Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2017 19:45 Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Áttatíu og sex ára gömul kona segist vera hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Mennirnir séu með læti og geri þarfir sínar í garða nágrannanna. Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. Nágrannar gistiskýlisins sem fréttastofa ræddi við erum margir hverjir ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar útigangsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi ekki í nein hús að vernda. Þar geri þeir þarfir sínar í garða hjá fólki, séu með læti og stundum komi fyrir að þeir ógni nágrönnum. Elín Magnúsardóttir, er ein þeirra sem er afar ósátt við ástandið. Hún er 86 ára og á íbúð við Lindargötu 59. „Mönnunum er hent út á morgnanna og þeir eru að leita sér að skjóli allstaðar og þar á meðal hérna. Þetta eru 10 og upp í 20 menn sem eru stundum. Af því að það er búið að taka í mig svona þá er ég logandi hrædd,“ segir Elín og er að vísa í atvik sem átti sér stað fyrir nokkru þegar hún var á leið heim til sín. „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara og lem og hann sleppir þá. Ég hleyp heim og skelli hurðinni en ég er nú ekki vera vön að skella hurðum. Mér fannst hann alltaf vera á eftir mér,“ segir Elín. Málið hefur verið rætt í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Þá er tillaga á vefnum Betri Reykjavík um að flytja gistiskýlið af Lindargötu. Elín vill að borgin bregðist við hið snarasta. „Það vantar skýli fyrir þá. Þetta eru veikir menn upp til hópa og þeir þurfa skýli. Það sýnir sig, þeir hanga þarna, svo þegar það kemur rigning eða eitthvað þá hlaupa þér inn í bílageymslurnar,“ segir Elín. Tengdasonur Elínar, Rúnar Geirmundsson, segir fráleitt að íbúar í kring um gistiskýlið þurfi að sætta sig við ástandið. Málið hafi verið rætt á fundi húsfélagins. „Það eru flest allar konurnar hérna hræddar við að fara einar þarna upp eftir. Ég hef haft samband við, bæði borgarstjóra og líkavelferðarsviðið, og þau hafa sagt mér að þau kannist við þetta og kannist við þessar áhyggjur og í fleiri húsum hérna í kring og séu að vinna í því,“ segir Rúnar. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Áttatíu og sex ára gömul kona segist vera hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Mennirnir séu með læti og geri þarfir sínar í garða nágrannanna. Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. Nágrannar gistiskýlisins sem fréttastofa ræddi við erum margir hverjir ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar útigangsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi ekki í nein hús að vernda. Þar geri þeir þarfir sínar í garða hjá fólki, séu með læti og stundum komi fyrir að þeir ógni nágrönnum. Elín Magnúsardóttir, er ein þeirra sem er afar ósátt við ástandið. Hún er 86 ára og á íbúð við Lindargötu 59. „Mönnunum er hent út á morgnanna og þeir eru að leita sér að skjóli allstaðar og þar á meðal hérna. Þetta eru 10 og upp í 20 menn sem eru stundum. Af því að það er búið að taka í mig svona þá er ég logandi hrædd,“ segir Elín og er að vísa í atvik sem átti sér stað fyrir nokkru þegar hún var á leið heim til sín. „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara og lem og hann sleppir þá. Ég hleyp heim og skelli hurðinni en ég er nú ekki vera vön að skella hurðum. Mér fannst hann alltaf vera á eftir mér,“ segir Elín. Málið hefur verið rætt í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Þá er tillaga á vefnum Betri Reykjavík um að flytja gistiskýlið af Lindargötu. Elín vill að borgin bregðist við hið snarasta. „Það vantar skýli fyrir þá. Þetta eru veikir menn upp til hópa og þeir þurfa skýli. Það sýnir sig, þeir hanga þarna, svo þegar það kemur rigning eða eitthvað þá hlaupa þér inn í bílageymslurnar,“ segir Elín. Tengdasonur Elínar, Rúnar Geirmundsson, segir fráleitt að íbúar í kring um gistiskýlið þurfi að sætta sig við ástandið. Málið hafi verið rætt á fundi húsfélagins. „Það eru flest allar konurnar hérna hræddar við að fara einar þarna upp eftir. Ég hef haft samband við, bæði borgarstjóra og líkavelferðarsviðið, og þau hafa sagt mér að þau kannist við þetta og kannist við þessar áhyggjur og í fleiri húsum hérna í kring og séu að vinna í því,“ segir Rúnar.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira