvað þá hlaupa þér inn í bílageymslurnar,“ segir Elín. Tengdasonur Elínar, Rúnar Geirmundsson, segir fráleitt að íbúar í kring um gistiskýlið þurfi að sætta sig við ástandið. Málið hafi verið rætt á fundi húsfélagins. „Það eru flest allar konurnar hérna hræddar við að fara einar þarna upp eftir. Ég hef haft samband við, bæði borgarstjóra og líkavelferðarsviðið, og þau hafa sagt mér að þau kannist við þetta og kannist við þessar áhyggjur og í fleiri húsum hérna í kring og séu að vinna í því,“ segir Rúnar. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Áttatíu og sex ára gömul kona segist vera hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Mennirnir séu með læti og geri þarfir sínar í garða nágrannanna. Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. Nágrannar gistiskýlisins sem fréttastofa ræddi við erum margir hverjir ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar útigangsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi ekki í nein hús að vernda. Þar geri þeir þarfir sínar í garða hjá fólki, séu með læti og stundum komi fyrir að þeir ógni nágrönnum. Elín Magnúsardóttir, er ein þeirra sem er afar ósátt við ástandið. Hún er 86 ára og á íbúð við Lindargötu 59. „Mönnunum er hent út á morgnanna og þeir eru að leita sér að skjóli allstaðar og þar á meðal hérna. Þetta eru 10 og upp í 20 menn sem eru stundum. Af því að það er búið að taka í mig svona þá er ég logandi hrædd,“ segir Elín og er að vísa í atvik sem átti sér stað fyrir nokkru þegar hún var á leið heim til sín. „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara og lem og hann sleppir þá. Ég hleyp heim og skelli hurðinni en ég er nú ekki vera vön að skella hurðum. Mér fannst hann alltaf vera á eftir mér,“ segir Elín. Málið hefur verið rætt í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Þá er tillaga á vefnum Betri Reykjavík um að flytja gistiskýlið af Lindargötu. Elín vill að borgin bregðist við hið snarasta. „Það vantar skýli fyrir þá. Þetta eru veikir menn upp til hópa og þeir þurfa skýli. Það sýnir sig, þeir hanga þarna, svo þegar það kemur rigning eða eitthvað þá hlaupa þér inn í bílageymslurnar,“ segir Elín. Tengdasonur Elínar, Rúnar Geirmundsson, segir fráleitt að íbúar í kring um gistiskýlið þurfi að sætta sig við ástandið. Málið hafi verið rætt á fundi húsfélagins. „Það eru flest allar konurnar hérna hræddar við að fara einar þarna upp eftir. Ég hef haft samband við, bæði borgarstjóra og líkavelferðarsviðið, og þau hafa sagt mér að þau kannist við þetta og kannist við þessar áhyggjur og í fleiri húsum hérna í kring og séu að vinna í því,“ segir Rúnar.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira