Erlent

Minnst fimmtíu drepnir á „hrottafenginn“ hátt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sar-e Pul-hérað í Afganistan er merkt rautt á myndinni.
Sar-e Pul-hérað í Afganistan er merkt rautt á myndinni. Skjáskot/Google Maps
Að minnsta kosti 50 manns féllu í norðurhluta Afganistan er vígamenn réðust á útvarðarstöð í Sar-e Pul-héraði í gærkvöldi. BBC greinir frá.

Talsmaður héraðsins, Zabihullah Amani, sagði almenna borgara hafa verið drepna á „hrottafenginn, ómannúðlegan hátt“ í árásinni.

Enn er óljóst hverjir árásarmennirnir voru en Talíbanar hafa sagst bera ábyrgð á drápum á öryggisstarfsmönnum á svæðinu.

Meira en 1662 almennir borgarar hafa látið lífið í átökum í Afganistan það sem af er árinu, að því er segir í skýrslum frá Sameinuðu þjóðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×